Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju eru eldfjöll á Ítalíu?
Þótt Ítalía sé ekki ýkja stórt land er þar að finna nær allar tegundir eldvirkni og eldfjalla sem þekkjast á jörðinni. Íbúum Ítalíu stafar stöðug ógn af þessum eldfjöllum, en á sama tíma njóta þeir góðs af tilvist þeirra þar sem til eldfjallanna má rekja bæði frjósaman jarðveg og mikið streymi ferðamanna. Aðge...
Hvað er melatónín og hver eru áhrif þess á dægursveiflur?
Frá örófi alda hefur verið þekkt að sveiflur setja mark sitt á lífverur, bæði í dýra- og jurtaríki. Lengd sveiflanna er breytileg. Algengastar eru dægursveiflur, til dæmis svefn og vaka, eins eru dægursveiflur í hormónalosun, ensímvirkni og fleira. Aðrar eru lengri, til dæmis árstíðabundnar breytingar á æxlunarfær...
Hvað geturðu sagt mér um Émile Durkheim?
Líkt og allar aðrar fræðigreinar er félagsfræðin lifandi vettvangur kenninga og rannsókna þar sem nýjar hugmyndir og nýjar niðurstöður leysa gamlar af hólmi. Sjálft viðfangsefni félagsfræðinnar er þjóðfélagið, sem við lifum í. Þar sem það ólgar af sífelldum breytingum er óumflýjanlegt að fræðigreinin, sem er helgu...
Hver var Avogadro og hvert var hans framlag til vísindanna?
Avogadro var ítalskur raunvísindamaður sem átti mikinn þátt í að þróa hugmyndir manna um frumeindir og sameindir á 19. öld. Eftir hann liggur meðal annars lögmál Avogadros og tala Avogadros (e. Avogadro’s number eða Avogadro’s constant, um það bil 6,022×1023), sem tilgreinir fjölda einda í einu móli, er kennd við ...
Eru sjávarskrímsli til?
Allt frá fyrstu tíð virðist mannskepnan hafa óttast hið óþekkta og fyllt upp í eyður þekkingar sinnar með ímyndunaraflinu. Stærstu ósvöruðu spurningar nútímans leynast í óravíddum geimsins og alheimsins og fjöldamörg dæmi úr vísindaskáldsögum bera ímyndunarafli okkar fagurt vitni. Fyrr á öldum var himinninn meira ...
Gat fólk skilið í gamla daga?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefði ekki verið hægt fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá að fara fram á skilnað við maka sína í stað þess að myrða þá? Svo að byrjað sé á byrjuninni eru ótraustar og mótsagnakenndar heimildir um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í Brennu-Njáls sögu segir frá Þráni Sig...
Hvað heita nýjustu frumefnin í lotukerfinu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað heita sex nýjustu frumefnin í lotukerfinu, bæði á íslensku og ensku (113, 114, 115, 116, 117 og 118)? Í dag eru frumefnin í lotukerfinu 118 talsins. Af þeim hafa frumefni með sætistölurnar 1-94 öll fundist í náttúrunni en í mismiklu magni. Frumefni 95-118 hafa hins...
Geta kollagen og elastínþræðir í snyrtivörum haft áhrif á hrukkumyndun?
Kollagen og elastín eru byggingarprótín og meðal þeirra allra mikilvægustu í bandvefjum mannslíkamans, þar með talið í húðinni. Bandvefir tengja saman hina ýmsu vefi og líffæri líkamans og halda þannig skipulagi innan líkamans. Kollagen er langalgengasta prótínið í rýmum utan frumna í bandvefjum og er því af...
Hvaðan koma Strúta-örnefni á Íslandi?
Um strútfugla fer litlum sögum á Íslandi. Í fornu norrænu máli var þó til fuglsnafnið strúss (eða strúz) og mun vera tökuorð úr miðlágþýsku, samanber: "er þvílíkast sem fjaðrhamr væri fleginn ... af þeim fugl, er struz heitir" (Þiðriks saga af Bern). Þetta er sama mynd og enn tíðkast í dönsku, struds. Seinna kom o...
Hvort er erfiðara að gera krossgátur á íslensku en ensku?
Tveir þættir virðast aðallega hafa áhrif á hversu erfitt er að búa til krossgátu á tilteknu máli, annars vegar hversu mörg orð eru fyrir hendi í málinu til að setja í gátuna og hins vegar hversu auðvelt er að giska á orð út frá nokkrum stöfum og raða þeim saman í gátu. Fyrri þátturinn er reyndar ekki jafn takmarka...
Hvaða aðferðir þekktust fyrr á öldum til að koma í veg fyrir þungun?
Löngu áður en núverandi hormónagetnaðarvarnir komu til sögunnar reyndi fólk að koma í veg fyrir barneign með ýmsu móti. Notaðar voru rofnar samfarir og ýmsar útgáfur af sæðisdrepandi efnum sem komið var fyrir í leggöngum konunnar. Einnig voru smokkar, hettur, lykkjur og ýmislegt fleira notað til getnaðarvarna. ...
Hver var Þales frá Míletos?
Þales frá Míletos var grískur heimspekingur, fæddur um 625 f.Kr. Aristóteles taldi hann hafa verið fyrsta heimspekinginn. Þales var einnig einn af vitringunum sjö, sem Grikkir eignuðu margvíslega speki. Honum var til dæmis eignað spakmælið „Þekktu sjálfan þig!“ sem var ritað á hof véfréttarinnar í Delfí. Þó var lí...
Eru Lakagígar enn virkir og gætu önnur móðuharðindi dunið yfir okkur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru Lakagígar enn virkir og hvenær geta þeir gosið næst? Eru einhverjar líkur á að móðuharðindin endurtaki sig? Til að svara því hvort Lakagígar séu enn virkir er gott að átta sig á einum þætti í eðli íslenskra eldstöðva. Á gosbeltunum á Íslandi liggja með nokkuð jöfnu mill...
Eru sítrónur eins mikið töfralyf og margir halda fram á veraldarvefnum?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Eru sítrónur og aðrir sítrusávextir eins mikið töfralyf og margir halda fram á veraldarvefnum? Til dæmis hér: 20 Reasons you should Drink Lemon Water in the Morning Sítrónur og aðrir sítrusávextir innihalda ýmis næringarefni, til dæmis A-, E- og C-vítamín, fólasín, j...
Hver er munurinn á kenningu og lögmáli?
Orðin „kenning“ og „lögmál“ eru notuð með ýmsum hætti í daglegu máli. Ef við takmörkum okkur hins vegar við það hvernig hugtökin eru notuð innan vísinda má greina mikilvægan mun á kenningum og lögmálum. Fyrir það fyrsta er kenning almennara hugtak en lögmál í þeim skilningi að þótt ekki séu allar kenningar lögmál ...