Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2073 svör fundust
Hvernig er hægt að lofa að minnsta kosti 10% ávöxtun á mánuði?
Það er út af fyrir sig ekkert mál að lofa 10% ávöxtun á mánuði. Vandinn er að standa við loforðið! Þessi vefsíða [hlekkur óvirkur, 30.10.2010] sem spyrjandi benti okkur á og þau loforð um ávöxtun sem á henni er að finna eru gott dæmi um að ef eitthvað hljómar of vel til að vera satt, þá er það mjög ólíklega satt....
Hvað veldur jarðskjálftum?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, eins og til dæmis á Suðurlands- og Tjörnesbrotabeltunum, ýtast hvor frá öðrum, þannig að ný skorpa myndast, samanber gosbeltin, eða þrýstast hver undir annan þannig að gömul s...
Hvað getið þið sagt mér um haustfeta?
Haustfeti (Operophtera brumata) er fiðrildategund af ætt feta (Geometridae). Í Evrópu er útbreiðsla hans frá Miðjarðarhafi til nyrstu slóða Skandinavíu, austur um Asíu norðan fjallgarðanna miklu til Japans. Auk þess er hann innfluttur til Nova Scotia í Kanada. Á Íslandi finnst hann um sunnanvert landið frá Borgar...
Af hverju myndaðist svona mikil aska í Eyjafjallagosinu 2010?
Ofsagt er að sérlega mikil aska (gjóska) hafi myndast í Eyjafjallagosinu 2010 miðað við það sem gerist við gos undir jökli – um 80% af þyngd gosefna var gjóska, 20% hraun og vatnsborin mylsna.1 Hins vegar var askan sérlega fíngerð, með stórt hlutfall örsmárra korna — fimmtungur (20%) af þunga fíngerðu öskunnar vor...
Hver eru helstu fiskimið Íslands?
Fiskveiðilögsaga Íslendinga er um 760 þúsund ferkílómetrar að stærð og þar er að finna marga af stærstu fiskistofnum Norður-Atlantshafsins. Ástæðan fyrir mikilli fiskigegnd hér við land tengist kerfi hafstrauma. Hlýr angi af Golfstraumnum kemur að landinu úr suðvestri og berst um allt hafið suður af landinu. Hann ...
Hvað er réttarvenja í lögfræði?
Réttarvenja, eða venjuréttur, er ein réttarheimilda lögfræðinnar. Réttarheimildir eru skilgreindar sem þau viðmið – gögn, sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað – sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarreglu er slegið fastri eða hún notuð almennt eða í ákveðnu tilf...
Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri? Ég sé mismunandi hæðartölur. Breyttist hæðin eitthvað við gosið? Mörg atriði geta haft áhrif þegar hæð lands er mæld. Þar má nefna mismunandi mæliaðferðir og mismunandi skilgreining á 0-punkti. Með nútíma mæliaðferðum er...
Hver fann upp á því að reikna rúmmál og ummál?
Talið er að Egyptar hafa verið farnir að reikna flatarmál hrings og rúmmál píramída og sívalnings fyrir næstum 4000 árum. Til er handrit frá um 1650 f.Kr. sem kallast Rhind-papýrus og er talið endurrit af um 200 ára eldra handriti. Þar er að finna dæmi um rúmmál sívalnings sem byggist á að flatarmál hrings hafi v...
Í hverju er gagnsemi háskólamenntunar fyrir samfélagið fólgin?
Þegar rætt er um gagnsemi háskólamenntunar er langoftast bent á að hún sé áhrifaríkasti þátturinn í að auka hagvöxt, nýsköpun og samkeppnishæfni þjóða. Þetta fellur vel að ríkjandi gildismati og samfélagssýn og þjónar því vel sem rök fyrir að veita skuli auknu fjármagni til háskóla. Þetta er mikilvæg röksemd, en h...
Á sumrin koma stöku sinnum kaflar þar sem hiti nær 20 stigum einhvers staðar á landinu marga daga í röð. Hversu langar hafa slíkar syrpur orðið?
Daglegur hámarkshiti er aðgengilegur á skeytastöðvum frá 1949 og frá veðurfarsstöðvum frá og með 1961 (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á veðurfarsstöð og skeytastöð?). Almennt aukast líkur á 20 stiga hita með fjölgun stöðva, en er auðvitað einnig háð dreifingu þeirra. Veðurfarsstöðvarnar 1949 til 1960, ...
Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?
Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...
Myndaðist hjarðónæmi gegn spænsku veikinni á Íslandi árið 1918?
Sögulegar heimildir greina frá því að í fyrstu bylgju spænsku veikinnar sem kom til Reykjavíkur í júlí 1918 og stóð yfir fram í september, hafi þeir sem þá veiktust verið varðir í annarri bylgju sem barst hingað í október sama ár. Þetta kemur einna best fram í lýsingu Þórðar Thoroddsen læknis sem starfaði í Reykja...
Hvað getið þið sagt mér um hafís?
Á hafinu flýtur tvenns konar ís, hafís sem er frosinn sjór, og borgarís sem myndast þegar brotnar úr jöklum sem skríða í sjó fram eða liggja meðfram strönd, eða á henni. Hafís getur myndast í fjörðum hér við land á köldum vetri. Hann kallast þá lagnaðarís og er orðið dregið af því að sagt er að fjörðinn leggi. ...
Er það rétt að kvikan sem kom upp við Fagradalsfjall 2021 sé ólík annarri kviku á Reykjanesskaga?
Í stuttu máli: 2021-hraunin við Fagradalsfjall eru við fyrstu sýn venjulegt basalt en reynast við nánari skoðun að ýmsu leyti frábrugðin flestum öðrum hraunum á Reykjanesskaga. 1. mynd. Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði...
Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?
Hundar hafa 78 litninga í líkamsfrumum sínum en menn aðeins 46. Litningar hunda eru hins vegar minni en litningar manna og líklegt er að álíka mörg gen séu í erfðaefni þessara tegunda. Meirihluti gena hundsins á sér eflaust samsvörun í erfðaefni mannsins en röðun þeirra í litninga er ólík. Það er vel þekkt úr erfð...