Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2533 svör fundust
Hvernig verða klumpahraun til?
Klumpahraun (e. rubbly pahoehoe lava) eru mjög algeng hrauntegund á Íslandi og öðrum flæðibasaltsvæðum.[1] Þau myndast þegar efri skorpa helluhrauna brotnar upp og myndar yfirborðsbreksíu[2] við skyndilega aukinn straumþunga hraunsins eða þegar það flæðir upp að fyrirstöðu sem aftrar framrás þess um tíma. Athug...
Hver var Ole Rømer og hvert var framlag hans til vísindanna?
Haustið 1676 skráði danski stjörnufræðingurinn Ole Rømer nafn sitt á spjöld sögunnar, þegar hann sýndi fram á það fyrstur manna, að ljósið hreyfist með endanlegum hraða. Niðurstaðan byggðist á myrkvaathugunum, það er að segja mælingum á því hvenær Jó, eitt af tunglum Júpíters, hvarf í skugga móðurstjörnunnar og hv...
Hver var Tacitus og hvað gerði hann merkilegt?
Publius Cornelius Tacitus er gjarnan talinn mestur rómverskra sagnaritara. Um ævi hans er ýmislegt vitað en þó afar lítið með vissu og meira að segja leikur vafi á hvort hann hét Publius eða Gaius. Hann fæddist um árið 55 að öllum líkindum í Gallíu en hlaut menntun sína í Róm. Sitthvað er vitað um stjórnmálaferil ...
Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein?
Leonardó da Vinci: La Gioconda (Móna Lísa), máluð 1503-1506. Hæð 77 cm; Lengd 53 cm. Heimild: Wikimedia Commons. Leonardó da Vinci (1452-1519) málaði Mónu Lísu eða La Gioconda, eins og verkið er kallað víðast utan hins enskumælandi heims, í Flórens rétt upp úr aldamótunum 1500, og hann málaði hana aðeins einu s...
Skýrir snúningur jarðar það að aðdráttarafl jarðar er eða virðist minna við miðbaug þar sem miðflóttaaflið er mest?
Þyngdarkraftur frá jörð, til dæmis á pendúl, mælist yfirleitt minni við miðbaug en annars staðar á jörðinni. Til þess liggja tvær ástæður og áhrif þeirra leggjast saman. -- Önnur er sú að miðbaugur er lengra frá jarðarmiðju en aðrir staðir á yfirborði jarðar og þyngdarkrafturinn minnkar með vaxandi fjarlægð frá m...
Hvernig leysist salt (NaCl) upp í vatni?
Matarsalt Í matarsalti (NaCl) eru annars vegar jákvætt hlaðnar natrínjónir (Na+) og hins vegar neikvætt hlaðnar klórjónir (Cl-). Sterkir aðdráttarkraftar ríkja milli andstætt hlaðinna jóna og valda því meðal annars að þær raða sér á reglubundinn hátt og mynda kristall. Jákvætt hlöðnu jónirnar eru ætíð umkringda...
Hvenær var byrjað að baka rúgbrauð á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hæ. Hvenær var byrjað að baka rúgbrauð á Íslandi? Ég er að byrja með íslenskt sveitabakarí Noregi. Rúgbrauðsuppskrift eftir Lóu langömmu frá Sjöundaá á Rauðasandi. Hennar uppskrift er ca. 150 ára gömul höldum við. Ég er á facebook. Íslensk Gårdsbakeri Gudny fra Bonhaug. Vona að...
Hvað er eitlasótt? Hvernig fær maður hana?
Eitlasótt, sem einnig hefur verið nefnd á íslensku einkirningasótt, heitir á latínu mononucleosis infectiosa. Sjúkdómnum veldur svokölluð Epstein-Barr-veira. Á Vesturlöndum kemur sjúkdómurinn helst fyrir hjá ungmennum og eru megineinkenni hiti, hálsbólga og eitlastækkanir, en stækkaðir eitlar finnast sem hnútar, g...
Hver fann upp rennilásinn og hvernig verkar hann?
Árið 1891 fann Whitcomp L. Judson upp fyrstu gerðina af rennilás og var hann kallaður Clasp locker. En árið 1913 fann Gideon Sundback hins vegar upp rennilásinn eins og við þekkjum hann og fékk á honum einkaleyfi 1917. Hann var kallaður separable fastener. Seinna ákvað fyrirtækið Goodrich Co. að prófa rennilásinn...
Hvað þýðir orðið "halelúja"?
Í Íslensku orðsifjabókinni kemur fram að hal(l)elúja er hvorugkynsorð. Halelúja er sagt vera upphrópun og fagnaðarsöngur eða fagnaðarákall í kirkjumáli. Halelúja er tökuorð í íslensku sem er ættað úr hebresku. Orðið þýðir lofaður sé Drottinn og hebreski rithátturinn er hallelu Jah (Jah er stytting fyrir Jahve)...
Hver eru 10 stærstu dýr heims?
Þegar litið er á lista yfir tíu stærstu núlifandi dýr jarðar einskorðast hann við hvali. Listinn er sem hér segir: Nr.HeitiÞyngd1.Steypireyður (Balaenoptera musculus)130-150 tonn2.Norður-Kyrrahafssléttbakur (E. japanica)80-100 tonn3.Langreyður (Balaenoptera physalus)um 70 tonn4.Hnúfubakur (Megaptera novae...
Hvað er gyðja?
Gyðja er kvenguð, kvenkennd æðri vera sem yfirleitt er fögur og tignaleg. Gyðjur eru til í mörgum trúarbrögðum, sérstaklega fjölgyðistrúarbrögðum eins og norrænni, rómverskri, grískri og egypskri goðafræði. Helstu gyðjur í norrænni goðafræði eru Frigg (gyðja fjölskyldu og heimilis), Nanna (gyðja hafsins), Frey...
Hvað stóð í saltara?
Orðið saltari er haft um bók með Davíðssálmum eða sálmabók, yfirleitt með nótum. Samkvæmt Íslenskri Orðsifjabók er saltari tökuorð úr fornensku, saltere sem er komið úr latína og þaðan úr grísku en þar er það tengt orðinu psállein sem merkir 'leika strengleik' og var upphaflega notað um strengjahljóðfæri sem lí...
Hvernig æxlast kolkrabbar?
Æxlun kolkrabba (Octopoda) fer þannig fram að karldýrið notar einn af sínum átta örmum til þess að koma sæði í kvendýrið. Armurinn sem notaður er í þessum tilgangi nefnist hectocotylus og er ummyndaður þannig að hann getur flutt sáðsekkina inn í möttulhol kvendýrsins þar sem æxlun fer fram. Kvendýrið getur hal...
Hver er uppruni orðsins mannbroddar og hvaðan kemur það?
Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:957) eru mannbroddar ‘broddajárn (oft með fjórum broddum) fest neðan á skó til að ganga á þegar hált er’. Orðið broddajárn er ekki fletta í orðabókinni. Elst dæmi um mannbrodda í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Tímariti Máls og menningar frá 1990 en mun eldri dæmi e...