Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 226 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? Um þetta erum við hjónin ekki sammála.

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er klukkan þegar hún hallar í þrjú? A) að ganga þrjú B) rúmlega hálf þrjú Við hjónin erum ekki sammála. Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, fjallaði um klukkuna í Málfarsmolum sínum 13. janúar 2015 sem finna má á netinu. Þar nefnir hún margvíslegt orð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða klíðir er átt við þegar einhver er í miðjum klíðum?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað er klíð eða klíðir eins og í „ég er í miðjum klíðum“ (við tiltekna athöfn) og tengist það eitthvað klíðinu í hveitiklíði? Orðið klíð merkir ‘vefjarstykki, það sem ofið er í einu stykki’. Orðatiltækið í miðjum klíðum merkir þá að ‘hætta við eitthvað í miðju kafi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðatiltækið „í gríð og erg“ komið?

Kvenkynsorðið gríð merkir ‘ákafi, áfergja’ og er skylt orðinu gríður sem var í fornu skáldamáli notað sem tröllkonuheiti, meðal annars í kenningum. Með gríðar stóði, gríðar grástóði og gríðar fákum er til dæmis átt við úlfa í kveðskap. Gríður hét einnig tröllkona sú sem Þór átti soninn Viðar með samkvæmt Sno...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nafnið Indriði er með þremur i-um, er það eina íslenska karlmannsnafnið með þremur i-um?

Indriði er eina nafnið sem mér er kunnugt um sem ritað er nú með þremur i-um. Önnur þríkvæð nöfn með sama sérhljóði finnast í nafnaforðanum, eins og til dæmis Aðalbrandur með þremur a-um, en þau eru fremur fá. Nafnið Indriði þekkist þegar í fornu máli ritað Eindriði eða Eindriðr. Í formála Snorra-Eddu er sonars...

category-iconSálfræði

Getum við munað eftir einhverju sem gerðist í lífi okkar fyrir þriggja ára aldur?

Ólíklegt er að fullorðið fólk muni eftir atburðum sem gerðust fyrir þriggja eða fjögurra ára aldur. Þetta kallast bernskuóminni (e. infantile amnesia, childhood amnesia) og hefur lengi verið þekkt. Á seinni árum hafa bæði hugrænir sálfræðingar (e. cognitive psychologists) og hugfræðingar (e. cognitive scientis...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?

Upphaflega hljómaði spurningin svona: Oft hefur verið talað um fimm skynjanir okkar, þ.e. lykt, sjón o.s.frv. En er ekki hægt að tala um jafnvægisskynið sem sjötta skilningarvitið? Eins og spyrjandi bendir réttilega á er hefð fyrir því að tala um að menn hafi fimm skilningarvit, eða sjónskyn, heyrnarskyn, lykta...

category-iconSálfræði

Getur fólk sem missir útlim enn fundið fyrir honum þótt hann vanti?

Hægt er að finna fyrir útlim sem fólk hefur misst eða fæðst án og nefnist það að hafa vofuverk eða gerningaverk. Á ensku kallast útlimurinn sem er horfinn 'phantom limb' og á íslensku draugalimur. Draugalimur er nokkuð algengur þar sem um 70% fólks sem missir útlim finnur fyrir honum áfram. Algengast er að fólk fi...

category-iconSálfræði

Hver er munurinn á einhverfu og Asperger-heilkenni?

Einhverfa (e. autism) og Aspergerheilkenni (e. Asperger's syndrome) eru hvort tveggja þroskaraskanir sem teljast til einhverfurófsraskana. Slíkar raskanir lýsa sér meðal annars í truflunum á samskiptum og félagsþroska og eiga það sameiginlegt að þær eru taldar orsakast af frávikum í þroska taugakerfisins. Eink...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur?

Spurningin var svona í heild: Þegar maður les nótur (ég spila t.d. á píanó og les nóturnar þegar ég spila) hvort skynjar maður þær með vinstra eða hægra heilahvelinu? Spurningin er væntanlega sprottin af því að lestur og önnur úrvinnsla tungumáls fer aðallega fram í vinstra heilahveli hjá flestu fólki en tónlist...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?

Erfðafræðilegur skyldleiki tveggja einstaklinga fer eftir nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi geta atburðir leitt til þess að tvö fóstur myndast úr einu frjóvguðu eggi og þar með eineggja tvíburar. Meira máli skiptir þó hvort viðkomandi eigi sömu foreldra. Allar manneskjur eru erfðafræðilega einstakar en sumar eru samt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið egó á íslensku, hvaðan er það komið og hvenær var farið að nota það hérlendis?

Lára Björk bætir við: „Hefur merking þess breyst í gegnum tíðina?“ Hér er einnig svarað spurningu Öldu Sveinsdóttur: „Hvað er egóisti?“ Orðið egó, ‘ég’, er komið úr latínu og er þar persónufornafn í fyrstu persónu eintölu nefnifalli. Á síðari hluta 19. aldar var farið að nota orðið egó að erlendri fyrirmynd, da...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins tungl? Viðlíka orð virðist ekki vera notað í skyldum málum.

Orðin tungl og máni þekkjast þegar í fornu máli í ýmsum fornritum. Í Njáls sögu segir til dæmis: „Þeim sýndisk haugrinn opinn, ok hafði Gunnarr snúizk í hauginum ok sá í móti tunglinu“ (ÍF XII, bls. 193). Í kaflanum „Himins heiti, sólar ok tungls“ í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu notar Snorri Sturluson máni sem eit...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp sígarettuna og hvenær?

Frumbyggjar í Ameríku þekktu tóbakið löngu á undan Evrópubúum og notuðu það til dæmis við helgiathafnir. Astekar reyktu til dæmis reyrstilka fyllta með tóbaki, annars staðar voru tóbakslaufin kramin og þeim rúllað upp í hýði af maís eða öðrum jurtum áður en þau voru reykt. Laufin voru einnig tuggin. Á myndinni má ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast einmánuður þessi nafni?

Einmánuður er síðasti mánuður vetrar og tekur við af góu. Hann hefst á þriðjudegi á bilinu 20.–26. mars og stendur þar til harpa tekur við á bilinu 19.–25. apríl. Nafnið kemur fyrir þegar í fornum bókmenntum, meðal annars í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu. Þar segir um skiptingu ársins (1949: 239):Frá jafndægri er ha...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?

Upprunalega spurningin var: Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki? Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ...

Fleiri niðurstöður