Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað vitið þið um talíbana, hverjir eru þeir og fyrir hvað standa þeir?
Talíbanar (e. taliban, arabískt orð yfir „nemendur“) er andspyrnufylking Pastúna sem berst gegn fjölþjóðaliði ISAF (e. International Security Assistance Force) í Afganistan. Þeir stefna að því að ná yfirráðum yfir Afganistan á nýjan leik, en þeir réðu landinu frá 1996 til 2001. Í baráttu sinni gegn veru erlends he...
Hvernig er málning búin til?
Almennt má segja að málning sé gerð úr eftirfarandi efnisflokkum: Bindiefnum, litarefnum, fylliefnum, þynningarefnum og hjálparefnum. Í fyrsta lagi þarf bindiefni til að búa til málningu. Bindiefni hefur það hlutverk að binda saman aðra efnisþætti málningarinnar og gegnir lykilhlutverki varðandi eiginleika efn...
Hvenær urðu blóðbankar til og hvernig er hægt að geyma blóð?
Einnig hefur verið spurt: Hvað geymist blóð í blóðbönkum lengi? Er til gerviblóð? Hver (og hvenær) fann fyrst út að hægt væri að taka blóð úr manneskju, geyma það og nota það síðar í aðra manneskju? Það er gefa blóð. Hugmyndir um að nota eða taka blóð úr fólki í lækningaskyni eru mjög gamlar. Í margar aldir vo...
Hvernig myndast nifteindastjörnur?
Áður hefur verið fjallað um nifteindastjörnur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær? Þegar stjarna framleiðir orku í kjarna sínum myndast þrýstingur sem vinnur gegn þyngdarkraftinum. Ævi stjörnunnar einkennist af togstreitu milli þessara tveggja krafta. Þr...
Er hægt að sjá á hvaða landsvæði gíraffi býr eftir blettamynstri hans?
Lengi vel var talið að gíraffar tilheyrðu allir einu og sömu tegundinni. Nýlegar rannsóknir benda hins vegar til þess að gíraffar tilheyri fjórum tegundum og nokkrum undirtegundum, misjafnt eftir fræðimönnum hversu margar þær eru taldar vera. Hver tegund hefur sitt sérstaka blettamynstur. Þar sem tegundirnar lifa ...
Af hverju voru nornir brenndar á miðöldum?
Miðaldir er tímabil sem í hugum nútímafólks er oft tengt fáfræði og grimmd, og þar á móti hefur endurreisnartíminn þá ímynd að þá hafi hið háleita og vísindalega hlotið framgang í menningarlífi Evrópu. Rétt er að hafa í huga að slík tímabil eru huglægar smíðar fræðimanna gerðar þeim til hægðarauka, en endalok miða...
Hvað eru mörg mannsár í einu hundaári?
Algengt er að segja að eitt mannsár jafngildi sjö hundaárum. Þetta er þó ónákvæmt, bæði af því að hundar verða misgamlir eftir því af hvaða kyni þeir eru og vegna þess að fyrstu ár ævi sinnar eldast hundar hraðar en menn. Þannig verða stærstu hundarnir að meðaltali sjö til átta ára gamlir en þeir minnstu lifa o...
Væri hægt að lögsækja miðla fyrir að bjóða falsaða vöru?
Almennt er hægt að höfða mál gegn miðlum, eins og öðrum og það sama gildir um slíka málsókn og aðrar málsóknir, að ef sannanir eru fyrir hendi þá er líklegt að málsóknin beri árangur. Þó verður að gera greinarmun á tvennu varðandi starfsemi miðla. Annars vegar getur komið til að þær forsendur sem viðskiptavinur...
Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?
Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tím...
Hvað hefur vísindamaðurinn Eiríkur Steingrímsson rannsakað?
Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig sérhæfingu og starfsemi fruma er stjórnað. Rannsóknir hans hafa beinst að stjórnun umritunar í litfrumum og sortuæxlum, einkum að hlutverki stjórnprótínsins MITF. Litfrumur (e. melanocyt...
Vita fræðimenn hversu mörg nýyrði bætast við íslensku árlega?
Ný orð bætast stöðugt við íslensku. Hér á landi hafa ekki verið gefnir út listar með orðum sem bætast við á hverju ári en hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er fylgst með breytileika í orðaforða. Þar er safnað saman fjölbreyttum textum úr ýmsum áttum í svokallaða Risamálheild sem stöðugt er uppfærð me...
Hvenær og hvernig náðu Danir yfirráðum yfir Færeyjum, Íslandi og Grænlandi?
Ef marka má Færeyinga sögu, sem rituð var á fyrri hluta 13. aldar, voru það Færeyingar sem fyrstir eyþjóðanna í Norður-Atlantshafi gengu Noregskonungi á hönd. Samkvæmt Færeyinga sögu var það Ólafur helgi Haraldsson, Noregskonungur, sem fyrstur reyndi að fá færeyska höfðingja til að gerast sér skattskyldir, hugsanl...
Hvernig stendur á því að meginlönd heims safnast fremur saman norðanvert á heimsknöttinn?
Jörðin myndaðist að öllum líkindum fyrir 4600 milljón árum. Fljótlega skildist hún sundur í kjarna sem er að mestu úr járni og nikkel að talið er, og möttul, sem er úr ýmsum samböndum járns, kísils, áls, magnesíns og fleiri frumefna við súrefni. Vegna varmamyndunar í þessu efni af völdum geislavirkni, efna- og...
Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?
Þessari spurningu má svara á ýmsa vegu. Þannig getum við sagt að mannkynssagan nái aftur til þess tíma þegar dýrategundin Homo sapiens kemur fram fyrir um það bil 400-500 þúsundum ára, eða fyrsti forveri hennar (Australopithecines) sem talinn er koma fram fyrir u.þ.b. 4,4 milljónum ára. Venjan er hins vegar í ...
Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?
Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...