Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3743 svör fundust
Hvað geta uglur orðið gamlar? Í hvaða löndum lifa uglur?
Uglur heyra undir flokk einsleits hóps fugla sem nefnist Strigiformes á fræðimáli. Þær eru ránfuglar og veiða aðallega þegar skyggja tekur. Alls eru þekktar um 334 tegundir í 48 ættkvíslum. Uglur finnast á öllum meginlöndunum nema Suðurheimskautslandinu. Þær finnast ennfremur á fjölda eyja í Suður-Kyrrahafinu. Ugl...
Eru hvalir með hár?
Feldur spendýra hefur það meginhlutverk að halda á þeim hita. Ef feldurinn blotnar dregur mikið úr einangrunargildi hans. Þróunin hjá sjávarspendýrum hefur því orðið sú að í stað líkamshára hafa þau þykkt fitulag sem er mun betri varmaeinangrun í sjónum. Hvalir eru þó ekki með öllu hárlausir. Í móðurkviði eru ...
Hvers vegna er ekki líf á öllum plánetum í geiminum?
Þó svo að ekki sé vitað um líf á öðrum hnöttum gera flestir raunvísindamenn ráð fyrir þeim möguleika að einhvers staðar utan jarðarinnar sé líf að finna eins og Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um í svari sínu við spurningunni Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum? Hins vegar þekkjum við aðeins örlítið ...
Af hverju er stærðfræði til?
Stærðfræðin og önnur vísindi eru til einkum af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er gagnlegt að ráða yfir þekkingunni og skilningnum sem í þeim felst og í öðru lagi svala vísindi og þekking forvitni okkar. Seinni ástæðan gæti þó verið tengd þeirri fyrri, það er að segja að við erum kannski forvitin af því að við finn...
Hvaða 'mjalla' er átt við þegar menn eru ekki með öllum mjalla?
Orðið mjalli merkir ‘skynsemi, heilbrigði, vit’ en einnig ‘hvítleiki’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um mjalla í orðasambandi er úr skrifum Árna Magnússonar handritasafnara rétt fyrir aldamótin 1700. Hann er þar að skýra sambandið ekki er mjallinn á og segir það merkja ‘ekki fer vel’. Elstu dæmi Orðabókarinna...
Af hverju eru skíðishvalir ekki jafnfélagslyndir og tannhvalir?
Ólík félagskerfi skíðishvala og tannhvala eru að mestu mótuð af lifnaðarháttum þeirra og líkamsbyggingu. Tannhvalir margfalda afkastagetu sína við veiðar ef þeir tilheyra hópi sem vinnur saman á kerfisbundinn og skipulagðan hátt. Líkamsbygging skíðishvala er gerólík byggingu tannhvala. Veiðibúnaður þeirra, það er ...
Af hverju eru hundar gæludýr manna?
Sjálfsagt er hægt að svara þessari spurningu á ýmsan hátt. Meðal annars með því að vísa í hvernig félagsgerð hunda er en hundar eru hópdýr og hentuðu því vel sem gæludýr inn á heimilum okkar mannanna, auk þess að sinna mörgum mikilvægum verkum manninum til gagns í þúsundir ára. Um tilkomu þessa langa sambands m...
Hvað er í „óspurðum fréttum“?
Upprunalega spurningin var: Hvað er átt við orðalaginu "í óspurðum fréttum" og er vitað hvaðan það kemur? Lýsingarorðið óspurður merkir annars vegar ‘sem ekki hefur verið spurður’ en hins vegar ‘sem ekki hefur verið spurt eftir’. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðið að minnsta kosti fr...
Er hægt að dulkóða gagnagrunn á heilbrigðissviði þannig að enginn geti fundið ákveðinn einstakling? Hvers vegna? Hvers vegna ekki?
Þetta er athyglisverð spurning. Stutta, einfalda og tæknilega svarið er já, og munum við byrja á að útskýra hvað er átt við með því, en síðan verðum við að bæta en..., og ennfremur... við það svar. Já Telja má víst að allir fræðimenn sem stunda rannsóknir á sviði dulritunar séu sammála um að með nútíma dulrit...
Hvert er rétt hlutfall á frumefnunum kopar og tini í bronsi?
Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum, stytting á „aes Cyprium“ (málmur frá Kýpur), en á Kýpur voru þekktar koparnámur í fornöld. Kopar er rauð-appelsínugulur eða rauð-brúnn á lit. Liturinn er einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir mál...
Hver var Friðþjófur Nansen og hvert var hans framlag til vísindanna?
Friðþjófur Nansen (1861-1930).Friðþjófur Nansen fæddist 10. október 1861 í Frøen skammt frá Osló, sem þá hét Kristíanía. Hann var annað barn lögfræðingsins Baldurs Nansens og seinni konu hans Adelaide og eignaðist síðar yngri bróður. Ungur að árum kynntist Nansen útivist og íþróttaiðkun og var snemma góður íþrótta...
Hvað verða heimiliskettir stórir?
Langflestir heimiliskettir (Felix catus) eru um 3-5 kg á þyngd. Til eru dæmi um að ofaldir innikettir geti orðið vel yfir 10 kg. Meðallengd læðu eru rúmir 50 cm og fress getur orðið rúmir 70 cm. Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla ...
Eru ekki miklar líkur á 3. heimstyrjöldinni ef flest stríð hafa verið vegna trúarbragða og meiri hluti heimsins er trúaður?
Spyrjandi gefur sér að flest stríð heimsins hafi verið vegna trúarbragða. Þetta er að líkindum ekki rétt. Trúarbrögð hafa alla tíð blandast með ýmsum hætti í stríðsátök en rætur stríðsátaka má oftast finna í ýmis konar hagsmunatogstreitu frekar en í ólíku viðhorfi til almættisins. Trúarbrögð eru hins vegar oft...
Eru galdrar til?
Galdur felur í sér tilraunakennda þekkingarleit, sem er að hluta til byggð á eftirfarandi: athugun á lögmálum og náttúrukröftum,trú mannsins á æðri máttarvöld,trú hans á eigin getu til þess að ná sambandi við og virkja innri sem ytri krafta. Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér vi...
Hvað er venjulegt? Hver eru viðmiðin fyrir venjulegt?
Þetta er föstudagssvar. Eins og venjulegt er um slík svör ber ekki að taka hvert orð í því bókstaflega, þó að það geti kannski vakið til umhugsunar. Ritstjórn hefur þann sem samdi frumdrög svarsins sterklega grunaðan um að hafa brugðið á leik með mál og stíl undir lok vinnuvikunnar enda hafi endorfín verið farið a...