Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Vísindamaður vikunnar - viðtöl við vísindamenn um rannsóknir og annað fróðlegt efni
Vísindavefur HÍ og RÚV eru í samstarfi um vísindamann vikunnar. Í þættinum Samfélagið á Rás 1 eru vikuleg viðtöl við einn íslenskan vísindamann, rannsóknir hans og annað fróðlegt efni. Vísindafólkið er valið úr dagatali íslenskra vísindamanna sem Vísindafélag Íslands og Vísindavefurinn settu á laggirnar árið 20...
Hvaða reglur gilda um stafsetningu þegar tölur eru skrifaðar með bókstöfum?
Í rafræna ritinu Íslensk réttritun eftir Jóhannes B. Sigtryggsson er fjallað um tölur og tölustafi í 11. kafla. Þar kemur ýmislegt fram sem ætti að gagnast spyrjanda og öðrum sem vilja kynna sér reglur um meðferð talna sem eru skrifaðar með bókstöfum. Má þar til dæmis nefna almennu regluna um að rita tölur lægri e...
Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?
Goshættir í Grímsvatnakerfinu ráðast mjög af umhverfisaðstæðum. Mestu munar hvort gosin verða innan Vatnajökuls, þar sem áhrif utanaðkomandi vatns eru ráðandi, eða á gosreininni utan hans, þar sem hegðunin ræðst mest af samsetningu og eiginleikum kvikunnar. Jafnframt hafa gos innan Grímsvatnaöskjunnar ákveðin eink...
Hverjar eru „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver heldur utan um þær?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við með hugtakinu „erlendar eignir þjóðarbúsins“ og hver er það sem heldur utan um þessar eignir mínar og þínar? Með erlendum eignum þjóðarbúsins er átt við allar kröfur innlendra aðila á erlenda aðila og aðrar eignir þeirra erlendis. Þjóðarbúið sem slíkt...
Hvað er til ráða ef allt fjarskiptasamband Íslands um sæstrengi rofnar?
Ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis er eina fjarskiptavaraleiðin til útlanda um gervihnetti. Gervihnettir gegndu hlutverki varaleiðar fyrir landið til ársins 2004 en voru þá orðnir of afkastalitlir og nýr sæstrengur FARICE-1 tók við með Cantat-3. Afköst gervihnatta hafa aukist eitthv...
Hvað getið þið sagt mér um náttúru og dýralíf á Filippseyjum?
Filippseyjar samanstanda af 7641 eyjum og eru margar þeirra mjög smáar. Samtals er flatarmál þeirra um 300 þúsund km2 eða tæplega þrisvar sinnum stærð Íslands. Talið er að í upphafi 20. aldar hafi um 70% af eyjunum verið skógi vaxið, en undir lok aldarinnar hafi skóglendi verið um 20%. Mikið hefur því verið gengið...
Voru ákvæði í Grágás eða Jónsbók um rétt manna til drykkjarvatns?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er það ólöglegt að neita fólki um vatn að drekka? Ég hef heyrt að það sé ólöglegt samkvæmt Grágás eða Jónsbók og að þau lög séu ennþá í gildi. Grágás er lagasafn frá þjóðveldistímanum og Jónsbók var önnur tveggja lögbóka sem Magnús lagabætir lét gera fyrir Ísland og var hú...
Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem heitir Oizys?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvað getið þið sagt mér um gríska gyðju sem á dönsku heitir Oizys og er gyðja sorgarinnar. Ég hef aldrei heyrt hennar getið. Er til íslenskt nafn á hana? Forngríska orðið oizys, ὀιζυς, þýðir eymd en þýðendur, eins og Helgi Hálfdanarson og Jón Gísl...
Hvaða mund er átt við þegar eitthvað gerist um þessar mundir?
Í orðasambandinu um þessar/þær mundir merkir mund ‘tími, tímaskeið’ og er bæði til í kvenkyni og hvorugkyni, það er einnig í það mund, í sama mund. Mund er einnig til í merkingunni ‘hönd’, samanber máltækið morgunstund gefur gull í mund, það er gott er að fara snemma á fætur. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók ...
Hvernig er útleiðsla á formúlunni um það hversu langt golfkúla berst?
Í svari við spurningunni Hvaða formúla er notuð til að finna hversu langt á að slá golfkúlu ef hola stendur lægra eða hærra en teigur? er farið á nokkuð einfaldan hátt yfir efnið. Þar er einnig hægt að setja inn tölur í GeoGebra-smáforrit til að átta sig betur á hlutunum. Í þessu svarið er síðan farið skref fyrir ...
Ef 80°C heitt vatn sem nýtt er til hitunar kólnar um 25% eykst þá vatnsþörfin um þriðjung ef halda á sama hitastigi og áður?
Svarið er nei; þetta er engan veginn svona einfalt og til þess liggja nokkrar ástæður. Spyrjandi virðist hugsa sér að vatnið kólni um 25% af 80°C eða væntanlega um 20°C. Þess konar prósentureikningur er hins vegar í rauninni ónothæfur um hitabreytingu, eða hvernig ættum við þá til dæmis að lýsa breytingu úr 10 ...
Hvar er hægt að finna lesefni um Einstein og myndir af honum?
Mynd fengin af áhugaverðu vefsetri, Albert Einstein Online Handa þeim sem lesa ensku er auðvitað mýgrútur af vefsetrum með gögnum um Einstein. Auk þess eru til nokkrar nýlega ævisögur sem verða nefndar hér á eftir. Það nýjasta og besta sem er að finna á íslensku um Einstein og verk hans er í þýddri bók eft...
Væri hægt að senda viðvörun um jarðskjálfta meðan bylgjurnar eru á leiðinni?
Ferðahraði jarðskjálftabylgju er afar misjafn eftir gerð jarðlaganna og er það einmitt notað í svokölluðum bylgjubrotsmælingum þegar verið er að kanna jarðlög. Þannig getur verið að hraði í efstu jarðlögum sé aðeins um 2 km/s en þegar komið er niður á svo sem 10-20 km dýpi sé hraðinn nær 6 km/s. Það er einmitt sá ...
Hafa nýjar hugmyndir um svonefndan púka Maxwells komið fram upp á síðkastið?
Púki Maxwells er lítill djöfull sem var hugsaður til að ganga gegn grundvallarlögmálum eðlisfræðinnar. Frá því um 1950 hefur verið ljóst að eðli hans brýtur í raun ekki í bága við gild eðlisfræðilögmál. Á 19. öld rannsökuðu eðlisfræðingar eðli hita, varma og véla. Út úr því spratt fræðigrein sem nefnist varmafræð...
Hvað er hægt að segja um líkindi í svokölluðum þriggja skelja leik?
Upphafleg spurning var:Hvers vegna haldast líkurnar 1/3 að maður velji rétta skel þegar stjórnandi í svokölluðum þriggja skelja leik lyftir upp annarri af þeim tveimur skeljum sem kúlan er ekki undir og leyfir manni að giska á þær tvær sem eftir eru. Breytir það þá ekki líkunum í 1/2 þó að stjórnandi viti alltaf u...