Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2436 svör fundust
Af hverju er sagt núll gráður en ekki núll gráða?
Þegar nafnorð stendur með tölunni núll, sem helst er í dæmum eins og (hiti) núll gráður, er nafnorðið alltaf haft í fleirtölu – við segjum ekki (hiti) *núll gráða. Þetta kann að virðast sérkennilegt og jafnvel órökrétt og ástæðan liggur ekki alveg í augum uppi, en gefur tilefni til vangaveltna um stöðu og hlutverk...
Er Ísafjarðardjúp rétt heiti yfir stóra fjörðinn sem allir hinir firðirnir ganga inn úr?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Þegar rætt er um firði eru menn ósammála um Ísafjarðardjúp eins og stendur á Íslandskortinu. Gaman væri að fá úr því skorið hvernig í þessu liggur. Það er að segja hvað heitir þessi fjörður, þessi stóri sem allir firðirnir ganga inn úr eins og við tölum um Arnarfjörð og svo firðin...
Er það rétt að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi hent goðum í Goðafoss?
Örnefnið Goðafoss er að minnsta kosti til í 6 ám á landinu:Fyrst er að nefna Goðafoss í Hallardalsá í landi Klúku í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í Goðdalsá í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í örnefnaskrá er talað um að Goði sem fossinn sé kenndur við sé heygður í Goða í túninu í Goðdal. Í Hofsá í Svarfaða...
Hver fann upp skriðdrekann?
Eins og á oft við um uppfinningar getur verið snúið að segja til um hver fann upp hitt og þetta. Sú hugmynd að nota varin farartæki nær aftur til 9. aldar f.Kr. hjá Assyríumönnum. Assyría var fornt stórveldi í Vestur-Asíu. Notkun farartækja í hernaði má svo rekja aftur til 2. aldar f.Kr. meðal Egypta og fleiri...
Hvers vegna má segja bæði í gærkvöld og í gærkvöldi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hlutir sem gerðust í gærkvöld fremur en í gærkvöldi. Góðan dag, eftir að hafa horft á fréttir undanfarið hef ég orðið var við að flest allir fréttamenn segja „í gærkvöld“. Sem dæmi „FH vann Val í gærkvöld“, „ráðist var á mann í gærkvöld“ og svo framvegis. Ef maður beygir ...
Hvað er fornyrðislag?
Kvæði lík eddukvæðum eru til á ýmsum germönskum tungumálum, svo sem fornensku og fornháþýsku. Enn er deilt um aldur hinnar fornensku Bjólfskviðu og fornháþýsku Hildibrandskviðu en bæði kvæðin eru þó bersýnilega undir sama samgermanska bragarhættinum og norræn kvæði á borð við Völuspá og Atlakviðu. Þannig eru edduk...
Á hvaða plánetu gerist Star Wars?
Eins og kemur fram í upphafi hverrar kvikmyndar í Stjörnustríðsflokknum (e. Star Wars) segja þær sögu sem gerðist fyrir löngu síðan, í órafjarlægri vetrarbraut („A long time ago in a galaxy far, far away“). Þessi vetrarbraut, sólkerfi hennar og reikistjörnur eru þó ekki byggð á raunverulegum fyrirbærum...
Hvað er það sem gerist í frumunum þegar við fáum krabbamein?
Illkynja frumur eru að mörgu leyti frábrugðnar eðlilegum frumum og kannski er samnefnarinn fyrir afbrigðilega hegðun þeirra að þær kunna ekki lengur að hegða sér rétt í samfélagi frumna í líkamanum og hafa misst hlutverk sitt. Illkynja frumur fjölga sér stjórnlaust. Það þarf ekki endilega að merkja að þær fjö...
Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi?
Uppprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru til rannsóknir sem sýna hvort konur eða karlar beiti börn sín frekar ofbeldi? Á þá við andlegt og líkamlegt. Til eru þrjár tegundir af ofbeldi, 1) tilfinningalegt ofbeldi, 2) líkamlegt ofbeldi og 3) kynferðislegt ofbeldi. Hér verður fjallað um tilfinningalegt og líka...
Hvar voru skip víkinga sem sigldu til Vesturheims smíðuð?
Öll spurningin hljóðaði svona: Við landnám uxu að öllum líkindum ekki viðartegundir hér sem hægt var að nota til að smíða víkingaskip. Endingartími þeirra var frekar stuttur. Kannski 10-20 ár. Eru einhverjar vísbendingar um að víkingaskip hafi verið smíðað í víkingaferðum til Vesturheims? Engar leifar skipa sem...
Hvað er megineldstöð?
Megineldstöðvar má skilgreina með eftirfarandi eiginleikum: Þar gýs aftur og aftur, í rótum þeirra er kvikuhólf, þar myndast margvíslegar bergtegundir - basískar, ísúrar og súrar - og þar eru iðulega háhitasvæði. Krafla. Þorleifur Einarsson lýsir svo myndun og þróun megineldstöðva í bók sinni Myndun og mótun...
Hvað getið þið sagt mér um tígrisháf?
Tígrisháfurinn (Galeocerdo cuvieri) er stór og hættulegur hákarl (háfur) af ættinni Carcharhinidae. Hann er frægur fyrir grimmd sína og linnulaust hræát. Hann er ein af þeim tegundum hákarla sem hættulegir eru mönnum og eru mörg þekkt tilvik þar sem þessar skepnur hafa orðið mönnum að bana. Tígrisháfar veiða...
Hver var gyðingurinn gangandi?
Sagan um gyðinginn gangandi er gömul flökkusögn af ætt helgisagna. Hana má finna víða í þjóðsagnasöfnum, einkum í Evrópu. Sagan segir frá gyðingi sem nefndur er Assverus eða Buttadaeus og uppi á var á dögum Krists. Hlutverk hans og samskipti við frelsarann eru nokkuð misjöfn eftir gerðum sögunnar. Í íslenskri ...
Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?
Hugmyndir manna og kenningar um líf á Mars hafa tekið sífelldum breytingum með aukinni þekkingu á hnettinum. Í upphafi 20. aldar var ákaft rætt um kenningar Percivals Lowells, sem skoðaði Mars í sjónauka um árabil og taldi sig hafa greint viðamikið net skurða á yfirborði hnattarins. Ályktaði hann að vitsmunaverur ...
Eru til reglur um það hvenær nafnorð er kk., kvk. eða hk.? Fyrir útlending dugir ekki að bæta við greini.
Í íslensku hafa nafnorð nær alltaf fast kyn og sjaldnast er hægt að sjá af stofninum einum hvert kyn orðsins er. Aðeins fá dæmi eru þess að sama orðið sé til í fleiri en einu kyni. Það á þó til dæmis við um orð eins og hveiti og jógúrt, sem til eru bæði í hvorugkyni og kvenkyni, og regnskúr sem bæði er notað í kar...