Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1498 svör fundust
Hvað er tennisolnbogi og af hverju stafar hann?
Upptök vöðvanna sem hreyfa fingurna og úlnliðinn eru í lítilli vöðvafestu á utanverðum olnboganum. Vegna of mikillar áreynslu á bandvef sem tengir vöðvana við beinin koma litlar rifur í vefinn sem leiða til ertingar á svæðinu og bólgu. Af þessu stafar verkur sem getur leitt upp í upphandlegg og eins niður með utan...
Kom Kristófer Kólumbus til Íslands?
Í janúar 1495 skrifaði Kólumbus konungshjónunum á Spáni þeim Ferdínand og Ísabellu bréf í þeim tilgangi að réttlæta og verja gerðir sínar sem landstjóri í spænsku nýlendunum vestanhafs en margt var honum mótdrægt í því starfi. Einnig höfðu andstæðingar hans heima í Madríd gagnrýnt hann og rægt. Bréfið notaði hann ...
Er hægt að koma örbylgjum á meira en ljóshraða?
Örbylgjur eru ein gerð rafsegulgeislunar, notaðar meðal annars til að hita upp mat og í GSM-símum. Aðrar gerðir rafsegulgeislunar eru til dæmis ljós, röntgengeislar og útvarpsbylgjur. Eini munurinn á þessum bylgjum er sveiflutíðni þeirra, sem einnig segir til um bylgjulengd rafsegulbylgjunnar og orku einstakra ska...
Hver er munurinn á frumefni og frumeind?
Íslenska orðið frumeind er þýðing á erlenda orðinu atom. Orðið atom var sett fram í byrjun 19. aldar sem hugtak yfir smæstu þekktu eindir þess tíma. Í dag er hins vegar vitað að frumeindir eru ekki minnstu eindir sem til eru. Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum raf...
Hvers vegna dó latína út sem lifandi tungumál heillar þjóðar?
Latína var ítalísk mállýska sem er kennd við héraðið Latium (í dag Lazio) á Ítalíu. Framan af var þessi mállýska bara ein meðal margra á svæðinu og fjarri því að vera ríkjandi. Hún breiddist þó út með auknum hernaðarumsvifum og menningarlegum áhrifum Rómverja og náði um síðir yfir talsvert svæði í Evrópu og kringu...
Hvað getið þið sagt mér um dansinn í Hruna?
Frá dansinum í Hruna segir meðal annars í samnefndri sögn í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem kom fyrst út á árunum 1862–1864. Sögnin er sögð gerast til forna og fjallar um prest í Hruna í Árnessýslu sem hafði þann sið að drekka og dansa í kirkjunni með sóknarbörnum sínum á jólanótt. Eina nótt stendur dansinn leng...
Hefur íslenskt samfélag einhvern tíma verið stéttlaust?
Svarið við spurningunni veltur á tvennu. Annars vegar því hvaða skilning við leggjum í orðið stéttleysi og þar með stéttskiptingu og hins vegar því hver raunveruleikinn var á ýmsum tímabilum Íslandssögunnar. Um hríð hefur sú hugmynd verið nokkuð útbreidd meðal almennings að Ísland sé og hafi verið stéttlaust samfé...
Hvenær og hvers vegna lagðist byggð norrænna manna á Grænlandi niður?
Um þetta hefur fræðimenn greint á bæði fyrr og síðar. Loftslag fór kólnandi á næstu öldum eftir að norrænir menn settust að á Grænlandi. Landkostir og náttúrufar eru þar öðruvísi en menn höfðu átt að venjast og landið harðbýlla mönnum sem höfðu vanist evrópskum lífsháttum. Einangrun frá Evrópu hefur einnig gert mö...
Hvers vegna heitir Apavatn í Árnessýslu þessu nafni?
Þrátt fyrir margvíslegar hugmyndir og kenningar um tilurð nafnsins þykir líklegast að vatnið dragi nafn sitt af leðju eða leir, af orðinu ap, í fleirtölu öp, Apavatn. Líklegt er að jörðin Apavatn hafi byggst þegar á landnámsöld. Sighvatur Þórðarson skáld var fóstraður þar en hann var fæddur um 995. Til ...
Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?
Wernher von Braun var annar í röð þriggja sona Magnúsar von Brauns baróns og Emmy von Quistorp barónessu. Hann fæddist 23. mars árið 1912 í Wirsitz í Poznan, sem þá var hérað í Prússlandi en tilheyrir nú Póllandi. Wernher var draumóramaður frá unga aldri og hann ákvað aðeins tíu ára gamall að markmið sitt í lífinu...
Af hverju mjálma kettir?
Í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð? er sagt frá nokkrum hljóðum sem kettir gefa frá sér og sennilegri merkingu þeirra. Þegar kattareigendur og aðrir fylgjast með ólíkum blæbrigðum mjálms, verður þeim ljóst að kötturinn er að reyna að tjá sig...
Getið þið sagt mér eitthvað um eldsalamöndrur?
Eldsalamöndrur (Salamander salamander, e. Fire Salamanders) eru svartar og skærgular að lit og meðal litskrúðugustu salamandra heims. Þær eru einnig meðal þeirra stærstu en fullvaxnar geta eldsalamöndrur orðið allt að 25 cm langar. Þær eru yfirleitt langlífar og lifa venjulega í 12-20 ár en dæmi eru um dýr sem haf...
Getið þið sagt mér allt um förufálka?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað verpir förufálki mörgum eggjum? Förufálkinn (Falco peregrinus) er að öllum líkindum útbreiddastur allra ránfugla heimsins og verpir hann í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Förufálkinn hefur aðlagast fjölbreytilegum búsvæðum þó hann sé algengastur á opnum s...
Hvað er sjónblekking?
Sjónblekking eða sjónvilla er skynvilla þar sem eitthvað sýnist öðruvísi en það er í raun. Sjónvillur byggjast á rangtúlkun sjónkerfisins á raunverulegum áreitum og eru því ólíkar ofsjónum þar sem fólk sér hluti sem eiga sér enga stoð í veruleikanum. Höfundur fjallar meira um ofsjónir og aðrar ofskynjanir í svari ...
Getur B17-vítamín komið í veg fyrir og læknað krabbamein?
Í gegnum tíðina hafa komið fram ýmsar óhefðbundnar aðferðir sem ætlað hefur verið að lækna krabbamein, gjarnan inntaka á einhverjum náttúrulyfjum. B17-vítamín er eitt þeirra efna sem reynt hefur verið í þessu skyni. Raunar telja sumir þetta ekki réttnefni þar sem efnið tilheyri ekki vítamínum samkvæmt þeirri skil...