Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1009 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvar er akkeri gullskipsins sem sökk undan ströndum Skeiðarársands?

Skemmst er frá að segja að þessari spurningu verður ekki svarað með neinni nákvæmni út frá íslenskum ritheimildum, eftir því sem best er vitað, og varla munu koma í leitirnar gögn erlendis þar sem fram kemur nákvæm ákvörðun strandstaðar. Ef til vill má finna leifar þessa skips einhvers staðar á Skeiðarársandi en h...

category-iconHeimspeki

Eru jólasveinar til í alvörunni?

Hér er jafnframt svarað spurningu Davíðs Arnar (f. 1989) Er jólasveinninn til í alvöru eða er hann bara eitthvert rugl? Hvað er það að vera til "í alvörunni"? Það er auðvitað ekkert vafamál að jólasveinar eru til í hugum okkar og í sögum og frásögnum af þeim. Í einhverjum skilningi hljóta þeir því að vera ti...

category-iconUmhverfismál

Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?

Koltvísýringur sem einnig er nefndur koltvíoxíð og koltvíildi, er lofttegund sem hefur á síðustu árum vakið meiri athygli en ætla mætti af því hve sáralítið er af henni í andrúmsloftinu, en hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli lofthjúpsins er einungis 0,037%. Ef allt koltvíoxíð lofthjúpsins væri samankomið óblandað öðr...

category-iconHeimspeki

Er vændi siðferðilega rangt eða ekki?

Athugasemd ritstjóra: Þessi spurning er fram borin í ákveðnu samfélagi við tilteknar aðstæður og svarið hér á eftir miðast við það. Ýmislegt misjafnt hefur tengst vændi í samfélögum manna hingað til, ekki síst vegna ríkjandi misréttis kynjanna. Til dæmis er vændi oft rekið sem skipulögð atvinnustarfsemi þar se...

category-iconFornfræði

Hver var Hómer og eru til einhverjar traustar heimildir um hann?

Einfaldast er að svara spurningunni á þá leið að Hómer sé skáldið sem Grikkir eignuðu elstu bókmenntaverk sín, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu. Um þetta skáld vitum við nánast ekki neitt og meira að segja hafa menn efast um að kviðurnar séu verk einhvers eins höfundar. Hómer í fornöld Grikkir eignuðu skáldinu ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er samfélag katta í borgum eins og til dæmis í Reykjavík?

Kettir hafa fylgt manninum í þúsundir ára og eru afar algeng húsdýr bæði í þéttbýli og dreifbýli. Skipta má borgarköttum í tvo meginflokka, annars vegar heimilisketti og hins vegar villiketti eða heimilislausa ketti. Mörkin þarna á milli eru ekki alltaf skýr þar sem heimiliskettir geta verið hálfvilltir í öllu at...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?

“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...

category-iconEfnafræði

Hvernig er málning búin til?

Almennt má segja að málning sé gerð úr eftirfarandi efnisflokkum: Bindiefnum, litarefnum, fylliefnum, þynningarefnum og hjálparefnum. Í fyrsta lagi þarf bindiefni til að búa til málningu. Bindiefni hefur það hlutverk að binda saman aðra efnisþætti málningarinnar og gegnir lykilhlutverki varðandi eiginleika efn...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru lögréttumenn á miðöldum þingmenn þess tíma eða hver var embættisskylda þeirra?

Stöður lögréttumanna urðu til eftir að Ísland komst undir konungsvald, fyrst með lögbókinni Járnsíðu 1271, síðan með Jónsbók sem tók gildi 1281. Þessar stöður voru til uns Alþingi var lagt niður um aldamótin 1800. Lögréttumenn voru bændur, karlmenn sem ráku bú, tilnefndir af sýslumönnum og lögmönnum. Það gerðist þ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju nota Ameríkanar 110 volt? Er það betra en 220 volt?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Af hverju nota Ameríkanar 110 volt? Eru fleiri þjóðir með 110 V og er það betra en 220 V? Er þetta frá því að Edison var uppi? Ástæða þess að í Bandaríkjunum eru notuð 110 volt er fyrst og fremst söguleg. Fyrstu rafalarnir (jafnstraumsrafalar) voru byggðir í sitt hvoru lagi á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu gamalt er England og hvernig myndaðist það?

Bretland — England og Skotland — spannar næstum alla jarðsöguna, meira en 3000 milljón ár (m.á.). Í Hebrideseyjum og NV-Skotlandi er hið forna berg á yfirborði (fjólublátt á jarðfræðikortinu hér fyrir neðan), en í East Anglia í SA-Englandi er yfirborðsberg frá síðustu ísöld (gulbrúnt á kortinu). Hvergi í heiminum ...

category-iconHeimspeki

Hvað er einfeldningsleg hluthyggja?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er einfeldningsleg (naív) hluthyggja? „Hluthyggja“ er þýðing á enska orðinu „realism“ eins og það er notað víða í heimspeki en greina má í sundur ótalmargar tegundir af hluthyggju. Til dæmis er vísindaleg hluthyggja (e. scientific realism) sú kenning að til séu s...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar komust miðaldamenn í tæri við Biblíuna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við yfirferð á Egils sögu hjá Endurmenntun HÍ kemur fram að í Egils sögu sé sótt samlíking í Biblíuna. Nú er talið að Egils saga sé rituð um 1220. Þá kemur spurningin, hver var staða Bíblíunnar þá? Ekki var prentun kominn til sögunar var hún þá til eins og við þekkjum han...

category-iconOrkumál

Hvað hefur vísindamaðurinn Karl Benediktsson rannsakað?

Karl Benediktsson er landfræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur komið allvíða við í rannsóknum sínum, en flestar þeirra hafa snúið að umhverfismálum í einhverjum skilningi, nánar tiltekið hinum flóknu tengslum fólks og náttúru og hvern...

category-iconTrúarbrögð

Hvaða rannsóknir hefur Sólveig Anna Bóasdóttir stundað?

Sólveig Anna Bóasdóttir er prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Sérsvið hennar er kristin siðfræði, femínísk siðfræði og kynlífssiðfræði. Doktorsrannsóknin Violence, Power and Justice. A Feminist constribution to Christian Sexual Ethics (útgefin af Háskólaútgáf...

Fleiri niðurstöður