Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1382 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?

Ösp (Populus) er ættkvísl stórvaxinna lauftrjáa. Innan ættkvíslarinnar eru 25-35 tegundir sem fyrirfinnast víða á norðurhveli jarðar. Aspir eru yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri tr...

category-iconStærðfræði

Hver er munurinn á að deila með og að deila í?

Rétt er að segja deilt sé í teljara með nefnara. Það er að segja að $\frac{2}{3}$ er talan sem fæst þegar deilt er í tvo með þremur. Stærðfræðinni og stærðfræðingum er til happs að í greininni ríkir nokkuð samhæft, alþjóðlegt ritmál. Hvar sem ég mæti stærðfræðingi annars staðar í heiminum, jafnvel aðeins grunns...

category-iconStærðfræði

Hver er raunverulegur tímamismunur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða?

Í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? kemur fram að:[b]auganet jarðar byggist á ímynduðu hnitakerfi sem lagt er yfir jarðarkúluna og er notað til að gefa upp nákvæma staðsetningu á yfirborði jarðar. Breiddarbaugar eru no...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til margar bananategundir í heiminum?

Bananaplöntur eru meðal elstu nytjaplantna. Fornleifafræðingar telja að uppruna bananaræktunar megi rekja allt að 10 þúsund ár aftur í tímann, til landa í Suðaustur-Asíu, eyja Indónesíu og Papúa Nýju-Gíneu. Þaðan bárust bananar smám saman til annarra landa. Talið er að bananar hafi mögulega verið komnir til Madaga...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er MSG eða þriðja kryddið virkilega skaðlegt? Hvað getið þið sagt mér um það?

MSG er skammstöfun fyrir monosodium glutamate eða mónónatrín glútamat á íslensku. Efnið er líka kallað þriðja kryddið. Glútamat er ákveðið form efnis (salt) sem nefnist glútamiksýra. Glútamiksýra er ein svonefndra amínósýra. Amínósýrur eru byggingareiningar prótína, en þar eru þær bundnar saman í langar keðjur....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru til margar tegundir af spendýrum í heiminum?

Það fer eftir heimildum í hversu margar tegundir lífríki jarðar er flokkað. Fræðimenn nota mismunandi aðferðir eða forsendur við flokkunina, það sem sumir telja undirtegund telja aðrir vera sérstaka tegund og svo framvegi. Þetta svar er byggt á upplýsingum frá alþjóðlegum náttúruverndarsamtökum sem kallast Inte...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig urðu loðfílarnir til?

Loðfílar urðu til með milljón ára þróun þar sem tegundir þurftu að aðlagast breyttum aðstæðum í náttúrunni. Talið er að ísöld (pleistósen) hafi hafist fyrir um 2,6 milljónum ára og lokið fyrir um 10.000 árum. Á þessum tíma í jarðsögunni skiptust á kuldaskeið þar sem loftslag var kalt og styttri hlýskeið þar sem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum?

Punktar sem finnast á hælnum á bjórflöskum gefa einfaldlega til kynna hvaða mót hefur verið notað við gerð flöskunnar hjá framleiðanda. Hvert mót hefur eigin punktamerkingu til að auðveldara sé að rekja galla á flöskunum. Punktarnir hafa því ekkert með sjálfan bjórinn að gera. 1) Stútur, 2) krag...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er dyngjugos?

Dyngjur eru sérstök gerð af eldstöðvum sem í fyrstu atrennu eru skilgreindar með útliti sínu – hringlaga skildir með gíg á toppi. Frægust þeirra er Skjaldbreiður, „Ógna skjöldur bungubreiður / ber með sóma réttnefnið“ með orðum Jónasar Hallgrímssonar í kvæðinu Skjaldbreiður. Myndun þeirra hér á landi hefur ver...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?

Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er norðuramerísk krabbategund með náttúrulega útbreiðslu frá S-Karólínu norður til Labrador. Hann er tiltölulega stór krabbategund sem getur orðið allt að 15 cm að skjaldarbreidd. Hann nýtir sér búsvæði frá fjöru og niður á allt að 750 metra dýpi. Fullorðnir einstaklingar hafa mjög v...

category-iconJarðvísindi

Menga eldfjöll meira en menn?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er það rétt að eldgos losi meira af gróðurhúsalofttegundum en menn og hversu mikið hefur losnað í gosinu í Holuhrauni? Þær loftegundir í lofthjúp jarðar sem gleypa varmageisla frá jörðu kallast gróðurhúsaloftegundir vegna þeirra áhrifa sem þær hafa. Ásamt vatnsgufu ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Varð Albert Einstein frægur vegna sólmyrkva?

Miðvikudaginn 19. nóvember 1919 birtist eftirfarandi frétt í símskeytadálki dagblaðsins Vísis undir fyrirsögninni „Þyngdarlögmálið“: Símað er frá London, að stjörnufræði- og eðlisfræði-félagið enska hafi fallist á kenningar þýska prófessorsins Einsteins, sem eru andvígar kenningum Newtons og kollvarpa jafnve...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig fóru vísindamenn að því að taka mynd af svartholi?

Þann 10. apríl 2019 birtu vísindamenn fyrstu myndina af svartholi, nánar tiltekið af skugga risasvartholsins í miðju vetrarbrautarinnar M87. Svartholið er í um 53 milljón ljósára fjarlægð og frá okkur séð er það því jafnlítið og appelsína á yfirborði tunglsins! Myndin sem náðist af svartholinu setti þar með heimsm...

category-iconSálfræði

Hvað er söfnunarárátta og hverjar eru batahorfur þeirra sem þjást af henni?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Eiga hoarderar/hoardering people einhverja batavon? Er ekki um illvígan sjúkdóm að ræða? Söfnunarárátta er geðröskun sem felur í sér áráttukennda hegðun og er nátengd áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR). Þau sem eru haldin röskuninni (hér eftir nefnd safnarar) safna hlutum í ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað getið þið sagt mér um þvergöngu Merkúríusar?

Þverganga Merkúríusar (e. transit of Mercury) á sér stað þegar reikistjarnan Merkúríus fer milli jarðar og sólar og gengur fyrir sólina frá jörðu séð. Birtist reikistjarnan þá sem agnarsmár svartur depill sem færist hægt og rólega yfir skífu sólar. Á hverri öld gengur Merkúríus 13-14 sinnum fyrir sólina frá jörðu ...

Fleiri niðurstöður