Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4907 svör fundust
Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade?
Tardigrade eða bessadýr eins og þessi lítt þekkti hópur dýra heitir á íslensku tilheyrir fylkingu hryggleysingja. Fræðiheiti þeirra er Tardigrada. Bessadýrum var fyrst lýst á vísindalegan hátt af þýska dýrafræðingnum Johann August Ephraim Goeze (1731-1793) árið 1773 og hefur nú rúmlega 400 tegundum verið lýst. ...
Skemmir sódavatn tennur?
Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það. Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt ...
Hvað merkir það þegar köttur dillar rófunni?
Rófan er eitt mikilvægasta tjáningartæki katta og gegnir veigamiklu hlutverki í táknmáli þeirra. Með því að fylgjast með rófunni má fá miklar upplýsingar um líðan katta. Sem dæmi má nefna að þegar köttur dillar skottinu taktfast, til dæmis þegar hann liggur og einhver klappar honum, þá er það merki um pirring og ...
Hver var Jón Ólafsson Indíafari og hvers konar ferðasögu skrifaði hann?
Talið er að Jón Ólafsson (1593-1679) sem varð svo frægur að komast alla leið til Indlands, hafi skrifað sögu sína um 1660. Þar eru óteljandi skemmtilegar og lifandi frásagnir af því sem fyrir augu hans og eyru bar. Jón var ævintýragjarn og yfirgaf heimaslóðir sínar á Vestfjörðum árið 1615 þegar hann tók sér far me...
Úr hverju er stál?
Stál er blanda járns og kolefnis og stundum fleiri frumefna. Kolefnisinnihald í stáli er á bilinu 0,1% - 2%. Ef kolefnisinnihald í blöndunni fer yfir 2% kallast efnið steypujárn, pottur eða pottjárn. Þá er það stökkt og ekki er hægt að hamra það til eins og stál og járn. Stál hefur margþætt notagildi, það er no...
Af hverju verða gervihnettir að vera yfir miðbaug jarðar ef þeir eiga ekki að hringsóla um hana?
Skýringin á þessu er fólgin í þyngdarlögmálinu ásamt svonefndu öðru lögmáli Newtons. Af þessum lögmálum leiðir að braut gervihnattar er alltaf í sömu sléttunni (plane) sem við köllum brautarsléttu og sú slétta liggur auk þess um jarðarmiðju. Ef braut gervihnattar liggur einhvers staðar norður fyrir miðbaug hlýtur ...
Hvað er rúmfræði?
Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er rúmfræði sú fræðigrein sem fæst við lögun hlutanna og stærð, einkum rúmmálsfræði og flatarmálsfræði. Ef við leitum út fyrir landsteinana þá segir orðabók Websters að rúmfræði sé (í lauslegri þýðingu minni) grein stærðfræði sem fæst við mælingar, eiginleika og tengsl lína, punkta,...
Eru ljón hættuleg mönnum?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Eru ljón jafn hættuleg og haldið er fram í sögum? Eru þau svo grimm að þau ráðist á menn? Til eru margar sögur af mannætuljónum sem oftar en ekki eiga rætur að rekja til Viktoríutímabilsins þegar evrópskir landkönnuðir færðu þeim sem heima sátu frásagnir af fjarlægum slóðum....
Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?
Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum; var annar upprunninn í borginni Sale í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu; hinn var frá Algeirsborg (sem nú er höfuðborg Alsírs) og birtist á Íslandi um hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og...
Hver er Hélène Cixous og hvert er hennar framlag til fræðanna?
Franski rithöfundurinn og fræðikonan Hélène Cixous fæddist í Oran í Alsír árið 1937. Hún ólst upp í fjölþjóðlegu og fjöltyngdu umhverfi þar sem þýska og franska voru talaðar á heimilinu, en arabíska og spænska á götum úti. Fjölskylda hennar í báða leggi voru gyðingar. Móðir hennar flúði nasismann með því að flytja...
Af hverju urðu Nonna- og Mannabækurnar svona vinsælar?
Jón Sveinsson fæddist árið 1857 og ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann missti föður sinn vorið 1869 en þá um haustið bauðst drengnum að fara til náms í Frakklandi. Út fór hinn ungi Jón og dvaldi eitt ár í Danmörku, tók kaþólska trú og hélt síðan til Frakklands til náms í jesúítaskóla. Hann gerðist jesúíti og ...
Af hverju var bannað að borða hrossakjöt hér áður fyrr?
Um aldir var það almennt viðhorf í íslensku samfélagi að algjört bann væri við því að leggja sér hrossakjöt til munns. Þetta bann var tengt túlkun á Biblíunni, sem fól í sér að einungis mætti borða kjöt af klaufdýrum. Bannið við hrossakjötsáti var fornt en neysla þess var meðal annars notuð til að greina á milli h...
Hvar var Helena hin fagra í Trójustríðinu og hvað varð um hana eftir stríðið?
Þetta er ágætis spurning enda er brottnám Helenu hinnar fögru kveikjan að elstu og þekktustu bókmenntum Grikkja, Ilíons- og Ódysseifskviðu. Þegar Helena er numin á brott af París, syni Príamusar Trójukonungs, frá eiginmanni sínum Menelási í Spörtu, halda Grikkir til Tróju í því skyni að endurheimta hana. Við t...
Hvernig finnur maður ummál þríhyrnings?
Lítum á þríhyrninginn ABC. Hann hefur hornin A, B, og C og hliðarnar a, b og c, eins og sést á myndinni. Til þess að finna út ummál þríhyrnings leggjum við saman allar hliðar hans, það er: \[U_{\bigtriangleup }=a+b+c\] Til að reikna út ummálið þurfa þess vegna lengdir allra þriggja hliða þríhyrningsins að vera...
Hvað er efnagreining?
Efnagreiningar eru mikilvægt svið innan efnafræðinnar. Þeim má skipta í tvo meginþætti, það er eigindlegar (e. qualitative) og megindlegar eða magnbundnar (e. quantitative) efnagreiningar. Efnagreingar eru mikilvægt svið innan efnafræðinnar. Hægt er að skipta efnagreiningum í annars vegar eigindlegar efnagrein...