Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3503 svör fundust
Er tími í raun og veru til?
Til að sjá hvort tími er til verðum við fyrst að athuga hvað tími er. Tíma má sjá sem margt í senn. Hægt er að sjá hann sem tæki til að mæla breytingar og einnig sem framfarandi runu augnablika í þræði. Hægt er að sjá tíma sem sandkorn í stundaglasi þar sem framtíðin fellur í augu okkar en fortíðina má sjá sem hrú...
Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?
Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...
Hvað er nanótækni?
Forskeytið nanó- vísar til hluta sem eru nokkrir nanómetrar að stærð. Einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra. Þvermál vetnisatóms er einn tíundi úr nanómetra og fjarlægð milli atóma í kristalli er á bilinu 0,2-0,6 nanómetrar. Því er talað um að hlutir gerðir úr nokkrum atómum, til dæmis 10-10.000, séu á nanó...
Fann Pýþagóras upp Pýþagórasarregluna eða er hún bara kennd við hann?
Pýþagóras fæddist á eyjunni Samos og ól þar aldur sinn til fertugs eða svo, er hann fór þaðan vegna harðstjórnar og settist að í nýlenduborginni Króton syðst á Ítalíu, en hún var þá frægust borga þar um slóðir. Samtíðarmenn Pýþagórasar litu margir á hann sem vitring og hann kom sér fljótlega upp hópi lærisvein...
Hafði eyjan sem Sírenurnar í grísku goðafræðinni bjuggu á eitthvert nafn?
Ekki virðist vera til eitthvað nafn á eyjunni sem Sírenurnar voru sagðar búa á. Þó er minnst á það í frásögnum grísku goðafræðinnar að þær hafi byggt sér hof við Sorrento sem stendur á nesi við Napólí á Ítalíu. Sírenunum er lýst í grísku goðafræðinni sem verum sem eru til helminga konur og til helminga fuglar. ...
Getur komið jarpt afkvæmi undan brúnni meri og rauðum hesti?
Í mjög stuttu máli er svarið við þessari spurningu já: Það getur komið jarpt afkvæmi undan brúnu og rauðu. En skoðum málið aðeins nánar til að skilja hvers vegna. Aðallitir í hrossum og jafnframt þeir algengustu eru brúnn, jarpur og rauður. Tvö aðalefni ráða litnum, annað svart en hitt rautt eða rauðgult. ...
Er merkjanlegur áherslumunur í fréttaflutningi milli fjölmiðla, svo sem dagblaða, útvarps og sjónvarps?
Segja má að miðlarnir hafi áhrif á fréttaflutning á tvennan hátt, annars vegar hvað er í fréttum og hins vegar hvernig fréttir eru settar fram. Í eðli sínu er prentmiðlarnir og ljósvakamiðlarnir mjög ólíkir miðlar sem gera þar af leiðandi ólíkar kröfur til notenda sinna. Prentmiðlarnir, dagblöð og tímarit, ha...
Hvaða áhrif hafði Aristóteles á miðöldum og fyrir hvað var hann þekktur?
Aristóteles var þekktastur og áhrifamestur heimspekinga á miðöldum og með nokkrum rétti mætti kalla 12. og 13. öld aldir Aristótelesar. Þegar Tómas frá Akvínó vísar til Aristótelesar í ritum sínum lætur hann sér nægja að kalla hann “heimspekinginn” – allir vita við hvern er átt. Rit Aristótelesar voru uppgötvuð sm...
Af hverju verður þynning á ósonlaginu yfir suðurpólnum þar sem eru fáar verksmiðjur, en ekki yfir Bandaríkjunum?
Skýringin á því að ósonþynning gerist öðru fremur yfir suðurpólnum er í meginatriðum þríþætt. Í fyrsta lagi berast efnin sem valda þynningunni um allan lofthjúpinn þó að þau eigi að miklu leyti upptök sín í iðnríkjunum eins og spyrjandi hefur í huga. Í öðru lagi dregst ósonið í lofhjúpnum sérstaklega að suðurskaut...
Var böðull Jóns Arasonar íslenskur glæpamaður eða danskur embættismaður?
Böðullinn sem hjó Jón Arason biskup á Hólum og syni hans tvo, Ara lögmann og séra Björn á Melstað, 7. nóvember árið 1550, var íslenskur og hét Jón Ólafsson. Norðlenskir hefndu þeirra feðga árið 1551. Í Setbergsannál segir:Þegar þeir norðlenzku riðu frá Kirkjubóli eftir hefnd fyrir þá feðga, fundu þeir böðulinn,...
Hvað er sannleikur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er sannleikur? Er hann það sem gerðist, hvernig atburðurinn er túlkaður eða hvernig við munum hann?Þessa spurningu má orða á ofurlítið annan hátt en hér er gert: Er sönn lýsing á atburði sú lýsing sem lýsir atburðinum, túlkar hann, eða gerir grein fyrir því hvernig muna...
Hver var A.R. Radcliffe-Brown?
Alfred Reginald Radcliffe-Brown (1881-1955) er einn áhrifamesti mannfræðingur sem uppi hefur verið. Hann var helsti forvígismaður virknishyggju (structural-functionalism) innan mannfræðinnar og einn helsti kenningasmiður greinarinnar. Ef segja má að Bronislaw Malinowski hafi lagt grunninn að breskri mannfræði með ...
Hvers vegna kemur reykurinn af eldinum?
Í eldi eru efnin í eldsneytinu að brenna, það er að segja að taka upp súrefni eða ildi úr andrúmsloftinu. Við það losnar mikil orka sem veldur örri hreyfingu á sameindum efnisins og birtist okkur sem hiti og varmi eða varmaorka. Þessi hreyfing er yfirleitt svo mikil að efnin skipta um ham sem kallað er og verða að...
Hversu gamlar eru pýþagórískar þrenndir?
Saga pýþagórískra þrennda er mun eldri en saga Pýþagórasar. Á leirtöflu frá Babýlon sem talin er vera frá um 1700 f. Kr. og er nefnd Plimpton 322 hafa fundist skýr merki um áhuga og þekkingu á pýþagórískum þrenndum. Plimpton 322 leirtaflan. Fyrstu línur töflunnar líta þannig út, aðlagaðar að nútímarithætti me...
Hvað er langt milli Vopnafjarðar og Eyrarbakka upp á míkrómetra?
Þessi spurning gefur tilefni til að taka á málum sem margir átta sig ekki á til hlítar. Er þá einkum átt við nákvæmni í tölum og talnameðferð og hvernig hún helst í hendur við eðli máls og aðstæður allar hverju sinni. Míkrómetrinn er skammstafaður µm, þar sem µ er gríski bókstafurinn mý. Einn µm er milljónasti ...