Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1678 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Er einhver hætta á því að Lakagígar gjósi aftur?

Stutta svarið við spurningunni er að það gæti gosið aftur í Lakagígum en hins vegar er ekkert sem bendir til þess að það gerist á næstunni. Þekkt er að í megineldstöðvum, eins og Grímsvötnum gýs margoft á svipuðum slóðum. Í sprungusveimum utan megineldstöða gýs sjaldnar og þar verða eldgos á gígaröðum þar sem u...

category-iconHugvísindi

Af hverju keyra sumar þjóðir vinstra megin og aðrar hægra megin?

Vinstri umferð á sér mjög langa sögu. Þegar vopnaðir menn mættust, gangandi eða ríðandi, var tryggast að hafa höndina sem sverðinu brá sömu megin og sá var, sem á móti kom. Örvhentir riddarar urðu sjaldan ellidauðir. Þegar Bónifasíus áttundi páfi bauð pílagrímum árið 1300 að víkja til vinstri, var hann aðeins ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver var Thomas Alva Edison og hvaða uppgötvanir gerði hann?

Thomas Alva Edison fæddist í þorpinu Milan í Ohio-ríki í Bandaríkjunum árið 1847, en ólst upp í Port Huron í Michigan. Hann var aðeins þrjá mánuði í skóla og kennarinn taldi hann „ruglaðan“ enda var hann alla tíð heyrnardaufur. Hann sýndi þó snemma gott viðskiptavit með því að selja sælgæti og dagblöð í lestum sem...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Heródótos frá Halikarnassos?

Heródótos frá Halikarnassos var forngrískur sagnaritari, sem skrifaði um sögu Persastríðanna og hefur verið nefndur faðir sagnfræðinnar. Heródótos fæddist um 484 f.Kr. í Halikarnassos, sem var dórísk nýlenduborg í Litlu-Asíu. Hann ferðaðist víða, meðal annars til Samos og grískra nýlendna umhverfis Svartahaf, til ...

category-iconHugvísindi

Hvað er máltækni og hvaða máli skiptir hún fyrir íslensku?

Máltækni er tiltölulega nýlegt orð í íslensku – þýðing á því sem á ensku nefnist language technology. Einnig hefur orðið tungutækni verið notað um sama hugtak. Í stuttu máli má segja að með máltækni sé átt við hvers kyns samvinnu tungumáls og tölvutækni sem hefur einhvern hagnýtan tilgang; beinist að því að hanna ...

category-iconLögfræði

Af hverju er bundið fyrir augun á réttlætisgyðjunni Þemis?

Þemis er gyðja laganna í forngrískri goðafræði,[1] nánast persónugervingur þeirra. Fornar bókmenntir lýsa henni almennt ekki sem blindri eða með bundið fyrir augun. Sú lýsing virðist vera töluvert yngri. Í kviðum Hómers, elstu bókmenntum Grikkja, kemur Þemis fyrir þrisvar: hún tekur á móti Heru er sú síðarnefn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er elsta hundategund í öllum heiminum?

Eins ólíkir og hundar geta verið er rétt að taka fram strax í upphafi að í raun tilheyra allir hundar sömu tegund. Hún kallast á latínu Canis lupus familiaris eða Canis familiaris. Tegundin greinist hins vegar í fjölmörg ólík kyn. Það er enn deilt um það meðal vísindamanna hvenær tegundin hundur kom fram en e...

category-iconHagfræði

Hvað er arður, samkvæmt skilningi hagfræðinnar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skilgreinir hagfræðin hugtakið „arður“? Getur fyrirtæki tekið út arð ef það skuldar? Þá ekki lögfræðilega, heldur samkvæmt skilgreiningunni á orðinu. Arður er íslensk þýðing á alþjóðlega hugtakinu dividend. Með arði er átt við greiðslur fyrirtækis í atvinnurekstri t...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Ole Rømer og hvert var framlag hans til vísindanna?

Haustið 1676 skráði danski stjörnufræðingurinn Ole Rømer nafn sitt á spjöld sögunnar, þegar hann sýndi fram á það fyrstur manna, að ljósið hreyfist með endanlegum hraða. Niðurstaðan byggðist á myrkvaathugunum, það er að segja mælingum á því hvenær Jó, eitt af tunglum Júpíters, hvarf í skugga móðurstjörnunnar og hv...

category-iconStærðfræði

Hver var Apollóníos frá Perga og hvert var framlag hans til vísindanna?

Apollóníos frá Perga (um 262 – 190 f.Kr.) er oft talinn síðastur í röð mestu stærðfræðinga Forngrikkja, en meðal fyrirrennara hans á fyrra blómaskeiði forngrískrar stærðfræði voru Pýþagóras (um 570 – 490 f.Kr.), Evklíð (um 325 – 275 f.Kr.) og Arkímedes (287 – 212 f.Kr.). Marga fleiri mætti þó nefna og enn áttu Ptó...

category-iconTrúarbrögð

Á hverju byggist munklífi?

Upprunalega spurningin var:Á hverju byggist munklífi? Hvaða verkefnum var sinnt í munka- og nunnuklaustrum á miðöldum? Er munka- og nunnuklaustur það sama? Allt frá fyrstu öldum kristni hefur gætt þeirrar hugsjónar að kristnum mönnum beri að líkja eftir lífi Krists og breytni á sem bókstaflegastan hátt. Nefna m...

category-iconLæknisfræði

Geta tveir einstaklingar farið í erfðapróf og fengið að vita hvort þeir séu samfeðra?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Við erum tvö sem erum búin að vera að spá hvort við eigum sama pabbann, við erum nokkuð viss en langar að fá að vita það 100%. Það er ekki mikil hjálp frá mömmu hans þar sem hún vill ekkert segja og pabbi minn eða okkar segir lítið. Okkur finnst mjög dýrt að borga nærri 300 þú...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig varð jörðin til?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um kynlitninga?

Kynlitningar eru, eins og nafnið bendir til, litningar sem ákvarða kynferði. Strax á fyrstu árum 20. aldar, eftir að erfðalögmál Mendels höfðu verið grafin úr gleymsku og athuganir á litningum fóru í vöxt, urðu menn þess varir að að litningamengi kynjanna eru ekki alveg eins. Athuganir á skordýrum sýndu til dæmis ...

category-iconVísindi almennt

Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?

Það mundi kosta talsverðan tíma og þolinmæði að koma á góðum samskiptum við geimverur. Búast má við að reynsluheimur þeirra sé allur annar en okkar, til dæmis hafi líf á reikistjörnum utan sólkerfisins þróast allt öðru vísi en hér á jörðinni. En í eðli sínu væru samskiptin engu að síður hliðstæð því þegar við læru...

Fleiri niðurstöður