Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1539 svör fundust

category-iconEfnafræði

Hvers konar efnatengi eru í eimuðu og afjónuðu vatni?

Vatn er efnasamband frumefnanna vetnis (H) og súrefnis (O) í hlutföllunum tveir á móti einum. Efnatákn vatns er H2O, sjá mynd 1. Vatnið sem kemur úr krananum okkar, eimað vatn og afjónað vatn er allt saman vatn; eini munurinn er hreinleiki vatnsins, það er aukaefnin sem eru uppleyst í vatninu. Kranavatn innihel...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað gerðist í Örlygsstaðabardaga?

Örlygsstaðabardagi var háður 21. ágúst 1238 í Skagafirði austanverðum á stað sem var kallaður Örlygsstaðir , skammt fyrir norðan Víðivelli en nokkru lengra fyrir sunnan Miklabæ. Þar var þá sauðahús, en þrátt fyrir þetta ábúðarmikla nafn staðarins er ekki vitað til að þar hafi nokkurn tímann verið byggt býli. Tildr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers konar planta er íslenskur einir?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Get ég fengið helstu upplýsingar um íslenskan eini (plöntuna)? Einir (Juniperus communis) er eina upprunalega, innlenda barrtréð. Hann er af sýprusætt, einnig kölluð grátviðarætt (Cupressaceae). Talið að um 50-60 einitegundir séu í heiminum öllum sem skiptast svo niður...

category-iconBókmenntir og listir

Gerðist eitthvað markvert í listalífinu á Íslandi árið 1918?

Á fundi í Listvinafélagi Íslands þann 13. desember árið 1918 flutti Magnús Jónsson dósent tillögu um að félagið hefði frumkvæði að því að efna til yfirlitssýningar á íslenskri myndlist og að kosin yrði þriggja manna nefnd til að undirbúa málið.[1] Tillaga Magnúsar, sem var samþykkt á fundinum, ber vott um að féla...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám?

Ekki er vitað fyrir víst hvaða dýr voru hér við landnám, fyrir rúmum 1.000 árum, en sennilega er dýralífið að sumu leyti áþekkt því sem það er í dag, þó dreifing og fjöldi einstaklinga þessara dýrategunda hafi breyst með landnámi manna. Gróðurfar hefur breyst mikið frá landnámi og fræg er lýsing Ara fróða í Ís...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Akureyrarveikin?

Akureyrarveikin er vel þekktur og skráður sjúkdómur. Hún gengur undir heitinu Akureyri disease eða morbus Akureyriensis í alþjóðlegum læknaritum en er þó stundum jafnframt eða einvörðungu skráð undir nafninu Iceland disease, Íslandsveikin. Akureyrarveikin er smitsjúkdómur eða sýkingasjúkdómur í hópi þeirra sjú...

category-iconStærðfræði

Hver var Vilhjálmur Ögmundsson og hvert var hans framlag til stærðfræðinnar?

Vilhjálmur Ögmundsson (1897–1965), bóndi á Narfeyri á Skógarströnd, stundaði rannsóknir í stærðfræði nær alla sína ævi einn síns liðs og án þeirrar formlegu menntunar sem nauðsynleg hefur talist til að takast á við slík verk. Störf hans vöktu undrun og aðdáun stærðfræðinga og við ævilok höfðu niðurstöður rannsókna...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvert var upplag prentaðra bóka á Íslandi fyrr á öldum?

Prentlistin skipti sköpum um dreifingu ritmáls, því nú mátti fjölfalda texta í hundruðum og þúsundum eintaka. Það hafði áður tekið vikur eða mánuði að afrita eitt einasta handrit. Fyrstu bækurnar voru prentaðar í Þýskalandi um og eftir miðja 15. öld. Á næstu áratugum voru stofnaðar prentsmiðjur um alla Evrópu, þar...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Hengil?

Hengilskerfið nær utan úr Selvogi norðaustur fyrir Þingvallavatn. Það er fimm til tíu kílómetra breitt, breiðast um Þingvallavatn, en mjókkar til suðvesturs. Lengd þess er 50-60 kílómetrar. Mjög dregur úr gosvirkni þegar kemur norður í vatnið, en misgengi og gjár halda áfram um það bil tíu kílómetra inn af innstu ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða nöfn eru notuð á vindstigin og hver er saga íslenskra vindstigaheita?

Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluðum Beaufort-kvarða. Kvarðinn sá hefur lengst af verið 13 stiga, lægst núll, hæst 12. Við matið var notast við töflu sem ber áhrif vindsins saman við mæld...

category-iconHugvísindi

Hvar er að finna gleggsta lýsingu á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag til forna?

Í forníslenskum heimildum er ítarlegustu lýsinguna á því hvernig menn sórust í fóstbræðralag að finna í 6. kafla Gísla sögu Súrssonar. Þar ganga í fóstbræðralag svonefndir Haukdælir úr Dýrafirði, Gísli, bróðir hans Þorkell, mágur þeirra Þorgrímur Þorsteinsson goðorðsmaður og Vésteinn Vésteinsson, mágur Gísla. Viná...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru litningar í rauðhærðum eitthvað gallaðir?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hverjar eru líkurnar á því að barn verði rauðhært ef annað foreldrið er rauðhært en hitt ekki? (Arngrímur Vilhjálmsson) Geta tvær rauðhærðar manneskjur eignast annað en rauðhærð börn? (Sigurjón Traustason) Er rauðhært gen víkjandi. Ef svo er, þarf það þá ekki að koma frá báð...

category-iconFélagsvísindi

Hverjir eru 5 bestu háskólar í heimi og hvað kostar að stunda þar nám?

Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara afdráttarlaust, en hvað telst vera best er alltaf háð ákveðnu gildismati. Nokkur eining ríkir þó um hvaða háskólar séu taldir meðal þeirra bestu, en reynt hefur verið að meta gæði skóla á hlutlægan hátt. Ein þekktasta rannsóknin á gæðum háskóla er á vegu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef allir bílar gengju fyrir vetni hvað þyrfti þá mikla raforku til framleiðslu á vetni fyrir núverandi bílaflota Íslendinga?

Þegar meta á hversu mikla raforku þyrfti til að framleiða vetni fyrir bílaflota Íslendinga er nauðsynlegt að gera sér fyrst grein fyrir hversu mikla orku flotinn er að nota með núverandi tækni. Þá er nærtækast að byggja á tölum orkuspárnefnd Orkustofnunar. Þar kemur fram að árið 2004 hafi 163.294 bílar gengið ...

category-iconHugvísindi

Hver voru helstu vopn víkinga og voru þeir bardagaglaðir?

Svo að byrjað sé á síðari spurningunni er orðið víkingur notað í tvenns konar merkingu í nútímamáli. Annars vegar voru víkingar karlmenn sem fóru í skipulegar ránsferðir suður um Evrópu, aðallega á níundu og tíundu öld, og lögðu stundum undir sig landsvæði. Þessir karlar höfðu það að atvinnu að berjast, meðan á ví...

Fleiri niðurstöður