Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað eru malarhjallar og hvernig myndast þeir?
Malarhjallar eru flestir að uppruna fornar óseyrar, myndaðir við hærri sjávarstöðu í ísaldarlokin. Vindheimamelar, malarhjallar myndaðir við hærri sjávarstöðu við lok ísaldar. Straumvatn ber með sér framburð, því grófari sem straumhraðinn er meiri, sem fellur til botns þegar straumnum lygnir. Sá hluti frambu...
Ingólfur Arnarson á að hafa fundið Ísland en hafði enginn komið til Íslands áður?
Það er einhver misskilningur hjá spyrjanda að Ingólfur Arnarson eigi að hafa „fundið Ísland“ eða komið þangað fyrstur. Hins vegar á hann að hafa verið fyrsti landnámsmaðurinn, það er að segja fyrstur til að hefja hér skipulega og varanlega búsetu. Þennan fróðleik höfum við úr heimildum eins og Íslendingabók og Lan...
Hver var Walter Benjamin og hvert var framlag hans til hugvísindanna?
Walter Benjamin (1892-1940) var einn merkasti og sérstæðasti hugsuður á sviði hugvísinda á Vesturlöndum á 20. öld. Höfundarverk hans er margþætt og fjölbreytilegt og hann fékkst í skrifum sínum við jafn ólík viðfangsefni og borgarfræði, kvikmyndir, söguspeki, ljósmyndatækni, bókasöfn, frímerki og jurtir svo dæmi s...
Hversu stórt var eldgosið í Hunga Tonga í janúar 2022?
Gosið í Tonga-eyjakasanum í Kyrrahafi þann 15. janúar 2022 er að öllum líkindum kraftmesta gos 21. aldarinnar hingað til. Samkvæmt bráðbirgðamati sérfræðinga sem skoðað hafa málið út frá hitastigi gosmakkarins í heiðhvolfinu reis hann í um 30 km hæð (sjá neðar) og gervitungl sýna að hann varð á stuttum tíma mjög s...
Geta tveir einstaklingar af ólíkum tegundum eignast afkvæmi saman?
Já einstaklingar af mismunandi tegundum geta eignast afkvæmi saman. Skilgreiningin á tegund er á þá leið að hún sé mengi þeirra einstaklinga sem geta eignast saman frjó afkvæmi. Það þýðir að til þess að einstaklingar teljist til sömu tegundar verða þeir að geta eignast afkvæmi saman sem getur svo sjálft eignast af...
Hvers vegna er álftin friðuð?
Í áliti nefndar sem fjallaði um friðun álftarinnar á Alþingi árið 1913 (sama ár og haförninn var friðaður) segir: Þá er svanurinn, og um alfriðun hans má búast við að verði skiftar skoðanir, en nefndin er í engum vafa um að rjett sje að friða hann. Svanurinn er hin mesta prýði í íslensku fuglalífi, nytjar hans mun...
Eru einhverjar eitraðar snáka- og froskategundir í Danmörku?
Skriðdýr eru ekki algeng í Danmörku. Ein tegund snáka sem þar lifir telst vera það eitruð að hún sé mönnum hættuleg. Það er höggormur (Vipera berus) sem reyndar er útbreiddasta snákategundin. Höggormar finnast um alla Skandinavíu, suður til Evrópu, meðal annars er hann tiltölulega algengur í Frakklandi og á Ítalíu...
Hvers konar veður valda snjóflóðum?
Hætta á snjóflóðum skapast oftast í tengslum við aftakaveður að vetrarlagi með mikilli snjókomu og skafrenningi. Krapaflóð falla einkum þegar hlánar og rignir snögglega niður í snjó, og aurskriður í kjölfar stórrigninga og örrar leysingar. Veðurfar er þannig einn mikilvægasti þátturinn sem segir til um ofanflóðahæ...
Hvað heitir elsta tré á Íslandi og hvað er það gamalt?
Hin upprunalegu íslensku tré, ilmbjörkin (Betula pubescens) og ilmreynir (Sorbus aucuparia), verða ekki mjög gömul miðað við fjölmargar erlendrar trjátegundir. Sennilega verða þau vart meira en 80 ára gömul. Því má ætla að innfluttar trjátegundir sem gróðursettar voru á 19. öld séu elstu tré landsins. Elsta tr...
Hvað lifir skógarþröstur lengi?
Fjölmargir garðeigendur telja sig þekkja skógarþresti (Turdus iliacus) í sundur og sjá þá sömu í garðinum á hverju vori mörg ár í röð. Það er því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvað skógarþrestir verða gamlir. Vitað er um skógarþresti sem náð hafa háum aldri en flestir lifa þó ekki nema í örfá ár. Skógarþ...
Hvaða enda er átt við þegar menn „ná ekki endum saman“?
Orðasamböndin að ná endum saman og láta enda ná saman eru einkum notuð um að láta tekjur og gjöld vera jöfn en einnig um að láta birgðir endast fram að næstu sendingu. Uppruninn er erlendur. Í dönsku er talað um at få enderne til at mødes og få enderne til at nå sammen þegar leysa þarf vandamál, einkum um að láta ...
Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hvað skrifaði Alexandre Dumas margar bækur? Gerði hann bara sögulegar bækur um konungsfjölskylduna í Frakklandi? Alexandre Dumas (1802-1870) var óhemju afkastamikill franskur rithöfundur, en eftir hann liggja á annað hundrað verka. Þekktustu verk hans eru án efa Skytturnar ...
Er hægt að ferðast fram í tímann?
Tímaferðalög hafa verið vinsælt umhugsunarefni að minnsta kosti síðan H.G. Wells gaf út skáldsöguna Tímavélina, undir lok 19. aldar. Þar segir frá manni sem ferðast langt fram í tímann og verður vitni að þróun mannkynsins í framtíðinni og örlögum þess, áður en hann snýr aftur til síns tíma. Bókin fangaði hugmyndaf...
Hvað gerist ef ég tek smurða brauðsneið, festi hana við bakið á ketti og kasta honum upp í loft?
Lesendur Vísindavefsins hefur vafalaust rennt í grun að ritstjórnin sé skipuð fólki sem dreymdi einu sinni um að vinna Nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til vísindanna. Það er líka alveg rétt. Hitt er svo einnig augljóst að fyrst þau vinna á Vísindavefnum er lítil von til að þessi draumur rætist. Annar raunhæfari ...
Af hverju þurfum við á mannréttindalögum að halda? Er ekki nóg að hafa lög í hverju landi?
Langflestar þjóðir vilja tryggja þegnum sínum ákveðin grundvallarréttindi og hafa því lögleitt mannréttindaákvæði. Mannréttindi takmarka heimildir ríkisvaldsins til íhlutunar í garð borgaranna og veita þannig öryggi og réttindi í samskiptum við hið opinbera. Þau eru þó engin trygging fyrir því að stjórnvöld taki g...