Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5271 svör fundust

category-iconSálfræði

Hvað getið þið sagt mér um geðhvarfasýki II og að hvaða leyti er hún ólík hringhygli?

Geðhvarfasýki telst til geðrofssjúkdóma þar sem fram koma ýmis geðrofseinkenni, svo sem missir á raunveruleikatengslum, ofskynjanir, ranghugmyndir og truflun á formi hugsana eða tilfinningaflatneskja, framtaksleysi og þunglyndi. Geðhvarfasýki er almennt talin hrjá um 1% þjóðarinnar. Sjúkdómnum er skipt í undirflok...

category-iconHeimspeki

Er rangt að skjóta og drepa önnur spendýr?

Skotveiðar á spendýrum, öðrum en þeim sem við flokkum sem meindýr, hafa að mörgu leyti sérstaka stöðu í hugum fólks. Slíkar veiðar eru vissulega umdeildari heldur en stangveiði og skotveiðar á fuglum. En í hugum margra er það að skjóta villt spendýr síst verra heldur en að rækta dýr í litlum búrum og slátra, eins ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða könguló er hættulegust í heiminum?

Það eru til yfir 40.000 tegundir köngulóa í heiminum. Mönnum stendur þó ógn af fæstum þeirra. Flestar köngulær sem á annað borð eru eitraðar eru það litlar að þær ná ekki að valda meiru en minni háttar óþægindum ef þær bíta menn. Þær sem þó eru nógu stórar og búa yfir nægilega öflugu eitri til að skaða fólk, jafn...

category-iconJarðvísindi

Eru Lakagígar enn virkir og gætu önnur móðuharðindi dunið yfir okkur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru Lakagígar enn virkir og hvenær geta þeir gosið næst? Eru einhverjar líkur á að móðuharðindin endurtaki sig? Til að svara því hvort Lakagígar séu enn virkir er gott að átta sig á einum þætti í eðli íslenskra eldstöðva. Á gosbeltunum á Íslandi liggja með nokkuð jöfnu mill...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers konar veirur eru fagar?

Upprunalega spurningin var: Hvað eru gerilveirur og hver er virkni þeirra? Gerill er gamalt orð yfir bakteríu og gerilveira er því veira sem sýkir bakteríu. Slíkar veirur eru oftast kallaðar fagar (e. bacteriophages, phages). Fagar hafa verið þekktir lengi og sumir þeirra hafa reynst mikilvægir við rannsók...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er nýtt að frétta af skammtatölvum?

Þegar talað er fjálglega um kosti og kraft skammtatölvu í fjölmiðlum er undantekningalítið átt við vél sem getur framkvæmt svokallaða stafræna skammtareikninga. Þessir reikningar eru gerðir í skammtatölvum á hliðstæðan hátt og reikningar í venjulegum tölvum, það er með forritum sem í grunninn geta gert reikniaðger...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um höfrunga?

Höfrungar (Delphinidae) eru ein af fimm ættum tannhvala (Odontoceti). Hinar fjórar eru vatnahöfrungar (Platanistidae), nefjungar (Ziphiidae), hvíthveli (Monodontidae) og búrhveli (Physeteridae). Höfrungar eru fjölskipaðasta ættin, í dag eru þekktar 32 tegundir höfrunga innan 17 ættkvísla. Flestir höfrungar er...

category-iconEfnafræði

Hvað er lífeindafræði?

Upprunalega spurningin var: Hvað gerir lífeindafræðingur? Er mikill munur á lífeindafræði og líftækni? Lífeindafræði er það sem kallast á ensku clinical laboratory science, medical laboratory technology eða svipuðum nöfnum.[1] Enska hugtakið biomedical science er stundum haft um lífeindafræði en það er víðt...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru einhver sníkjudýr eða aðrar lífverur í eða á líkamanum, aðrar en rykmaurar?

Spurningin sem svo var orðuð árið 2002 og höfundur svaraði þá á Vísindavefnum felur í sér tvær rangar fullyrðingar. Enn fremur hafa í millitíðinni komið fram nýjar upplýsingar um uppruna rykmítla í húsakynnum hérlendis þannig að rétt þykir að uppfæra svarið. Í fyrsta lagi hefur orðið breyting á hugtakanotkun en...

category-iconVísindavefurinn

Hvers vegna hverfa sumar spurningar á vefnum? Er óþægilegt að svara þeim eða er um samsæri yfirvalda að ræða?

Aðeins örfáar spurningar hafa verið teknar viljandi út af listanum um "spurningar í vinnslu" enn sem komið er. Ástæður hafa verið nokkrar:Spurning þegar komin, eins eða svipuð, og búið að birta svar. Þá er reynt að sameina spurningarnar og bæta til dæmis nafni seinni spyrjanda við á upphaflegu spurningunni. Dæmi u...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef einhver stelpa og strákur, bæði 10 ára gömul, væru ekki heilbrigð, gætu þau þá eignast barn?

Fyrsta egglos hjá stelpum verður að meðaltali um 13 ára aldur; það er þá sem sagt er að stelpan sé kynþroska. Til að frjóvgun geti átt sér stað þarf egglos að fara fram en sjaldgæft er að það sé hafið hjá 10 ára stelpum. Þunganir hjá stúlkum yngri en 11-12 ára koma varla fyrir. Líkurnar á því að 10 ára stelpa eign...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til beinar eða óbeinar aðferðir til að mæla eða meta spennu sem hleðst upp í jarðlögum á undan jarðskjálftum?

Allar aðferðir til að meta spennu í jarðskorpunni eru óbeinar, en ýmsum brögðum má beita til að meta hana. Spennunni má líkja við það þegar teygt er á gúmmíteygju eða strokleðri: efnið aflagast smám saman uns það brestur loks. Þessar eru helstar þeirra aðferða sem beitt er hér á landi til að fylgjast með spennu: ...

category-iconLífvísindi: almennt

Getur hvönn valdið uppblæstri?

Hér á landi eru þrjár tegundir kenndar við hvönn, sæhvönn, geithvönn og ætihvönn. Hin síðastnefnda er langútbreiddust og væntanlega er átt við hana í spurningunni. Ætihvönn er í hópi þeirra tegunda íslensku flórunnar sem áreiðanlega hafa verið útbreiddari fyrir landnám en þær eru nú. Hún er sauðkindinni sérstak...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er líkt og ólíkt með kolamola og demanti?

Uppröðun atóma í demanti Uppröðun atóma í grafíti Flestir vita að frumefnið kolefni finnst í náttúrunni bæði sem grafít og demantur. Þriðja formið, knattkol, er svo hægt að mynda. Við fyrstu sýn kann að virðast fráleitt að grafít, svart og mjúkt efni sem gjarnan er notað til að minnka núning og slit milli sner...

category-iconLæknisfræði

Hvað veldur beinhimnubólgu?

Á Doktor.is er pistill um beinhimnubólgu. Þar kemur fram að það sem í daglegu tali kallast beinhimnubólga er ekki sjúkdómur í sjálfu sér heldur samheiti yfir ákveðin einkenni. Þessi einkenni eru verkir í framanverðum fótlegg sem koma í kjölfar aukins álags, oftast vegna líkamsþjálfunar. Verkirnir hverfa yfirleitt...

Fleiri niðurstöður