Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað eru ástarbréf og er fólk hætt að senda þau?
Ástarbréf eru tjáning tilfinninga og sérstök bókmenntagrein. Eðli þeirra og orðfæri hefur breyst í tímans rás og tekur alltaf mið af stað og stund, það er að segja þeim tíma og því menningarlega samhengi sem elskendurnir búa í. Almennt séð eru ástarbréf mikilvægur liður í því að skapa tilfinningalega nánd, kvei...
Hvað eru sjaldgæf jarðefni og hvernig myndast þau?
Einnig var spurt: Hvað eru sjaldgæf jarðefni sem nú eru oft í fréttum, t.d. vegna stríðsins í Úkraínu þar sem þessi jarðefni eiga m.a. að finnast? Hugum fyrst að heitinu sjaldgæf jarðefni, síðan að efnafræðinni – hvað þau eru – og loks að jarðfræðinni – hvar og hvernig þau myndast. Orðið jarðefni má ski...
Hver var Georges Bataille og hvert var framlag hans til fræðanna?
Georges Bataille var franskur rithöfundur og heimspekingur. Höfundarverk hans er sérkennileg, görótt og einkar forvitnileg blanda af bölsýni, lífsþorsta og óslökkvandi þörf fyrir að horfast hispurslaust í augu við veruleikann. Bataille fæddist 10. september 1897 í smábænum Billom í Auvergne í Mið-Frakklandi en ...
Hvað eru mörg fyrirtæki á Íslandi?
Samkvæmt skrám Hagstofunnar voru 21.403 fyrirtæki á landinu í lok síðasta árs. Þá eru reyndar ekki talin með fyrirtæki sem fólk rekur í eigin nafni, það er án þess að fá sérstaka kennitölu fyrir reksturinn. Meðtalin í þessari tölu eru hins vegar einnig allmörg fyrirtæki sem ekki eru í raun starfandi en erfitt er a...
Hvað heitir áhaldið sem notað er til að slökkva á kertum?
Upphafleg spurning var svohljóðandi: Mig vantar gamalt íslenskt heiti yfir áhald sem notað er til að slökkva kerti. Áhaldið er úr málmi (kopar), ca. 20 cm löng stöng með píramíta á endanum sem settur er yfir logann og slekkur hann. Áhaldið sem spurt er um hefur fleiri en eitt nafn. Það hefur verið nefnt skarhjá...
Hvaða áratugur er núna?
Samkvæmt tímatali okkar er núna fyrsti áratugur tuttugustu og fyrstu aldar. Hann byrjaði 1. janúar 2001 og honum lýkur 31. desember árið 2010. Á undan honum var tíundi áratugur tuttugustu aldar og á eftir honum er að sjálfsögðu annar áratugur 21. aldar. Sjá til dæmis svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningun...
Hvað þýðir orðasambandið „faux pas”?
Faux pas er franska og bókstafleg merking þess er ‘rangt skref’ sem við gætum kannski þýtt sem ‘fótaskortur’ eða ‘hrösun’ eða talað um að maður hafi misstigið sig. Í ensku er faux pas yfirleitt notað í yfirfærðri merkingu til að lýsa einhvers konar félagslegum mistökum fremur en að það sé notað þegar einhver mi...
Hvað er bananalýðveldi?
Bananalýðveldi eða banana republic eins og það kallast á ensku er orð sem oft er notað í niðrandi merkingu til að lýsa ástandi í tilteknum smáríkjum. Oftast er verið að vísa til smáríkja í Rómönsku Ameríku sem búa við spilltar og óstöðugar ríkisstjórnir og þá oft herstjórnir. Efnahagur þessara landa er oft mjö...
Hve þungt er hjarta steypireyðar?
Samkvæmt japönskum rannsóknum er hlutfall hjartavöðvans um 0,5% af heildarlíkamsþyngd steypireyðarinnar (Balaenoptera musculus). Hjarta í 120 tonna steypireyði ætti þess vegna að vera 600 kg. Þyngsta hjarta sem vegið hefur verið reyndist vera 908 kg. Það var hjarta úr tarfi sem veiddist undan ströndum Suður...
Hvað er skjámiðill?
Orðið „skjámiðill“ er ekki til í gagnasafni Orðabókar Háskólans. Líklegt er að orðið hafi myndast á sama hátt og orðin ljósvakamiðill og prentmiðill, það er að segja sem samheiti yfir miðla sem eiga eitthvað sameiginlegt sem aðgreinir þá frá öðrum miðlum. Orðið „skjámiðill“ væri þá notað sem samheiti yfir miðla s...
Hvað dýr gefur frá sér hæsta hljóðið hér á jörðu?
Það dýr sem gefur frá sér hæstu hljóðin er steypireyðurinn (Balaenoptera musculus) sem er jafnframt stærsta dýr jarðarinnar. Þegar tarfarnir eru í makaleit mynda þeir lágtíðni hljóð sem mannseyrað greinir ekki en þau hafa mælst allt að 188 desibel. Vísindamenn telja að baul tarfanna sé liður í makaleit þeirra...
Af hverju kemur nótt á jörðinni?
Jörðin snýst í sífellu um möndul sinn eins og skopparakringla. Ísland snýr þá ýmist að sólu eða frá henni. Þegar við snúum að henni er dagur en þegar við snúum frá henni er nótt; við erum þá í skugga jarðarinnar. Þetta nefnist dægraskipti. Á hverjum tíma er nótt á helmingi jarðarinnar, það er að segja á þeirri ...
Hvernig býr maður til olíu?
Olían sem við notum er unnin úr hráolíu sem finnst í náttúrunni. Þessi vinnsla fer fram í svokölluðum olíuhreinsunarstöðvum. Þegar hráolían er hreinsuð fæst úr henni bæði bensín, dísilolía, steinolía, flugvélabensín, aðrar olíur, jarðgas og tjara sem er til dæmis notuð í malbik. Hægt er að búa til einföld olíu...
Er gott fyrir blóm og plöntur að fá sykur í moldina?
Undirrituð hefur aldrei heyrt um það að sykur sé góður fyrir pottaplöntur. Aftur á móti er gott að vökva þær með köldu kartöflusoði en í því er að finna ýmis næringarefni sem plöntur þurfa á að halda. Sykur er hins vegar góður fyrir afskorin blóm og í blómaáburði sem oft fylgir afskornum blómum er mikill ...
Hvað þýðir orðið „kerlingareldur“?
Orðið kerlingareldur er annað heiti á físisvepp. Þegar físisveppur er ungur er hann hvítur og mjúkur og kallaður merarostur, sjaldnar merareldur. Ekki hefur hann fengið nafn af ásókn mera í hann því að hross sniðganga hann í túni. Með aldrinum dökknar físisveppurinn og þornar og sé komið við hann dreifist frá ...