Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver var Heinrich Schliemann og hvert var hans framlag til fornfræða?
Heinrich Schliemann (1822-1890). Heinrich Schliemann var þýskur áhugamaður um fornfræði, einkum Hómer, sem gerðist eftir farsælan frama í viðskiptum áhugafornleifafræðingur. Schliemann fæddist í Þýskalandi árið 1822. Sjálfur sagði hann að þegar hann hafi verið sjö ára hafi faðir hans gefið honum bók með kviðum...
Hver var Hreinn Benediktsson og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hreinn Benediktsson fæddist 10. október 1928 í Stöð í Stöðvarfirði og lést í Reykjavík 7. janúar 2005. Hann var sonur hjónanna Benedikts Guttormssonar, kaupfélagsstjóra á Stöðvarfirði og bankastjóra á Eskifirði, síðar bankafulltrúa í Reykjavík, og Fríðu Hallgrímsdóttur Austmann, húsfreyju á Stöðvarfirði, Eskifirði...
Hvert var hægt að keyra árið 1918?
Árið 1918 var víða hægt að komast leiðar sinnar akandi á Íslandi, annaðhvort í hestvögnum eða bifreiðum. Bílaöld hófst hér árið 1913 í Hafnarfirði og Reykjavík en hestvagnar til farþegaflutninga voru eldri í hettunni. Vegagerð á Íslandi var í bernsku á þessum árum og vegir víðast hvar vondir. Það tók lungann úr tu...
Valda stærri skammtar af veiru verri COVID-19-sjúkdómi?
Nokkuð hefur verið rætt um mögulegt samband milli þess magns SARS-CoV-2 (veirunnar sem orsakar COVID-19) sem berst í einstakling og alvarleika veikinda í kjölfarið. Tilgátan hljómar þannig að magn veirunnar sem sýkir okkur í upphafi hafi áhrif á alvarleika sjúkdóms — þeim mun meira af veirunni, þeim mun alvarlegri...
Hvað er læsi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er læsi? Hér er átt við læsi í sinni víðustu mynd ekki orðabókarskilgreiningu. Orðið læsi í íslensku er notað bæði sem almennt orð og íðorð. Læsi sem almennt orð Sem almennt orð er læsi notað bæði í bókstaflegri merkinu og í yfirfærðri merkingu: Í bóks...
Hvers vegna er ekki hægt að búa til lífveru úr súpu lífrænna efna eins og talið er hafa gerst við upphaf lífsins?
Jafnvel á frumjörð hafa aðstæður getað verið nokkuð fjölbreytilegar og enginn veit með vissu hvernig þær voru þar sem líf kviknaði. Líklegt er að það hafi kviknað þar sem lífrænar sameindir gátu myndast eða safnast fyrir og lítið sem ekkert var um súrefni. En það hefur þurft mörg skref og líklega langan tíma til þ...
Hvaða tilgangi þjónar kertaþráður og af hverju er stundum notaður tvöfaldur þráður í kertum?
Kertaþráðurinn dregur fljótandi vax upp í kertalogann þar sem það brennur og hverfur út í loftið í kring. Ef einfaldur þráður yrði of mjór til að draga vaxið nógu ört má hafa hann tvöfaldan. Kertaþráðurinn þjónar því hlutverki að draga fljótandi vax upp í kveikinn þar sem það brennur, það er að segja gengur...
Hvenær voru sekkjapípur fundnar upp?
Sekkjapípur hafa verið notaðar sem hljóðfæri í ýmsum myndum í Evrópu að minnsta kosti frá fyrstu öld eftir Krist þegar þeirra er fyrst getið í latneskum textum. Má ráða af þeim að þær séu þá nýinnfluttar frá Asíu en elsta þekkta vísun í hljóðfæri af þessari tegund er reyndar frá Hittítum frá því um 1000 fyrir Kris...
Hvað eru heimsálfurnar margar?
Þurrlendi jarðarinnar skiptist í nokkra meginhluta sem kallaðir eru heimsálfur. Hver hluti er nokkurn veginn samfellt landflæmi en nærliggjandi eyjar eru taldar með. Orðið álfa var upprunalega hálfa en h-ið hefur fallið brott. Heimsálfurnar eru sjö: Afríka, Asía, Evrópa, Eyjaálfa (Ástralía), Norður-Ameríka, Suð...
Hvað er J-ferill?
Hugtakið J-ferill er stundum notað til að lýsa því ef áhrif tiltekinnar breytingar á ákveðna stærð eru önnur til skamms tíma en til langs tíma. Ef áhrifin eru teiknuð með stærðina sem verið er að skoða á lóðrétta ásnum en tíma á þeim lárétta getur ferillinn líkst stafnum J, þess vegna er talað um J-feril. Sem d...
Hvert er fræðiheitið um "meltibólur" og um "niðurbrot stórsameinda"?
Erlenda fræðiheitið á meltibólum er lysosomes. Meltibólur innihalda ensím sem brjóta niður úr sér gengin frumulíffæri og stórsameindir auk þess að brjóta niður agnir frá yfirborði frumunnar sem eru teknar inn í frumuna með innfrumun (endocytosis). Inni í þessum meltibólum er mjög súrt umhverfi sem hjálpar til við ...
Hversu mikið þarf að lengja í bandi sem er bundið utan um jörðina til þess að lyfta því um 500 m allan hringinn?
Ummál hrings, $U$, er í beinu hlutfalli við geisla (radía) hringsins, $r$, samkvæmt jöfnunn$$U=2\cdot\pi\cdot r$$ Gríski bókstafurinn $\pi$ (pí) táknar hér óræða tölu sem er nálægt 3,14 eða 22/7. Í jöfnunni felst að hringur með geislann 1 m hefur ummál sem er því sem næst 6,29 m. Einnig leiðir af þessu að umm...
Hvað er danskt fet margir sentímetrar?
Eins og fram kemur í Almanaki Háskólans og víðar er danskt fet 31,39 cm. Það er þannig ívið lengra en bresk-bandarískt fet (foot, fleirtala feet, skammstafað ft) sem er 30,48 cm. Tvö dönsk fet eru í danskri alin sem er 62,77 cm. Í bresk-bandarísku feti eru 12 þumlungar eða tommur (inch, fleirtala inches, skammstaf...
Hefur svokallað veggfóður eða "wallpaper" einhver áhrif á vinnslu tölvunnar?
Wallpaper, sem við ættum ef til vill að kalla veggfóður á íslensku, eða einfaldlega bakgrunnsmynd, er mynd sem sýnd er sem bakgrunnur á skjáborði tölvunnar (desktop). Slíkar bakgrunnsmyndir hafa óveruleg áhrif á vinnslu tölvunnar. Þær nota mjög lítið vinnsluminni annað en skjáminni, sem annars væri notað í ein...
Hvenær er mesta fjara (sjávarfalla) á höfuðborgarsvæðinu í september?
Upplýsingar um atriði af þessu tagi er að finna í Almanaki Háskólans fyrir Ísland 2001, bls. 39. Þar kemur fram að mesta flóðhæð hefur verið í gær, 18. september, klukkan 19:04. Flóðhæð hefur þá verið 4,5 m. Sjávarhæð á fjöru næst á undan og eftir hefur verið um það bil -0,1 m og hefur það verið lægsta sjávars...