Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5571 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Getur þú sagt mér eitthvað um Kverkfjöll?

Eldstöðvakerfi Kverkfjalla er 100-130 kílómetra langt. Megineldstöðin liggur nærri suðurenda þess. Í Kverkfjöllum eru tvær öskjur. Mikill jarðhiti er vestan nyrðri öskjunnar. Ekki er vitað um nein gos eftir landnám, hvorki í Kverkfjöllum sjálfum né á sprungusveimunum. Því hafa tæpast orðið tjón eða umhverfisbreyti...

category-iconBókmenntir og listir

Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats?

Enska skáldið John Keats lést úr berklum í Rómaborg 23. febrúar 1821, aðeins 25 ára að aldri. Lokaorðin eru venjulega sögð þessi:Severn - reistu mig upp - ég er að dauða kominn - dauðinn verður mér léttur - ekki óttast - vertu duglegur og þakkaðu Guði fyrir að hann sé loksins kominn.Í sjö klukkutíma lá hann í örmu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifir kakkalakki af kjarnorkusprengju?

Kakkalakkar þola margfalt meiri geislun en flestar aðrar lífverur og mun meiri geislun en spendýr. Mælingar sýna að þeir þola 130 sinnum meiri geislun en menn. Ekki er nákvæmlega vitað af hverju þeir þola alla þessa geislun en flestir vísindamenn telja að ástæðuna megi rekja til byggingar litninga kakkalakkanna, s...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað verður um frumur sem deyja?

Upprunalega var spurningin svona:Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu frá einum 5 ára "Hvað verður um frumur sem deyja?"Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er frumudauði? Stöðug endurnýjun á sér stað á frumum í mannslíkamanum; frumur skipta sér til þess að viðhalda starfsemi í vefjum á meðan aðrar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar tegundir af eitruðum snákum í heiminum?

Af rúmlega 3.000 tegundum snáka í heiminum er talið að um 600 tegundir séu eitraðar og rétt um 200 tegundir, eða um 7%, búi yfir svo öflugu eitri að þær geti skaðað manneskjur lífshættulega. Til þess að meta hversu banvæn efni eru er gjarnan vísað til svokallaðs LD50-gildis (LD sendur fyrir lethal dose) en það ...

category-iconVísindavefur

Hvort keyra fleiri bílar í heiminum hægra eða vinstra megin á götunni?

Í flestum ríkjum heims er hægriumferð og flestir bílar aka því hægra megin á veginum. Áætlað er að um 66% allra ökumanna í heiminum aki hægra megin. Vinstriumferð er á Bretlandseyjum og á Írlandi. Einnig er keyrt vinstra megin í nær allri Eyjaálfu, svo sem í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í sumum löndum Asíu, þar...

category-iconFélagsvísindi

Gátu neanderdalsmenn talað?

Það er mörgum vandkvæðum bundið að grafast fyrir um upphaf eins hverfuls og huglægs fyrirbæris og tungumáls, einkum og sér í lagi talaðs máls. Talmál kemur á undan ritmáli og er upphaf þess því, eðli málsins samkvæmt, hluti af forsögulegum tíma mannsins. Einnig tilheyrir talið, eða öllu heldur hljóðbylgjurnar, líð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Var Betlehemstjarnan raunverulega til?

Betlehemstjarnan er dularfullt tákn og hún hefur valdið stjörnufræðingum, sagnfræðingum og guðfræðingum miklum heilabrotum í tæp tvö árþúsund. Í þessu svari ætlum við skoða fjóra möguleika:Stjarnan var einstakt tilvik, hún hafði aldrei sést áður og hefur ekki sést síðan. Guð lét hana birtast til að opinbera fæð...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um Winston Churchill?

Sir Winston Leonard Spencer-Churchill fæddist 30. nóvember 1874. Hann var mikilsmetinn breskur stjórnmálamaður og hermaður í breska hernum. Hann var áberandi í breskum stjórnmálum í um 60 ár og í seinni heimsstyrjöldinni leiddi hann baráttu Breta sem forsætisráðherra landsins. Winston Churchill á góðri stundu ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegnir undirstúka í heila?

Undirstúka tilheyrir milliheila og liggur undir þeim hluta heilans sem nefnist stúka og yfir þeim hluta hans sem nefndur er heiladingull. Þrátt fyrir litla stærð stjórna kjarnar í undirstúku mörgum nauðsynlegum störfum í líkamanum og tengjast flest þeirra samvægi hans. Helstu hlutverk undirstúku eru eftirfar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kolkrabbar étið menn?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað geta kolkrabbar orðið stórir? Geta þeir étið menn?Í mörgum þekktum ævintýramyndum eru sýnd atriði þar sem risakolkrabbar ráðast á heilu skipin og kippa þeim niður í hafdjúpið. Þetta eru myndir á borð við Tuttugu þúsund mílur neðan sjávar (20,000 Leagues Under the Sea, 1...

category-iconLæknisfræði

Til hvers eru hálskirtlarnir fyrst það er alltaf verið að fjarlægja þá?

Hálskirtlar eru gamalt heiti á líffærum úr eitilvef sem heita réttu nafni gómeitlur (e. palatine tonsils) en eru einnig nefndir kverkeitlur. Eitlur (e. tonsils) tilheyra ónæmiskerfi líkamans og taka því þátt í vörnum hans gegn sýklum. Eitlur eru alls fimm, tvær gómeitlur, tvær nefeitlur og ein kokeitla, og raða...

category-iconUnga fólkið svarar

Hverjir eru tartarar og hvar eru þeir núna?

Tatarar, einnig kallaðir tartarar, eru hópur fólks sem talar tungumál af tyrkneska málastofninum, en til þessa stofns má telja um 30 tungumál. Á síðari hluta 20. aldar voru tatarar yfir 10 milljónir. Þeir búa flestir í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, þar á meðal í Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Búlgaríu, Kína, Rúmeníu o...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig hefur femínismi haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir?

Spurningin hljóðar svona í heild sinni:Hvað er femínismi og hvernig hefur sú stefna haft áhrif á félagfræðilegar rannsóknir? Hvað er femínískt sjónarhorn? Lesendum skal jafnframt bent á svar Þorgerðar Einarsdóttur við spurningunni Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða til fordóma karla gagnvart femínistum? ...

category-iconHugvísindi

Hver er saga krossgátunnar?

Fyrsta krossgátan var búin til af Arthur Wynne og birtist í bandaríska blaðinu New York World þann 21. desember 1913. Krossgáta Wynne var ólík því sem nú tíðkast, hún var tígullaga og hafði enga svarta reiti. Wynne var innflytjandi frá Bretlandi og hafði sem barn kynnst leik er nefnist orðaferningur (e. word squar...

Fleiri niðurstöður