Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2324 svör fundust
Út á hvað gekk „hvíta stríðið“ í Reykjavík?
„Hvíta stríðið“ er nafn sem notað er yfir óeirðir sem áttu sér stað í Reykjavík í nóvember árið 1921 fyrir framan hús jafnaðarmannsins Ólafs Friðrikssonar. Forsaga málsins er að þegar Ólafur kom heim af alþjóðaþingi kommúnista, Komintern, árið 1921 hafði hann með sér 14 ára dreng að nafni Natan Friedman. Drengurin...
Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni?
Það er ekkert litarefni af nokkru tagi í sólinni. Eins og Ari Ólafsson bendir á í svari við spurningunni Af hverju er himinninn blár? sendir sólin frá sér hvítt ljós sem hlutirnir hér á jörðinni, þar með talinn lofthjúpurinn, endurvarpa á mismunandi hátt þannig að við sjáum ólíka liti. Svona útskýrir Ari mismu...
Hvers vegna er hitastig stundum mælt í kelvínum?
Hitastig má mæla á ýmsum kvörðum. Sá sem algengastur er í daglegu tali er Selsíus-kvarðinn, en á honum sýður vatn við 100°C en frostmarkið er 0°C (við 1 atm þrýsting). Alkul (lægsta hitastig sem hægt er að ná, sjá nánar hér) á Selsíus-kvarða er hins vegar við -273°C. Kelvin-kvarðinn er algengasti hitakvarðinn ...
Eru minni líkur á því að börn sem alast upp með dýrum fái ofnæmi?
Rannsóknir hafa sýnt að minnkun ofnæmisvaka í loftinu hefur takmörkuð verjandi áhrif gegn myndun ofnæmis. Það er engin ástæða til að forðast dýr á fyrstu árunum þar sem það gæti jafnvel minnkað líkur á að mynda ofnæmi (Simpson A, Custovic A. Pets and the development of allergic sensitization. Curr Allergy Asthma R...
Hvað fer minkurinn hratt yfir?
Hraði minks hefur verið mældur frá 1,7 km/klst., þegar hann gengur, upp í 9,4 km/klst., þegar hann hleypur, en það er um það bil fimm til sex líkamslengdir minks á sekúndu. Þegar minkur syndir á yfirborði vatns er hraði hans um 1,5 km/klst. en þegar hann eltir bráð undir vatnsyfirborði þá syndir hann oft á upp í 2...
Hvaða súð er átt við þegar íbúð er undir súð?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað merkir orðið „súð“ þegar er talað um að þakíbúð sé undir súð og hvaðan kemur það? Orðið súð merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1519) ‘samfella af sköruðum borðum, þar sem eitt borðið liggur með röndina ofan á öðru, skarsúð … súð í herbergi ‘skáþak, hallandi þak’. Þa...
Hvað er yrki eða botti?
Yrkjar, eða „bots“ eins og þeir eru nefndir á ensku, eru forrit upprunnin úr gervigreindarrannsóknum af margvíslegum toga. Nafnið „bot“ á rætur að rekja til orðsins „robot“ en styttingin hefur í gegnum tíðina öðlast sjálfstæða merkingu. Í daglegu tali um yrkja er yfirleitt átt við einföld forrit sem heyra undir...
Hvað getið þið sagt mér um sæbjúgu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er sæbjúga? Eru sæbjúgu fiskar eða gróður?Hvað eru til margar tegundir af sæbjúgum?Geta sæbjúgu eignast börn? Hvað geta sæbjúgu orðið gömul?Hvaða þjóðir borða helst sæbjúgu? Sæbjúgu (Holothuroidea) eru hvorki gróður né fiskar heldur einn sex ættbálka innan fylkingu skrápdýra ...
Er vit í tilfinningum?
Tilfinningar okkar eru ekki allar af sama bergi brotnar. Svo mjög er þeim ólíkt farið að við gætum freistast til að spyrja hvað tannpína og heimshryggð, stolt og þorsti, gleði og ótti eigi sameiginlegt annað en að falla undir þetta hugtak. Á síðasta aldarfjórðungi hefur skapast sú hefð að skipta tilfinningum (e. f...
Af hverju er ekki lofthjúpur á Merkúríusi?
Þessu ræður tvennt:Merkúríus er sú reikistjarna sem næst er sólinni. Ljósið sem fellur á hverja flatareiningu Merkúríusar er því mun meira en á öðrum reikistjörnum, því að ljósþéttleikinn minnkar í hlutfalli við fjarlægð frá sól í öðru veldi. Ef lofthjúpur væri við Merkúríus væri hann því miklu heitari en við aðra...
Hvar er Páskaeyja?
Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum. Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæ...
Hvað er röst?
Rastir myndast þegar þungir sjávarfallastraumar mæta grynningum. Sjólag verður erfitt eða illfært í röstum einkum þegar vindalda er mikil og á móti straumnum. Hér við land er Reykjanesröstin, Húllið, vel þekkt en hún er milli Eldeyjar og Reykjaness. Á minni skipum getur þurft að sæta sjávarföllum til að kom...
Hvert er stærsta eldfjall í heimi?
Ekki er alveg ljóst hvort spyrjendur hafa hæð eða rúmmál í huga þegar þeir spyrja um stærsta eldfjall í heimi en hér er gengið út frá því að frekar sé átt við hæðina. Tíu hæstu eldfjöll í heimi eru öll í Andesfjallgarðinum í Suður-Ameríku. Andesfjöllin eru dæmi um fellingafjöll sem myndast hafa þar sem hafsbot...
Gæti hækkandi sjávarstaða ógnað byggð á Seltjarnarnesi?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru líkur á því að sjávaryfirborð muni hækka t.d. í kringum Seltjarnarnesið þannig að það ógni byggð? Hafa verið byggðir eða stendur til að byggja flóðgarða til að sporna við slíku þar eða hér á landi? Stutta svarið er að ekki hefur verið nógu mikið gert á höfuðborgarsvæði...
Hvað eyða raftækin miklu rafmagni?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Hvað eyðir prentari miklu rafmagni? (Jóhanna) Hver er kostnaðurinn við að hafa kveikt á tölvu og/eða tölvuskjá miðað við einn sólarhring og núverandi gjaldskrá orkuveita? (Gunnar) Hver er kostnaðurinn við notkun fartölvu miðað við notkun almennrar ljósaperu? (Hafliði) Hva...