Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2011 svör fundust
Í hvers konar skóm voru landnámsmenn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég undirrituð er að vinna grein um fótabúnað fólks frá upphafi frá því að fólk fór að hlífa fótum sínum með einhverjum vafningum eða öðru. Vitað er að líkamsleifar Ötzi voru með einskonar skó fóðraðar með grasi. Er eitthvað til um þróun fótabúnaðar frameftir öldum? Hverni...
Hvernig leit Reykjavík út árið 1918?
Upprunalega spurningin var: Hvers konar borg var Reykjavík árið 1918, hvernig var umhorfs í borginni þá? Árið 1918 var Reykjavík bær með nálægt 15.000 íbúum. Fátt í bæjarmynd og skipulagi bar þess vott að þar væri höfuðborg fullvalda ríkisins. Með tilkomu heimastjórnar árið 1904 fóru ýmsir að velta fyrir s...
Hvað er vitað um eldgos í Heklu fyrir landnám?
Fyrir rúmlega 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum nú. Um elsta þekkta gosið er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvenær gaus Hekla fyrst? Gossaga næstu 4000 ár einkenndist af stórum plinískum þeytigosum með löngu millibili. Aðeins er vitað um átta gjóskulög á því tímabili, en líklega eru ...
Hvað eru stóru brandajól?
Talað er um brandajól þegar jól falla þannig á vikudaga að margir helgi- og frídagar lenda í röð. Nákvæm skilgreining á stóru og litlu brandajólum hefur lengi verið á reiki og var það þegar á 18. öld. Elsta heimild sem til er um brandajól er rituð af Árna Magnússyni um 1700: Brandajól kalla gamlir menn á Íslandi ...
Hver bjó til skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík?
Myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen (1770-1844) gerði skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Thorvaldsen var sonur íslensks myndhöggvara, Gottskálks Thorvaldsen, og átti danska móður, Karen Dagnes. Því stendur slagurinn milli Íslendinga og Dana hvorum hann tilheyrir. Líklegt er að Thorvaldsen hafi sjálfur talið ...
Hverjar voru gjaldeyristekjur Íslendinga af erlendum ferðamönnum árið 2001 og hvernig skiptust þær?
Á vef Hagstofu Íslands má sjá að áætlað er að árið 2001 hafi ferða- og dvalarkostnaður útlendinga á Íslandi verið um 22,9 milljarðar króna. Þá er áætlað að tekjur íslenskra flugfélaga af erlendum ferðamönnum það ár hafi verið 14,8 milljarðar króna. Samtals gerir þetta um 37,7 milljarða króna. Það voru ríflega 12%...
Hver var Mínotáros í grískri goðafræði?
Í grískri goðafræði var Mínos konungur á eynni Krít. Þegar Mínos og bræður hans Hradamanþys og Sarpedon vildu fá úr því skorið hver þeirra skyldi verða konungur Krítar bað Mínos guðinn Póseidon um að senda sér naut til fórnar. Póseidon sendi honum naut úr sjónum en Mínos fékk sig ekki til að fórna því. Gerði þá Pó...
Hver er uppruni nafnanna Mekkinó og Mekkín og hvenær komu þau inn í íslenskt mál?
Karlmannsnafnið Mekkinó er myndað af kvenmannsnafninu Mekkín. Fyrsti karlmaðurinn sem bar nafnið fæddist árið 1900. Mekkinó er sjaldgæft nafn og samkvæmt gagnagrunninum Íslendingabók hafa sjö karlmenn borið nafnið, þar af þrír sem seinna nafn af tveimur. Mekkín á sér lengri sögu og virðist fyrst notað á 17. öld...
Hver var fyrsta heimasíðan og hvar er hægt að finna hana?
Internetið var fundið upp árið 1969 af varnarmálaráðuneytinu í Bandaríkjunum. Fyrsta heimasíðan leit hins vegar dagsins ljós árið 1991. Það var tölvunarfræðingurinn Tim Berners-Lee sem bjó til fyrstu vefsíðuna í Evrópsku rannsóknarstöðinni í öreindafræði, CERN í Sviss. Hann var þá yfirmaður verkefnisins ENQUIRE. S...
Eru til orð í íslensku yfir mann frænku minnar eða konu frænda míns?
Mér er ekki kunnugt um orð sem notað er um eiginkonu frænda eða eiginmann frænku einhvers. Mágur, mágkona, svili og svilkona eru nær í skyldleikaröðinni. Mágur er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:971) ‘karlmaður þannig tengdur þeim sem talar eða rætt er um (karli eða konu) að hann er bróðir maka hans (hennar) ...
Er rétt að segja Kúbverjar í stað Kúbanir eins og áður var gert?
Lítið hefur verið skrifað um myndun þjóðaheita og reglur sem um hana gilda. Þó er hægt að benda á tvennt: Í blaðið Tungutak, sem var um skeið húsblað Ríkisútvarpsins og vettvangur umræðna um málfar, skrifaði Árni Böðvarsson, þáverandi málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, í desember 1987:Til þessa hefur ekki þótt ...
Er Gnitaheiði til?
Margir vilja sjálfsagt flokka þetta nafn með staðanöfnum goðsagna eins og Valhöll eða Ásgarði og gera ráð fyrir að staður þessi hafi aldrei verið til nema í sögnum og kvæðum. Gnitaheiði á að vísu að vera í mannheimum, enda Sigurður maður, en þar er einkum aðsetur drekans Fáfnis. Meðan kvæði um Sigurð Fáfnisbana vo...
Hvað þýðir orðið penta í grísku?
Því er fljótsvarað: penta, eða pente, þýðir "fimm"! Þetta er eitt af töluorðunum í forngrísku, en frumtölurnar og raðtölurnar upp að tíu eru sem hér segir: FRUMTÖLURRAÐTÖLURkk./öll kynkvk.hk.1eismiaenprótos2duodeuteros3treistreistriatritos4tessarestessarestessaratetartos5pentepemptos6hexhektos7heptahebdomos8okt...
Hvort segir maður, „ég er að spá í því“ eða „ég er að spá í það“?
Í Íslenskri orðabók segir að hið „óformlega“ orðalag „að spá í“ geti bæði tekið með sér þolfall og þágufall og þar er ekki gerður greinarmunur á að spá í eitthvað og að spá í einhverju. Þolfallið, „að spá í e-ð“, virðist hljóma eðlilegar þegar um verknað er að ræða, til dæmis „ég er að spá í það að fara í nám í ha...
Hvers vegna bera Svefneyjar á Breiðafirði þetta nafn?
Eggert Ólafsson náttúrufræðingur og skáld, sem var Svefneyingur, segir frá því í einu rita sinna að eyjarnar dragi nafn af því að Hallsteinn Þórólfsson á Hallsteinsnesi, sem nefndur er í Landnámabók (Íslensk fornrit I:164), hafi fundið þræla sína yfirbugaða af svefni og drepið þá fyrir sviksemi þeirra (samanber Gr...