Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1665 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða tilvikum fá orð í eignarfalli fleirtölu endinguna -na?

Aðalreglan er sú að eignarfall fleirtölu endar á -na í svonefndum veikum kvenkynsnafnorðum sem enda á -a og í svonefndum veikum hvorugkynsnafnorðum. Með veikum kvenkynsorðum sem enda á -a í nefnifalli eintölu er átt við nafnorð sem beygjast eins og stúlka. Þau eru geysilega mörg í íslensku. Með veikum hvorug...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um kengúrur?

Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Hvernig ala kengúrur unga sína, af hverju fara þeir í poka móðurinnar, hvernig geta þær stokkið svona langt og margt fleira? Kengúrur eru pokadýr (Marsupialia) sem er einn af þremur meginflokkum spendýra. Kengúrur tilheyra ennfremur ættinni Macropodidae en til hennar telja...

category-iconEfnafræði

Af hverju er alltaf sami fjöldi gaseinda í einum lítra við sömu aðstæður, þó að eindirnar séu misstórar?

Spyrjandi bætir við:Maður kemur til dæmis ekki jafn mörgum litlum og stórum hlutum fyrir í herbergi.Þetta er afar eðlileg spurning og ber vitni um skarpskyggni spyrjanda. Því er einmitt títt haldið fram að sami fjöldi gaseinda fyrirfinnist í einum lítra við sömu aðstæður. Svarið við þessari spurningu er hins vegar...

category-iconLæknisfræði

Draga teygjur úr hættu á meiðslum?

Almennt er talið að hæfilegur liðleiki geti dregið úr hættu á meiðslum og til þess að auka liðleika séu teygjur ákjósanlegar. Út frá vísindalegu sjónarmiði er hins vegar nokkuð erfitt að svara þessari spurningu á einfaldan hátt. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði gefa misvísandi niðurstöður. Ástæðu...

category-iconStærðfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Helga Lund rannsakað?

Sigrún Helga Lund er dósent í líftölfræði við læknadeild Háskóla Íslands og tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir Sigrúnar miða fyrst og fremst að því að nota upplýsingar úr lýðgrunduðum gagnasöfnum til að skilja eðli og umfang sjúkdóma og annarra heilsutengdra viðfangsefna. Hér á landi eru skrá...

category-iconJarðvísindi

Eyðast demantar aldrei?

„Diamonds are forever“ segir í söng og bíómynd um ævintýri James Bond, en sumir telja að fyrirmynd hetjunnar hafi verið Vestur-Íslendingur.[1] Ekki er það alls kostar rétt að þeir geti verið eilífir, því enda þótt demantur sé allra efna harðastur og þoli hvers kyns hnjask og leysiefni, þá getur heitur eldur eytt h...

category-iconNæringarfræði

Er áfengi fitandi?

Spurningin í heild sinni var svona: Er áfengi (etanól) sem slíkt fitandi eða er það lífsstíllinn sem fylgir mikilli neyslu sem hefur áhrif á líkamsvöxtinn? Í hverju grammi af etanóli eru 7 hitaeiningar (he), öðru nafni kílókaloríur (kkal). Við hóflega drykkju bætast þessar hitaeiningar við þær hitaeiningar sem f...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru mörg bein í mannslíkamanum?

Í mannslíkamanum eru 206 bein. Þau eru flokkuð í tvo hópa eftir hlutverki þeirra. Í ásgrindinni, sem heldur uppi bolnum, eru 80 bein og í limagrindinni, sem er í handleggjum og fótum eru 126 bein. Maðurinn hefur þróast þannig að vöðvum sem tengjast beinum í ásgrindinni (stöðuvöðvar) og vöðvum sem tengjast beinum í...

category-iconNæringarfræði

Er óæskilegt að neyta samtímis ávaxta og grænmetis og þá hvers vegna?

Ekkert hefur komið fram sem rökstyður vísindalega að óæskilegt sé að neyta ávaxta og grænmetis samtímis. Reyndar er það svo að meltingarfæri mannsins eru hönnuð til að melta margvíslega fæðu samtímis og ættu því að geta melt grænmeti og ávexti samtímis, rétt eins og kjöt og kartöflur. Enn fremur eru grænmeti og áv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta hrafnar, álftir og grágæsir náð háum aldri?

Lengsti sannanlegi aldur villtra hrafna (Corvus corax) samkvæmt merkingu á unga úr hreiðri og endurheimt þegar hann drapst eru 20 ár og 5 mánuðir. Þetta var fugl sem merktur var í Finnlandi. Hrafn (Corvus corax). Hæsta staðfesta aldri álftar (Cygnus cygnus) í Evrópu náði fugl sem Sverrir Thorstensen merkti s...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er þvag gult?

Þvag er venjulega gult eða gulbrúnt að lit og má rekja lit þess til svokallaðra galllitarefna sem myndast í lifrinni. Gula galllitarefnið gallrauða er losað út í smáþarmana en þegar það berst í ristilinn eru bakteríur sem breyta því í annað efni sem kallast úróbílónógen. Hluti af úróbílónógeninu berst í þvag þa...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er húð venjulegs 13 ára krakka þung?

Það er erfitt að svara þessari spurningu nákvæmlega þar sem mjög breytilegt er hvað börn í aldurshópnum 11-14 ára eru þung. Ástæðan fyrir þessu er að sumir krakkar verða kynþroska snemma og aðrir seinna. Hæð barnanna og þyngd þeirra getur því verið mjög mismunandi og þar af leiðandi einnig þyngdin á húð þeirra. ...

category-iconHugvísindi

Hvað eru landráð?

Landráð eru útskýrð svona í Íslenskri orðabók Eddu:[B]rot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við.Annað orð yfir landráð er föðurlandssvik. Um landráð hefur töluvert verið fjallað í fjölmiðlum nýlega og það skýrir líklega áhuga manna á hugtakinu. Til að mynda hefur sú skoðun verið sett fram að viðs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að aldursgreina fisk?

Hægt er að beita nokkrum aðferðum við aldursgreiningu á fiskum. Þær sem mest eru notaðar, meðal annars hér á landi, eru greiningar á hörðum líkamshlutum fisksins svo sem kvörnum og hreistri. Kvarnir eru litlar steinagnir sem finnast í pokalaga líffærum eða skjóðum í innra eyra allra beinfiska (Osteichthyes). Ár...

category-iconJarðvísindi

Hafa jarðskjálftar á Reykjanesskaga valdið miklum skaða?

Ekki er vitað um marga skjálfta með upptök á Reykjanesskaga sem valdið hafa skaða. Áhrifamestur var stærsti skjálftinn sem þar hefur mælst, en hann varð í Brennisteinsfjöllum í júlí 1929, af stærðinni 6,2. Hans gætti nokkuð í Reykjavík, þar sem einhverjar skemmdir urðu á húsum, bæði hlöðnum og steyptum, sprungur ...

Fleiri niðurstöður