Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hver var Flinders Petrie og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?
Enski fornleifafræðingurinn William Matthew Flinders Petrie var leiðandi í rannsóknum á fornöld Egyptalands og Palestínu í lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. en er best þekktur nú á dögum sem frumkvöðull í beitingu vísindalegra vinnubragða við uppgröft og greiningu forngripa. Flinders Petrie fæddist í Kent á...
Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í hagfræði?
Hagfræðingar verja drjúgum tíma í að skoða tvíburana framboð og eftirspurn og er oft rætt um lögmál í því samhengi. Er því þannig haldið fram að um eftirspurn gildi það lögmál að því hærra sem verð tiltekinnar vöru eða þjónustu sé því minni verði eftirspurnin. Sömuleiðis er því iðulega haldið fram að því hærra sem...
Hvaða dýr lifa í Kyrrahafinu?
Kyrrahafið er stærsta úthaf jarðar, alls 181 milljón ferkílómetrar, sem er stærra en yfirborð alls landmassa jarðarinnar. Meðaldýpt Kyrrahafsins er 3.940 metrar og þar er að finna dýpstu hafála jarðar, til að mynda Mariana-gjána sem nær 11.034 metra undir yfirborði sjávar. Þar er einnig að finna hæsta fjall jarðar...
Eru öll svör á Vísindavefnum sambærileg eða eru þau unnin á mismunandi hátt?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „nei, svörin á Vísindavefnum eru alls ekki öll sambærileg“. Þar kemur einkum tvennt til - annars vegar eru spurningarnar afar fjölbreyttar og taka til allra fræðasviða vísindanna, hins vegar eru spyrjendur Vísindavefsins á ýmsum aldri og hafa ólíkan bakgrunn. S...
Hvaða áhrif hafa loftlagsbreytingar á sjávarlíf?
Þær veðurfarsbreytingar sem eiga sér nú stað vegna uppsöfnunar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koltvíildis (CO2), í lofthjúpi jarðar og í hafinu, sem gleypir mikið af koltvíildi, hafa margvísleg áhrif á vistkerfi hafsins. Vegna losunar gróðurhúsalofttegunda við brennslu og aðra athafnir mannkyns hefur hitastig ...
Hvaða rannsóknir hefur Kristinn Schram stundað?
Kristinn Schram er dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Helsta rannsóknarsvið hans er þjóðfræði í þverþjóðlegum samskiptum og þjóðernislegum sjálfsmyndum. Rannsóknir hans snúa meðal annars að frásagnar- og efnismenningu hreyfanlegra hópa sem skoðuð er í tengslum við menningarlegt samhengi og menningarpólití...
Er Ísland sjálfbært ef landið lokast vegna stríðs eða heimsfaraldurs?
Öll spurningin hljóðaði svona: Gæti Ísland og íslenska þjóðin verið sjálfbær ef landið myndi lokast eða það þyrfti að loka landinu til lengri tíma? hvort sem það yrði vegna stríðs eða heimsfaraldrar. Ólíklegt er að styrjöld eða heimsfaraldur krefðust algjörrar lokunar landsins. Í styrjöld sem takmarkaðist v...
Af hverju er krónumynt enn gefin út á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd var: Hér um árið var loksins hætt að gefa út hina vitagagnslausu aura, svo hvers vegna er krónumyntin (sem í dag er alveg jafn gagnslaus og ónothæf, ekki einu sinni sjálfsalar taka krónur!) ennþá gefin út með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið? Þótt ekki sé hægt að kaupa mikið f...
Af hverju verður sprenging þegar vatn kemst í snertingu við fljótandi ál, en ekki ef álið er á föstu formi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju verður bara sprenging þegar vatn kemst í snertingu við fljótandi ál, en ekki þegar álið er komið í fast form? Ál er frumefni númer 13 í lotukerfinu. Ál er mjúkur málmur, bræðslumark þess er 660°C og suðumarkið er 2.470°C. Til samanburðar er suðumark vatns einung...
Hvað eru hitahillingar og hvernig er hægt að útskýra þær á vísindalegan hátt?
Með misleitu efni, þar sem svonefndur ljósbrotstuðull (e. index of refraction) breytist með staðsetningu í efninu, verður tilveran fjölbreyttari en þegar brotstuðulinn er sá sami alls staðar í efninu. Þá svigna ljósgeislar á ferð sinni um efnið. Þar sem breyting á hitastigi með hæð í loftlögum næst jörðu veldur br...
Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans?
Í stuttu máli má segja að skynjun fólks á hraða tímans sé mjög breytileg, bæði eftir aldri, virkni og öðrum aðstæðum. Við vitum til dæmis að til er aldrað fólk sem er ekki síður frískt og nýtur lífsins en þeir sem yngri eru. En hjá hverjum og einum verða þó ákveðnar aldurstengdar breytingar sem hægja á hreyfingum ...
Hvað getið þið sagt mér um hafmeyjar?
Sagnir um hafmeyjar eru gamlar og eiga meðal annars rætur í grískum goðsögum um sírenur. Sírenurnar voru raddfagrar söngmeyjar í fuglslíki að neðanverðu er seiddu til sín menn með yndisfögrum söng og drápu þá. Ýmsum sögum fer af uppruna þeirra en þeim ber þó flestum saman um að sírenurnar hafi hlotið fuglshaminn s...
Hver var Arkímedes og hvert var hans framlag til vísindanna?
Arkímedes var forngrískur vísindamaður frá Sýrakúsu á Sikiley. Hann fékkst við stærðfræði, eðlisfræði og stjörnufræði, auk þess sem hann var klókur uppfinningamaður og raunar frægastur sem slíkur í fornöld. Án nokkurs vafa telst hann einn snjallasti uppfinningamaður fornaldar en margir telja hann einnig einn merka...
Er það satt að maður stækki mest á meðan maður sefur?
Hvort sem maður stækkar mest á meðan maður sefur eða ekki þá er svefn mjög mikilvægur fyrir vöxt. Þá fer fram nýmyndun efna sem er forsenda vaxtar og viðhalds. Komið hefur í ljós að stuttu eftir að maður sofnar nær magn vaxtarhormóns í blóði hámarki. Ein nótt án svefns veldur ekki vaxtarstöðvun en ef við fáum alme...
Hver var Erwin Schrödinger og hvert var framlag hans til skammtafræðinnar?
Austurríski eðlisfræðingurinn Erwin Schrödinger (f. 12.8. 1887 í Vín, d. þar 4.1. 1961) var einn af frumkvöðlum skammtafræðinnar og meðal merkustu vísindamanna tuttugustu aldar. Bylgjujafnan, sem hann setti fram árið 1926 og við hann er kennd, er lykillinn að skilningi nútímaeðlisfræði á gerð og hegðun frumeinda o...