Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1003 svör fundust
Braut Plútós sker braut Úranusar og Neptúnusar. Gætu þessar reikistjörnur þá ekki rekist hver á aðra?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Berum við ábyrgð á eigin gerðum ef hægt er að spá fyrir um þær?
Til að svara þessari spurningu skulum við fyrst hugsa okkur einfalt dæmi: Maður ekur á ofsahraða niður brekku en neðst í brekkunni er kröpp beygja. Vegna þess hvað maðurinn ekur hratt er fyrirsjáanlegt af öllum kringumstæðum að hann muni ekki ná beygjunni; með öðrum orðum er hægt að spá fyrir um að hann muni aka ú...
Hversu djúpt sykki hinn fífldjarfi sem styngi sér í vatn fram af 100 metra háum kletti?
Þessi spurning er ein af þeim sem er ekki hægt að “svara” með því að nefna einhverja ákveðna tölu, því að spyrjandi tilgreinir ekki nægar upplýsingar til þess. Kannski er líka bættur skaðinn því að útreikningar og svar í einstöku dæmi hafa ekki mikið vísindagildi, en að vísu ef til vill nokkurt fræðslugildi. Hitt ...
Er hugsanlegt að hægt verði að stöðva öldrun algjörlega eða er það óraunsætt?
Þessari spurningu hefur Pálmi V. Jónsson þegar svarað á nokkuð ítarlegan hátt í svörum sínum við spurningunum Af hverju eldumst við? Hvers vegna er ekki hægt að stöðva öldrun í fólki? Þegar menn velta því fyrir sér hvort hægt sé að stöðva öldrun þá er vitaskuld ekki átt við það hvort eitthvað megi gera svo ...
Hvað er átt við þegar talað er um „eðli vísindalegra skýringa“?
Þegar talað er um eðli vísindalegra skýringa er átt við einkenni slíkra skýringa sem gera þær frábrugðnar annars konar skýringum, til dæmis hversdagslegum skýringum. En hvaða einkenni skyldu þetta vera? Lítum fyrst á skýringu á einhverju hversdagslegu fyrirbæri. Í bókinni Þannig hugsum við segir bandaríski hei...
Hefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?
Enska orðið singularity hefur verið þýtt sem 'sérstæða' eða 'sérgildi' á íslensku. Þetta hugtak kemur upp í þyngdarfræði Einsteins þar sem jöfnur almennu afstæðiskenningarinnar eru ólínulegar og hafa lausnir þar sem sveigja tímarúmsins og orkuþéttleiki efnisins stefna á óendanlegt einhvers staðar í tímarúminu. ...
Hvað eru jónir og hvað gera þær?
Kvenkynsorðið jón (í fleirtölu jónir) er íslenska heitið á hugtakinu sem heitir á ensku og fleiri málum "ion". Þetta er samheiti yfir hlaðnar agnir, hvort sem þær hafa jákvæða eða neikvæða hleðslu. Allt efni er samsett úr atómum sem menn sjá yfirleitt fyrir sér sem kúlulaga. Þau eru samsett úr róteindum, niftei...
Hvað er vitað um eldgos annars staðar en á jörðinni?
Áður en mennirnir fóru að senda geimför til að rannsaka hinar reikistjörnur sólkerfisins, þekktum við aðeins jarðnesk eldfjöll. Nú vitum við að jörðin er ekki eini eldvirki hnöttur sólkerfisins; hvað þá sá eldvirkasti. Til að byrja með skulum við ferðast til Merkúrs. Í dag vitum við einfaldlega of lítið um Merk...
Hvað getið þið sagt mér um vistfræði hrafnsins á Íslandi?
Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa...
Getur vatn verið þurrt?
Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...
Hver er saga rappsins?
Rappið hefur alltaf verið til. Þegar Guð talaði við Adam, Móses og alla spámennina rappaði hann, það gerði Shakespeare líka, hann rappaði og rímaði. Rappið hefur þess vegna alltaf verið til. Þannig hljóðar skilgreining eins af frumkvöðlum rappsins, Afrika Bambaataa, á fyrirbærinu. Hér verður þó notuð þrengri skil...
Hvert er vald varaforseta Bandaríkjanna, innan bandaríska stjórnsýslukerfisins?
Formlegt vald embættis varaforseta innan bandarísku stjórnskipunarinnar er takmarkað. Varaforsetinn er forseti öldungadeildar bandaríska þingsins en án atkvæðisréttar nema þegar atkvæði standa jöfn, en þá hefur hann úrslitaatkvæði. Sem forseti öldungadeildarinnar hefur hann umtalsvert dagskrárvald og getur þannig...
Hvað eru heildun og deildun og hvernig nýtast þær í leik og starfi?
Heildun (e. integration) og deildun (differentiation) eru aðgerðir á stærðfræðilegum föllum (e. functions). Fall er eins konar lýsing á samhengi stærða. Ef um tvær stærðir er að ræða er önnur stærðin, sem nefnd er frumbreytan (e. independent variable; fleiri íslensk orð eru til), gjarnan sett á láréttan ás, x-ás, ...
Hvaða breytingar á hugmyndafræði í menntamálum eru líklegar eða fyrirhugaðar á næstu árum eða áratugum?
Menntun fer fram á ýmsum ólíkum sviðum. Menntastefna er mótuð á landsvísu þar sem ákvörðun er tekin um inntak og meginviðfangsefni náms. Hvert sveitarfélag ákveður svo hversu miklu fjármagni skuli veita til skóla og hvaða kröfur eigi að gera um menntun og hæfni kennara sem ráðnir eru þar til starfa. Skólastjórar o...
Íslenskar gæsalappir eru „svona“, en hvar finn ég '„' á íslenska lyklaborðinu?
Athugasemd ritstjórnar: Glöggur lesandi benti okkur á hvernig fá má fram íslenskar gæsalappir í Macintosh OS X. Fyrri gæsalappirnar („) fást með því að halda inni ALT-hnappi lyklaborðsins og ýta um leið á 'Ð'. Hinar seinni (“) má fá með því að gera slíkt hið sama, en halda einnig inni skiptihnappi (e. shift). S...