Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7862 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvernig verður sjálfsmynd faghópa til og hvernig má styrkja hana?

Rannsóknir á faghópum eiga sér langa hefð í félagsfræði og er sjálfsmynd faghópanna þar veigamikill þáttur. Fyrsta skeið faghóparannsókna, sem hófst á fjórða áratugnum, einkenndist af nokkurs konar flokkunar- eða skilgreiningaráráttu. Fræðimenn leituðu að hinum sönnu eiginleikum sem gerðu starfsstétt að faghópi og...

category-iconLæknisfræði

Er til getnaðarvarnarpilla eða -sprauta fyrir karlmenn?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er til önnur getnaðarvörn fyrir karla en smokkur?Fyrir utan ófrjósemisaðgerð er smokkurinn enn sem komið er eina getnaðarvörnin á almennum markaði fyrir karlmenn. Smokkur er ekki 100% örugg getnaðarvörn en kostur hans er að hann er einnig vörn gegn mörgum kynsjúkdómum. Mikilvægi h...

category-iconHagfræði

Er hægt að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri kostnaðinn?

Reglulega koma ýmsir fram sem telja sig hafa fundið leið til að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri af því kostnað. Svo er ekki: á endanum þarf einhver að bera kostnað af slíkum afskriftum og það eru líklega að stærstum hluta íslenskir skattgreiðendur. Leið 0 Augljósasta leiðin til að færa ni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Finnst kóngafólk í íslenskum örnefnum?

Langt er nú umliðið síðan kóngur og drottning áttu ríki sitt á Íslandi. Síðustu konungshjónin yfir landinu voru Kristján X. Danakonungur (hét fullu nafni Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm) og Alexandrine drottning. Formlegu konungssambandi þeirra við Ísland lauk 17. júní 1944 enda þótt það hefði þá ...

category-iconStærðfræði

Ég veðjaði við yfirmann minn og fæ launahækkun ef ég hef rétt fyrir mér: Er tvinntalan $i$ tala?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Góðan dag. Ég er í veðmáli við yfirmann minn og ef ég hef rétt fyrir mér þá fæ ég launahækkun. Spurningin mín er þessi: Er tvinnTALAN $i$, tala? Eins og þegar við tölum um kvaðratrótina af -1 þar sem svarið er $i$. Kærar þakkir. Vísindavefurinn er stundum beðinn um ...

category-iconNæringarfræði

Hvað borðuðu Íslendingar árið 1918?

Þrátt fyrir allar þær þrengingar sem dundu yfir þjóðina þetta örlagaríka ár 1918, voru helstu undirstöður í fæði Íslendinga enn að mestu óbreyttar, það er súrmatur, fiskur, mjólkurmatur, rúgbrauð og smjör. Grautur og súr blóðmör eða lifrarpylsa hefur því líklega verið fyrsta máltíð dagsins hjá mörgum, rétt eins og...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað stjórnar litaskiptunum hjá rjúpunum?

Fiður er mjög mikilvægt líffæri sem einkennir fugla. Fiðrið gegnir fyrst og fremst því hlutverki að vera einangrunarlag, sem temprar líkamshitann, og er einnig mjög mikilvægt flugtæki. Auk þess er fiðrið mikilvægt vegna litar og munsturs, sem er venjulega til þess fallið að fuglinn verður minna áberandi, en er ein...

category-iconStærðfræði

Af hverju er 1999 skrifað MCMXCIX en ekki MIM?

Eina reglan um ritun rómverskrar talna sem allir notendur þeirra mundu virða og skilja, er sú sem felur eingöngu í sér samlagningu talna sem fara lækkandi eftir röðinni. Samkvæmt henni er talan 1999 skrifuð semMDCCCCLXXXXVIIIISpyrjandi vísar hins vegar til reglunnar um frádrátt ef lægri tala kemur á undan hærri tö...

category-iconFélagsvísindi

Hve margir íbúar eru í þriðja heiminum?

Það er hreint ekki eins einfalt og ætla mætti að svara þessari spurningu. Aðalvandamálið felst auðvitað í þeirri spurningu hvað þetta fyrirbæri þriðji heimurinn er og hvaða lönd teljast til hans. Hugtakið þriðji heimurinn var upphaflega notað árið 1952 af Alfred Sauvy, frönskum hagfræðingi og landfræðingi. Hug...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verður ummyndun í bergi?

Öll efnafræðileg ferli leita í átt til jafnvægis við ríkjandi hita og þrýsting. Berg sem myndaðist við hraða kólnun frá 1100°C hita er greinilega í ójafnvægi við þær aðstæður sem ríkja við yfirborð jarðar. Hins vegar eru flest efnahvörf mjög hæg við slíkar aðstæður; hitni það hins vegar upp aftur, til dæmis í jarð...

category-iconFöstudagssvar

Er hægt að troða sér um tær?

Já, það er hægt, en til þess þarf bæði þjálfun og viljastyrk, fimi og útsjónarsemi. Augljóst er hvað það merkir að troða öðrum um tær. Best er þá að fórnarlambið teygi fótinn dálítið fram en láti hann þó liggja flatan á gólfi eða öðru undirlagi. Sömuleiðis er gott að lambið sé berfætt til þess að árangur verði ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hafa leikmenn fengið að gefa stjörnum og öðrum fyrirbærum í geimnum nöfn?

Heyrst hefur af fyrirtækjum sem auglýsa stjörnur himinsins til sölu. Fyrir um 4000 krónur eða svo, stundum meira eða minna, gefst manni kostur á að nefna eina stjörnu eftir sér, ástvini sínum eða einhverjum öðrum. Í kaupbæti er fallegt skírteini með nafninu sem þú valdir, stundum bók eða stjörnukort, einhverjir að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sanna að 0,999... = 1 með venjulegum reikningsaðferðum?

Spyrjandi setur spurningu sína upphaflega fram sem hér segir:Ég heyrði þessa skýringu á að 1 væri = 0,99.. óendanlega oft:\(x = 0,99...\) \(10x = 9,99...\) \(10x - x = 9\) eða \(9x = 9\) \(x = 1\)Er þetta rétt?Spurningin vísar í svar Jóns Kr. Arasonar við spurningunni Er talan 0,9999999... = 1? og er lesanda...

category-iconBókmenntir og listir

Hve mörg handrit Eglu eru í gagnagrunni Sagnanets?

Í Sagnanetinu eru skráð 45 handrit af Egils sögu. Þar af eru 10 brot (örfáar blaðsíður) á skinni, 3 eru ekki heil en 32 geyma alla söguna. Flest hafa verið mynduð en þau sem eftir er að mynda verða sett inn í safnið á næstu vikum. Í Sagnanetinu eru einnig 12 bækur er innihalda söguna og eru það einkum þýðingar á ö...

Fleiri niðurstöður