Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2145 svör fundust
Nafnið Indriði er með þremur i-um, er það eina íslenska karlmannsnafnið með þremur i-um?
Indriði er eina nafnið sem mér er kunnugt um sem ritað er nú með þremur i-um. Önnur þríkvæð nöfn með sama sérhljóði finnast í nafnaforðanum, eins og til dæmis Aðalbrandur með þremur a-um, en þau eru fremur fá. Nafnið Indriði þekkist þegar í fornu máli ritað Eindriði eða Eindriðr. Í formála Snorra-Eddu er sonars...
Hvers konar sýki er kvellisýki og hvenær kom orðið fyrst fram?
Kvellisýki er smálasleiki en eldri eru orðin kvellisótt og kvelling um hið sama sem bæði koma fyrir í fornu máli. Lýsingarorðið kvellisjúkur kemur til dæmis fyrir í Egils sögu þar sem Kveld-Úlfur, segir við menn sína: „hefi eg“, sagði hann, „ekki kvellisjúkur verið, en ef svo fer, sem mér þykir líklegast, að ...
Hvar finn ég upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga?
Vísindavefurinn fær stundum spurningar um hversu margir Íslendingar tilheyra tilteknum aldurshópi, til dæmis:Hvað búa margir 12 ára og eldri á Íslandi í dag? Hvað eru margir Íslendingar 67 ára og eldri og hvað eru margir 70 ára og eldri? Getið þið sýnt fjölda Íslendinga í árgöngum 1936 til 1942? Upplýsingar a...
Get ég sem leigjandi farið fram á endurgreiðslu leigu vegna vanrækslu á viðhaldi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég er með spurningu, er búinn að leigja timburhús í 5 ár og búið að leka mikið vatn niður loftin og timbrið farið að gliðna í sundur og í 4 ár gerði eigandinn ekkert í þessu. Hef ég einhvern rétt sem leigjandi að fá eitthvað af leigunni til baka. Engin sérstök ákvæði um afslæt...
Hvaða spendýr er með minnstu augun?
Flest spendýr nota sjón tiltölulega mikið í daglegu lífi og stærðarmunur á augum er yfirleitt furðulítill milli tegunda. Sumar tegundir, sem eru eingöngu á ferli á nóttunni, eru með afarstór augu og treysta mikið á sjón sína þótt dimmt sé. Dæmi um þetta eru sumir lemúrar og aðrir hálfapar. Þá eru til næturdýr með ...
Hvaða sjúkdómur er sá „banvænasti“?
Erfitt er að tilgreina einn sjúkdóm sem þann banvænasta, sérstaklega þar sem áhrif sjúkdóma á fólk fara mikið eftir heilsufarsástandi hvers og eins sem og aðgangi að heilbrigðisþjónustu. Sem dæmi má nefna að kvef getur dregið alnæmissjúkling til dauða en er aðeins minniháttar kvilli fyrir þá sem eru heilbrigðir a...
Hver er minnsta öreindin?
Allt efni í heiminum er samsett úr örsmáum einingum sem nefnast öreindir. Jafnvel minnstu hlutir í umhverfi okkar innihalda aragrúa öreinda og það gerir okkur erfitt fyrir að mæla stærð öreindanna sjálfra. Þegar allar venjulegar mælistikur eru mun stærri en það sem á að mæla verðum við að nota óvenjulegar aðferð...
Mynda hommar og lesbíur alltaf kjarna á milli sín því þau eru minnihlutahópar?
Eins og allir aðrir alast lesbíur og hommar upp í samfélagi þar sem gagnkynhneigð er ríkjandi og samkynhneigðir eru í minnihluta. Þótt afar erfitt sé að segja nákvæmlega til um fjölda samkynhneigðra, meðal annars vegna þess að samkynhneigð er skilgreind á mismunandi vegu í ólíkum rannsóknum, þá er yfirleitt miðað ...
Er hægt að koma efnisögnum á meiri hraða en ljóshraða? Ef ekki, verður þá hægt að rannsaka svokölluð svarthol?
Samkvæmt almennu afstæðiskenningunni er ekki hægt að koma neinum fyrirbærum á hraða sem er meiri en hraði ljóssins í tómi. Afstæðiskenning Einsteins hefur nú verið staðfest það vel að eðlisfræðingar líta svo á að hún sé rétt og því sé ómögulegt að koma ögnum á meiri hraða. Auk þess gildir að agnir sem hafa kyrrstö...
Er það rétt að diet-gos bindi vökva í líkamanum og því sé ekkert betra að drekka það en venjulegt gos?
Ólíklegt verður að teljast að sykurlausir gosdrykkir bindi vökva að einhverju marki í líkamanum. Gosdrykkir innihalda yfirleitt vatn, bragðefni, litarefni, stundum rotvarnarefni og síðan ýmist sykur eða sætuefni. Sætuefni eru efni sem gefa sætt bagð en veita yfirleitt mun minni orku en sykurinn sjálfur. Gosdrykkir...
Hvernig er markaðsvirði fyrirtækis reiknað út?
Þegar finna á markaðsvirði félaga er spurning hvort um sé að ræða félag sem er skráð á hlutabréfamarkaði eða félag sem ekki er skráð á hlutabréfamarkaði. Markaðsvirði hlutafélags sem er skráð á hlutabréfamarkaði er fundið með því að margfalda saman nafnvirði útgefins hlutafjár og gengi hlutabréfa fyrirtækisins....
Er dagleg vatnsdrykkja umfram tvo lítra holl?
Hér er einnig svarað spurningu Guðrúnar Jóhannsdóttur:Æskilegt er að maður drekki að minnsta kosti 2 lítra af vökva á dag. Skiptir máli hvort það sé vatn eða eitthvað annað, til dæmis ávaxtasafi?Vatn líkamans er um 60% af líkamsþunganum að meðaltali og gegnir margvíslegum hlutverkum sem gerir það lífsnauðsynlegt m...
Hvað var minnsti maður Íslands hár?
Ekki liggja fyrir neinar öruggar upplýsingar um hversu hár minnsti maður Íslands er eða hefur verið. Fremur líklegt er þó að sá maður hafi þjáðst af sjúkdómnum brjóskkyrkingi (achondroplasiu) sem er arfgengur sjúkdómur og veldur dvergvexti. Útlimir eru þá óeðlilega stuttir miðað við búk. Meðalhæð karla með þennan ...
Hvernig verka leitarvélar?
Leitarvélar á vefnum eru samsettar úr tveimur aðskildum einingum. Annars vegar er hópur tölva, svokallaðar köngulær, sem rekja sig í sífellu í gegnum vefinn og geyma allar síður sem þær finna í risastórum gagnagrunni, og hins vegar eru vefþjónar sem fólk um allan heim getur notað til að leita í gagnagrunninum. ...
Hvers vegna myndast magasár?
Hér er einnig svar við spurningunni: Hvaðan kemur bakterían sem veldur magasári, er hún í matinum okkar eða fæðumst við með hana? Magasár er oft notað sem samheiti yfir svonefnd ætisár í maga og skeifugörn. Ætisár eru býsna algeng, en áætlað er að einn af hverjum 100 einstaklingum fái ætisár á lífsleiðinni. ...