Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9636 svör fundust
Úr hverju er rjómi og hvernig er hann búinn til?
Einfalda svarið er að rjómi er búinn til úr mjólk, með því að skilja mjólkurfitu frá mjólkinni. Uppistaðan í mjólk er vatnsfasi (um 87% af mjólkinni) sem inniheldur aðallega prótín, fituefni/lípíð og kolvetni á formi mjólkursykurs/laktósa. Mjólkin inniheldur einnig vítamín og steinefni. Þegar mjólkin kemur bein...
Hvernig fara vísindamenn að því að aldursgreina hafsbotninn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig vitum við hvaða hafsbotn er yngstur og hvaða hafsbotn er elstur? Aldur hafsbotnsins hefur verið ákvarðaður út frá bergsegulmælingum, einnig aldursgreiningum á bergi og setlagagreiningum þar sem borað hefur verið í hafsbotninn. Þrátt fyrir að elsta berg á yfirborði...
Er vitað um foreldra Kveld-Úlfs?
Í þessu svari verður notaður rithátturinn Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur á nöfnum lykilpersónanna tveggja, eins og gert er í Egils sögu og Landnámabók. Að rita nöfn þeirra í einu orði þekkist þó víða í íslenskum textum, Kveldúlfur og Skallagrímur, og gagnlegt er að hafa báðar útgáfurnar í huga þegar leitað er upplýs...
Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?
Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...
Hvað er bólusótt og hvenær geisaði fyrsta bólusóttin í heiminum?
Bólusótt er bráðsmitandi sjúkdómur sem herjar eingöngu á mannskepnuna og orsakast af veirunni variola virus. Bólusótt er einnig þekkt undir heitunum variola major og variola minor. Nafnið variola var fyrst notað á 6. öld og er afleiða af latneska orðinu varius sem merkir „flekkóttur/blettóttur“. Hugtakið bólusótt ...
Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf?
Öll spurningin hljóðaði svona: Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf? Og þá hvar. Spurningin fjallar um uppruna einstaklings. Ímyndum okkur Jón Strand, sem rekur á fjörur en man ekkert um sitt fyrra líf. „Hver er ég og hvaðan kom ég“, væru eðlilegar fyrstu spurningar Jóns. Ha...
Hversu hátt upp frá jörðu nær lofthjúpurinn?
Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Hann er að mestu leyti úr nitri og súrefni en inniheldur einnig aðrar gastegundir eins og argon, koltvíoxíð og vatnsgufu. Þessi gasblanda kallast í daglegu tali loft og myndaðist að líkindum fyrir tilstilli eldfjallagufa. Lofthjúpurinn er viðkvæma...
Hvernig og hvenær myndaðist Öræfajökull?
Eldstöðin Öræfajökull myndaðist við síendurtekin eldgos frá sprungum er smám saman byggðu upp mikið eldfjall með sigdæld eða öskju í kolli. Líkast til hefur engin virk eldstöð orðið fyrir eins miklum áhrifum af jöklum og ís sem Öræfajökull. Landslag var mun minna í Öræfasveit þegar eldgos hófust í eldstöðinni, hæs...
Getur ein lífvera náð stjórn á líkama annarrar?
Flestir telja að dýr hreyfi og ráði sér sjálf. En í lífheiminum er þekkt að lífverur nái valdi á dýri og geti stjórnað hegðan þess. Það er hins vegar afar sjaldgæft og dæmin um slíkt eru undantekningar. Hárormar (e. hairworms) eru hryggleysingjar sem sýkja tiltekin skordýr, þar á meðal engisprettur. Hárormar þr...
Hvar eru Hveravellir og hver er jarðfræðisaga svæðisins?
Hveravellir eru einn af magnaðri stöðum hálendisins. Þeir liggja í um 600 metra hæð, mitt á milli tveggja af stærstu jökulhvelum landsins, Hofsjökuls til austurs og Langjökuls til vesturs. Í þessari hæð er gróður af skornum skammti og er svæðið heldur eyðilegt yfir að líta. Hverasvæðið sjálft er ekki mikið um sig ...
Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær?
Kúariðu (á ensku BSE, bovine spongiform encephalopathy) var fyrst lýst í nautgrip í Bretlandi árið 1986 en nú er álitið að hún hafi ef til vill komið upp á áttunda áratugnum. Vegna þess hve meðgöngutími smits er langur (5 ár að meðaltali) áður en taugaeinkenni koma fram er erfitt að tímasetja þetta nákvæmlega. Kúa...
Hvert var fyrsta spendýrið?
Þegar fjallað er um tilkomu og þróun nýrra hópa lífvera þá verður að hafa í huga að slíkt gerist ekki í einu vetfangi heldur eru breytingarnar hægfara. Sérkenni spendýra (Mammalia) eru afleiðing ármilljóna þróunar. Eins og fram kemur hér á eftir eru flestir steingervingafræðingar sammála um hvert var fyrsta „sanna...
Er karlinn í tunglinu til?
Í evrópskri þjóðtrú er oft minnst á karlinn í tunglinu. Hér á landi er til þjóðsaga um karlinn og hann sagður hafa verið bóndi nokkur sem hafi bundið hey sitt á sunnudegi. Guð ákvað að refsa honum fyrir að vinna á hvíldardaginn með því að setja hann upp í tunglið. Í Noregi ber samsvarandi karl hrís í körfu á bakin...
Hver var Gissur jarl Þorvaldsson og hvaða hlutverki gegndi hann á Sturlungaöld?
Gissur Þorvaldsson var höfðingjasonur í Árnesþingi, áttundi maður í beinan karllegg frá Ketilbirni gamla Ketilssyni, landnámsmanni á Mosfelli í Grímsnesi, sjötti maður frá Gissuri hvíta, forystumanni að kristnitöku Íslendinga, fimmti maður frá Ísleifi Gissurarsyni biskupi í Skálholti. Í móðurætt var Gissur sonur Þ...
Í Rauðahafi drap hvítuggi konu. Getið þið sagt mér frá þessari hákarlategund?
Hvítuggi (e. ocean whitetip shark, lat. Carcharhinus longimanus) er stór uppsjávarhákarl sem finnst í hlýjum sjó við miðbaug. Hvítugginn lifir á opnum hafsvæðum þar sem sjávarhiti er á bilinu 20-28°C en hann virðist forðast kaldari hafsvæði. Útbreiðslusvæði hans er á milli 43° norðlægrar og 45° suðlægrar breiddarg...