Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1933 svör fundust
Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi? - Myndband
Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við h...
Hvort heitir vogur Elliðaáa Elliðavogur eða Elliðaárvogur?
Vogurinn heitir Elliðaárvogur að réttu lagi. Í Landnámabók er nefndur Elliðaárós fyrir neðan heiði (það er Mosfellsheiði) (Íslenzk fornrit I, bls. 384). Í sóknarlýsingu frá 1855 eftir sr. Stefán Þorvaldsson er ýmist nefndur Elliðaárvogur eða Elliðaárvogar (Gullbringu- og Kjósarsýsla. Sýslu- og sóknalýsingar. Rvk....
Hver er upprunaleg merking orðsins kvíar, færa út kvíarnar og sóttkví?
Kvenkynsorðið kví merkir ‘rétt til að mjólka kvíaær’. Kvíin var ýmist hlaðin úr grjóti eða gerð úr trégrindum og var þá færanleg (færikvíar). Þangað eiga rætur að rekja orðasamböndin færa út kvíarnar í yfirfærðri merkingu ‘stækka við sig’ og færa saman kvíarnar ‘minnka við sig’. Orðið þekkist þegar í fornu máli (J...
Er rétt að loðfílar hafi verið erfðafræðilega úrkynjaðir og var útdauði þeirra óhjákvæmilegur?
Loðfílar (Mammuthus primigenius) eru eitt frægasta dæmið um útdauða tegund. Þeir eru skyldir afríkufílnum (Loxodonta africana africana) og áttu tegundirnar sameiginlegan forföður fyrir um 6,2–17,4 milljón árum*. Vísindamenn hafa náð heillegu erfðaefni úr loðfílshræjum sem varðveist hafa í sífreranum. Með nútímatæk...
Hvað getur þú sagt mér um Neptúnus?
Neptúnus er áttunda og ysta reikistjarnan frá sól og sú fjórða stærsta. Neptúnus er örlítið minni að þvermáli en Úranus en ögn massameiri. Þessar tvær reikistjörnur eiga margt sameiginlegt og eru oft flokkaðar sem vatnsrisarnir í sólkerfinu, á meðan Júpíter og Satúrnus eru hinir eiginlegu gasrisar. Þessu ræður fim...
Hverjar eru nýjustu hugmyndir um aldur landnámslagsins og Eldgjárhrauna?
Í stuttu máli myndaðist landnámslagið um 877 og Eldgjárhraun um 939 e.Kr. Í framhaldinu er saga þessara aldursgreininga rakin stuttlega. Landnámslagið Þegar fornleifafræðingar voru að grafa upp rústir á Stöng og víðar í Þjórsárdal árið 1939 var Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi falið að freista þess að ákvarð...
Hver er elsta ljósmynd af íslensku landslagi sem varðveist hefur?
Frakkar og Englendingar voru leiðandi í ljósmyndun á frumskeiði hennar um miðja 19. öld og það þarf því ekki að koma á óvart að þeir urðu fyrstir til að taka landslagsmyndir á Íslandi. Fáeinar þessara mynda hafa varðveist en aðrar þekkjum við aðeins af frásögnum í dagbókum, ferðabókum eða öðrum rituðum heimildum.[...
Hver var Thomas Malthus og fyrir hvað er hann helst þekktur?
Thomas Robert Malthus var hagfræðingur og prestur. Hann fæddist í febrúar 1766 á sveitasetri föður síns í Surrey á Englandi og dó í desember 1834 í Bath á Englandi. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, David Ricardo og John Stuart Mill (1806-1873).1 Daniel Malthus (1...
Af hverju er orkugjafinn "Ripped fuel" á bannlista á Íslandi en seldur út úr matvöruverslunum í USA?
Ripped fuel er efni ("fæðubótarefni") sem er meðal annars notað til að auka brennslu. Það inniheldur ýmis örvandi efni svo sem guarana og koffein, sem geta valdið óþægindum og eitrunareinkennum ef þeirra er neytt í of stórum skömmtum. Koffeininnihald í Ripped fuel er hærra en leyfilegt er hér á landi. Sumar tegun...
Hvað er Plútó þungur?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvaðan er orðið eykt komið? Hver er upprunaleg merking þess?
Hér er jafnframt svarað spurningu Björgvins Ármannssonar Hver er uppruni orðsins eykt? Hver er skyldleiki þess við önnur orð í íslensku eða öðrum málum? Orðið eykt er notað annars vegar um þrjár klukkustundir og hins vegar um tímann frá 3.30–4.30. Það finnst einnig í öðrum Norðurlandamálum, til dæmis nýnorsku ø...
Hvað eru neglur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Úr hverju eru neglurnar?Af hverju vaxa neglur?Eru neglur bein eða dauðar frumur?Til hvers erum við með neglur? Aðrir spyrjendur eru: Helga Svana Ólafsdóttir, Eva Árnadóttir (f. 1985), Védís Mist Agnadóttir (f. 1998), Sigurður Einarsson (f. 1990) og Brynja Bergsveinsdóttir. ...
Hvað eru beinin stór í húsflugum?
Hvorki húsflugur (Musca domestica) né önnur liðdýr (Arthropoda) hafa bein. Stoðgrind flugna er kölluð ytri stoðgrind (e. exoskeleton) en stoðgrind hryggdýra (Vertebrata) nefnist innri stoðgrind (e. endoskeleton) og samanstendur hún af beinum eða brjóski. Húsfluga (Musca domestica) gæðir sér á kleinuhring. Stoðgr...
Af hverju drekkum við mjólk úr kúm en ekki hestum?
Aðalástæðan fyrir þvi að við notum kúamjólk frekar til manneldis en mjólk annarra spendýra eða jórturdýra, er líklega sú að nyt kúa er mun meiri en annarra dýrategunda. Það er einfaldlega hagkvæmara að mjólka kýr en hryssur, því kýrnar mjólka meira. Annars er mjólk annarra jórturdýra einnig notuð í einhverjum ...
Hvaða atvik í Bandaríkjunum 1964 átti að tengjast geimverum?
Með því að leita í leitarvélum eftir efnisorðunum 1964 UFO er í fljótu bragði hægt að finna ýmsar frásagnir af geimverum og fljúgandi furðuhlutum frá árinu 1964. Í svonefndri UFO Casebook eru fjölmargar stuttar atvikasögur sem lesendur geta skemmt sér við að lesa. Um þessar sagnir gildir það sama og sögur af draug...