Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju vaxa neglur og hár?

Bæði neglur og hár vaxa við það að frumur bætast við naglrótina eða hárrótina og ýta þannig eldri frumum smám saman fram. Um vöxt nagla er fjallað í svari við spurningunni Hvað eru neglur? Þar segir meðal annars: Neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er hæsta talan sem er til?

Tölurnar eru óendanlega margar þannig að ekki er til nein hæsta tala. Ef við komum með ofsalega háa tölu þá er alltaf hægt að bæta einum við þá tölu eða margfalda þá tölu með 10 eða margfalda hana með sjálfri sér og þá erum við komin með miklu hærri tölu. Hitt er annað mál að stærsta talan sem hefur sérstakt na...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er fólk minna núna en í gamla daga?

Fólk er að meðaltali hærra í dag en það var fyrr á öldum en ekki minna, eins og spyrjandi telur. Það ræðst mikið til af því að í dag býr fólk almennt við mun betri aðstæður en áður fyrr, það fær betri næringu og heilsufar er betra. Raunar er meðalhæð stundum notuð sem mælikvarði á hversu góð lífsskilyrði þjóða eru...

category-iconNæringarfræði

Sumir segja að þeir gætu étið heilan hest, er það hægt?

Í mælskufræði er gríska hugtakið hyperbole, sem á íslensku kallast ýkjur eða ofhvörf, notað yfir það þegar menn beita öfgafullu eða ýktu orðalagi til að leggja áherslu á orð sín eða láta í ljós sterkar tilfinningar. Þegar einhver segist 'geta étið heilan hest' ber ekki að skilja það bókstaflega. Sá hinn sami er...

category-iconTölvunarfræði

Eru lífrænar tölvur draumur eða veruleiki?

Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skiljum hugtakið tölva. Ef tölva er fyrirbæri sem tekur inn upplýsingar, vinnur úr þeim og bregst við þeim á einhvern hátt þá má líta á allar lífverur og jafnvel stakar frumur sem lífrænar tölvur. Vísindamenn hafa tengt hefðbundnar tölvur við skynfæri og heil...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig uppgötvuðust svarthol?

Seint á 18. öld kom mönnum til hugar að fyrirbæri sem við nefnum í dag svarthol, væru hugsanlega til. Enski jarðfræðingurinn John Michell (1724-1793) og franski stjörnufræðingurinn Pierre-Simon Laplace (1749-1827) voru fyrstir til að fjalla um hluti sem væru svo massamiklir að ekkert slyppi úr þyngdarsviði þeirra....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er snjórinn hvítur?

Þegar hvítt ljós, eins og sólarljósið, fellur á hlut drekkur hann í sig hluta ljóssins en endurkastar hinu og það er endurkastið sem ræður lit hlutarins. Til dæmis er grasið grænt vegna þess að það endurkastar græna hluta ljóssins en drekkur aðra hluta þess í sig. Snjórinn drekkur ekki í sig ljósið heldur endu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð klukkan til?

Einfaldasta gerðin af klukku varð til þegar menn ráku lóðrétt prik í jörðina og gátu þá fylgst með því hvernig skugginn af því breyttist yfir daginn. "Klukkur" af þessu tagi kallast sólsprotar. Í fornöld notuðu menn einnig vatnsklukku og stundaglas til að mæla tímann. Hægt er að lesa um þessi áhöld í svari Þors...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt að eitthvað kosti kúk og kanil? Hvaðan kemur orðasambandið og hvað merkir það?

Orðasambandið að eitthvað kosti kúk og kanil virðist ekki gamalt í málinu. Það hefur ekki komist inn í orðabækur eða orðtakasöfn en virðist mjög algengt á Netinu. Ekki er það heldur að finna í Slangurorðabókinni á Netinu. Merkingin er ‛lítið sem ekki neitt’. Ef eitthvað kostar kúk og kanil er það hræódýrt. A...

category-iconJarðvísindi

Hvaðan kemur hraunið sem liggur yfir Hafnarfirði og að hluta til Garðabæ, og kom það allt úr sama gosi?

Fyrir um 8000 árum varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell fyrir sunnan Hafnarfjörð og þaðan runnu í því gosi hraunin sem sýnd eru á meðfylgjandi korti. Í heild sinni nefnast þau Búrfellshraun, en eins og sést á kortinu bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahra...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta járnsmiðir?

Járnsmiður (Nebria rufescens) er liðdýr af ættinni Carabidae. Þeir eru yfirleitt um 9-12 mm að lengd, með fálmara og 6 langa fætur sem gera þeim kleift að spretta úr spori en þeir hafa fremur veikburða vængi. Járnsmiðir eru nokkuð loðnir en þeir lifa í rökum jarðvegi við lítt gróna tjarnarbakka og bakka straumvatn...

category-iconOrkumál

Hvar á jörðinni er vind- og sólarorka mest nýtt?

Vind- og sólarorka er aðeins lítið brot af heildar-frumorkuframleiðslu á heimsvísu, innan við 0,5%, á meðan yfir 80% eru jarðefnaeldsneyti (tölur fyrir árið 2010). Mesta uppsetta afl vindorku er í Kína (64 GW), en þar á eftir koma Bandaríkin (47 GW), Þýskaland (29 GW) og Spánn (22 GW), miðað við tölur árið 2011...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég var að velta fyrir mér kynjuðum starfsheitum og titlum. Ef kona væri forseti, hvað væri eiginmaður hennar kallaður?

Ekkert sérstakt orð er til yfir maka forseta eða annarra embættismanna ef þeir eru karlkyns. Um konur má skeyta orðinu –frú aftan við titilinn, forsetafrú, ráðherrafrú, sendiherrafrú og svo framvegis. Frú Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980-1996. Ekki er á sama hátt hægt að setja –herra aftan ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað merkir orðið Evrópa?

Evrópa er grískt orð sem merkir breiða ásjónu eða andlit en hugtakið á rætur í grískri orðræðu á fornöld. Elsta dæmið um notkun þess sem sérnafns mun vera á læk sem var við véfréttina í Dodona í Epírus, en finna má örnefni skyld því víða á meginlandi Grikklands.1 Ætla má að upphaflega hafi Evrópa verið gyðja í trú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum?

Orðasambandið að ganga á eftir einhverjum með grasið í skónum merkir ‛að sárbæna einhvern um að gera eitthvað, reyna að fá einhvern til að gera eitthvað’. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er úr orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld (AM 433 fol.): ganga með grasið í skónum eftir ei...

Fleiri niðurstöður