Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2488 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru til margar apategundir?

Gert er ráð fyrir að spyrjandi sé að fiska eftir því hversu margar tegundir prímata (Primata) séu þekktar í heiminum en enska hugtakið „primate“ er safnheiti yfir hugtökin „apes“ (apar), „monkeys“ (apar/apakettir) og „lemurs“ (lemúrar). Alls eru þekktar 412 tegundir í þessum ættbálki spendýra. Aðeins ættbálkar leð...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er snertiskyn?

Snertiskyn telst til húðskyns eins og varmaskyn (hitaskyn og kuldaskyn). Snertiskynið er elsta, frumstæðasta og þaulsetnasta skyn okkar. Það er fyrsta skynið sem við upplifum í móðurkviði og það síðasta sem við missum áður en við deyjum. Snerting er skynjuð þegar snertinemar í húðinni eða vefjum beint undir hen...

category-iconVísindavefur

Fyrir hverju barðist Nelson Mandela?

Barist gegn kynþáttaaðskilnaði Nelson Rolihlahla Mandela fæddist 18. júlí árið 1918 í þorpi nálægt Umtata í Suður-Afríku. Hann lagði stund á nám í lögfræði við háskólann í Witwatersrand og árið 1952 opnaði hann lögmannstofu ásamt Oliver Tambo, sem seinna varð forseti Afríska þjóðarþingsins (e. African Natio...

category-iconFornleifafræði

Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra?

Í hugum margra er víkingaaldarkonan komin yfir miðjan aldur, skörungslynd en valdamikil. Hún ræður oft örlögum eiginmanns síns með eftirtektarverðum ákvörðunum. Þannig hafa einhverjar þeirra eflaust verið en rannsakendur gefa sífellt meiri gaum þeirri breidd sem manneskjan býr yfir miðað við aldur, kyn, kynhneigð ...

category-iconFornleifafræði

Hver er elsta rúnarista sem hefur fundist á Íslandi?

Elst er án efa spýtubrot úr ýviði, sem fannst í byrjun árs 2010 við fornleifarannsóknir á Alþingisreitnum, í viðarsýnum úr IV. og elsta fasanum, sem er frá tímabilinu 871–1226 á svæði C. Spýtan fannst neðarlega í mýrarefju þar sem mikið var af náttúrulegum og unnum viði. Undir þessum sýnum í mýrarefjunni voru ekki...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var faðir og móðir rokksins og hvenær komu þau fyrst fram?

Orðið rokk vísar til þeirrar tónlistarstefnu sem spratt upp í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og gengur oft undir nafninu „rokk og ról“. Rokk og ról spratt upp sem blanda af ýmsum „svörtum“ tónlistarstílum (jass, blús, gospel og sálartónlist) sem og amerískri kántrítónlist. Núorðið hefur orði...

category-iconJarðvísindi

Af hverju myndaðist svona mikil aska í Eyjafjallagosinu 2010?

Ofsagt er að sérlega mikil aska (gjóska) hafi myndast í Eyjafjallagosinu 2010 miðað við það sem gerist við gos undir jökli – um 80% af þyngd gosefna var gjóska, 20% hraun og vatnsborin mylsna.1 Hins vegar var askan sérlega fíngerð, með stórt hlutfall örsmárra korna — fimmtungur (20%) af þunga fíngerðu öskunnar vor...

category-iconEfnafræði

Hvað eru ein-, tví- og þríglýseríð?

Glýseríð er efnasamband í flokki lípíða og er samsett úr glýseróli og fitusýrum. Glýseríð gegnir mikilvægu hlutverki bæði í lífverum og í matvæla- og efnaiðnaði. Glýseról er keðja af þremur kolefnisatómum með þremur hýdroxíðhópum (OH) (sjá mynd 1). Glýseról getur tengst einni, tveimur eða þremur fitusýrum og my...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær byrjaði fólk að keppa í sundi?

Ýmsar heimildir frá fyrri tíð sýna að menn hafa kunnað að synda frá örófi alda þótt kunnáttan hafi vitanlega verið misútbreidd meðal almennings. Menn hafa sjálfsagt reynt með sér í sundi fyrr á tímum en lítið er um aðgengilegar heimildir um slíkt. Sund varð eiginleg keppnisíþrótt í Bretlandi snemma á 19. öld. Árið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar hákarl er bláháfur og er hann hættulegur mönnum?

Bláháfurinn (Prionace glauca) er stór uppsjávarhákarl en getur þó leitað niður á allt að 350 metra dýpi, til dæmis í fæðuleit. Vaxtarlag hans er skýr aðlögun að ránlífi í uppsjónum, hann er grannvaxinn með langa og oddmjóa eyrugga, stóreygður og trýnið oddmjótt. Bláháfur er meðal hraðskreiðustu fiska og hafa vísin...

category-iconÍþróttafræði

Af hverju er hlaupið rangsælis á hlaupabrautum?

Einfalda svarið við þeirri spurningu er að reglur Alþjóðafrjálsíþrótta-sambandsins kveða á um að svo eigi að gera. Áður en sú regla var sett voru hlaup ýmist hlaupin rangsælis eða réttsælis. Regla 163.1 segir að í göngu og hlaupum þar sem að minnsta kosti er beygt einu sinni skuli vinstri höndin vera innar. Hins v...

category-iconTölvunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Atli Benediktsson rannsakað?

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, hefur helgað sig rannsóknum í fjarkönnun, mynsturgreiningu (e. pattern recognition), vélrænu námi (e. machine learning), stafrænni myndvinnslu, gagnabræðslu (e. data fusion) og lífverkfræði. Rannsóknir Jóns Atla hafa einku...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rannsóknir hefur Arnfríður Guðmundsdóttir stundað?

Arnfríður Guðmundsdóttir er prófessor í samstæðilegri guðfræði með áherslu á kvennaguðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir Arnfríðar hafa verið á sviði femíniskrar guðfræði, með áherslu á lútherska guðfræði, Kristsfræði, guðfræðileg stef í kvikmyndum og umhverfisguðfræði. Þá hef...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig vita frumur líkamans hvort það er dagur eða nótt?

Augu okkar skynja dagsbirtu með sérstökum skynfrumum. Þessar frumur eru með litarefni sem brotnar niður við tiltekna orku ljóseinda í sýnilega ljósinu (400-700 nm) og við það fara af stað taugaboð. Stafir og keilur eru skynnemarnir sem koma að venjulegri sjónskynjun okkar. Frá þeim fara boð um ljós til heilabarkar...

category-iconLífvísindi: almennt

Gegna veirur hlutverki í mannslíkamanum?

Óhætt er að fullyrða að veirur gegni hlutverki í mannslíkamanum þrátt fyrir að þekking á því sé enn afar takmörkuð. Fyrst ber að nefna að veirur hafa mikil áhrif í þróun lífsins og flutningi gena á milli lífvera og að stór hluti erfðamengis mannsins virðist kominn frá veirum. Ef einblínt er á veirur sem finnast...

Fleiri niðurstöður