Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í Rauðahafi drap hvítuggi konu. Getið þið sagt mér frá þessari hákarlategund?

Jón Már Halldórsson

Hvítuggi (e. ocean whitetip shark, lat. Carcharhinus longimanus) er stór uppsjávarhákarl sem finnst í hlýjum sjó við miðbaug. Hvítugginn lifir á opnum hafsvæðum þar sem sjávarhiti er á bilinu 20-28°C en hann virðist forðast kaldari hafsvæði. Útbreiðslusvæði hans er á milli 43° norðlægrar og 45° suðlægrar breiddargráðu en fjölmörg dæmi eru um að hvítuggar hafi þvælst langt út fyrir áður þekkt útbreiðslusvæði sitt. Meðal annars fannst hvítuggi við strendur Svíþjóðar í Eystrasalti sumarið 2004.

Fyrir fáeinum áratugum var hvítugginn algengur víða um heim. Hann var meðal algengustu hákarla á stórum svæðum. Því miður er mikið sótt í hann vegna ugganna sem eru vinsælir í súpur í Austur-Asíu. Stofnar hvítuggans hafa þess vegna hrunið á stórum svæðum. Bandarísk rannsókn hefur til að mynda leitt í ljós hnignun upp á rúmlega 70% í Kyrrahafi.

Vaxtarlag

Helstu einkenni hvítugga eru hlutfallslega lengri eyruggar en á flestum öðrum hákörlum og eru þeir ekki hvassir yst heldur nokkuð ávalir. Hvítuggar eru flatvaxnir en að öðru leyti svipaðir flestum öðrum hákörlum að vaxtarlagi. Hvítuggar geta orðið allt að fjögurra metra langir en flestir verða ekki lengri en þrír metrar. Þyngstu dýrin eru um 170 kg að þyngd.

Þessi hvítuggi var myndaður í Rauðahafi við Egyptaland.

Fæða

Út frá greiningu á magainnihaldi hefur komið í ljós að helsta fæða hvítuggans eru beinfiskar sem halda til í efstu lögum sjávar og höfuðfætlingar (Cephalopoda). Fæðuval hvítuggans er þó afar fjölbreytt því ótal tegundir og hópar dýra hafa fundist í maga hvítugga, svo sem smávaxnir torfufiskar, sæskjaldbökur, skötur, krabbadýr, fuglar og spendýrshræ. Einnig hefur sést til hvítugga synda á eftir stórhvölum og éta saurinn úr þeim.

Hvítuggar ráðast stundum með miklum látum á torfur túnfiska og smokkfiska. Þá synda þeir með miklum bægslagangi í torfurnar með kjaftinn opinn. Þeir eru einnig þekktir fyrir að fylgja höfrungum eftir og hirða upp hræ sem þeir skilja eftir sig. Þegar hvalveiðar voru stundaðar fyrr á öldum gátu þeir valdið miklum skaða á hvalskrokkunum sem voru hengdir utan á skipskrokkanna.

Atferli

Hvítuggi heldur sig oftast í efstu lögum sjávar þar sem hann syndir hægt og letilega um. Hvítuggar eiga það til að synda á eftir skipum og fyrr á öldum voru þeir, og eflaust fleiri hákarlar sem sýndu svipað háttalag, kallaðir sjóhundar. Hvítugginn er ekki hraðsyndur en getur sýnt óvenjusnögg viðbrögð.

Hér áttu hákarlaárásirnar sér stað í desember 2010, við Naama Bay í borginni Sharm el-Sheikh í Egyptalandi.

Æxlun

Æxlunartíminn er snemma á sumrin í NV-Atlantshafi og í SV-Indlandshafi en virðist vera allt árið um kring í Kyrrahafi, þar hafa hákarlar fundist með ungviði allan ársins hring. Hvítuggar hrygna lifandi ungum en ekki eggjum eða pétursskipum eins og flestir brjóskfiskar. Ungviðið klekst út í legi móður sinnar og eitthvað sem minnir á legköku, en á sér ólíkan þróunarfræðilegan uppruna, nærir ungviðið. Meðalhrygningarfjöldi hvítuggans er um 15 dýr og er meðallengd ungviðis um 60 cm.

Tengsl við menn

Hvítugginn er efnahagslega mikilvæg tegund í Austur-Asíu vegna ugganna sem notaðir eru í súpur. Hvítháfar voru áður fyrr ákaflega mannskæðir þegar sjóskaði varð á opnu hafi en slíkir atburðir eru mjög sjaldgæfir á 20. og 21. öld. Þetta veldur því að hvítuggar eru ekki meðal mannskæðustu hákarla síðustu 100 ára. Þó eru tilvik þekkt, meðal annars frá seinni heimsstyrjöld, þar sem hvítuggar réðust á skipverja, til dæmis þegar bandaríska herskipið SS Indianapolis sökk í lok júlí 1945. Fleiri tilvik úr seinni heimsstyrjöldinni eru þekkt.

Hvítugginn heldur til á opnu hafi en hvítháfur (Carcharodon carcharias), nautháfur (Carcharhinus leucas) og skyldir hákarlar eru hættulegir á grunnsævi. Þangað fer meðal annars hvítháfurinn í fæðuleit. Líffræðingar eru því undrandi á því að hvítuggi hafi gert árás á baðgesti undan ströndum Egyptalands í Rauðahafi í desember 2010. Þá urðu fimm árásir hákarla og ein árásin leiddi til dauða þýskrar konu. Líklegast er talið að um hvítugga hafi verið að ræða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Bass, A.J., J.D. D'Aubrey og N. Kistnasamy. 1973. "Sharks of the east coast of southern Africa. 1. The genus Carcharhinus (Carcharhinidae)." Invest. Rep. Oceanogr. Res. Inst., Durban, no. 33, p. 168.
  • Leonard J. V. Compagno. 1984. Sharks of the World: An annotated and illustrated catalogue of shark species known to date. Food and Agriculture Organization of the United Nations. pp. 484-86, 555-61, 588.
  • ISAF Statistics on Attacking Species of Shark.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.1.2011

Spyrjandi

Guðmundur Gunnlaugsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Í Rauðahafi drap hvítuggi konu. Getið þið sagt mér frá þessari hákarlategund?“ Vísindavefurinn, 10. janúar 2011, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57970.

Jón Már Halldórsson. (2011, 10. janúar). Í Rauðahafi drap hvítuggi konu. Getið þið sagt mér frá þessari hákarlategund? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57970

Jón Már Halldórsson. „Í Rauðahafi drap hvítuggi konu. Getið þið sagt mér frá þessari hákarlategund?“ Vísindavefurinn. 10. jan. 2011. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57970>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í Rauðahafi drap hvítuggi konu. Getið þið sagt mér frá þessari hákarlategund?
Hvítuggi (e. ocean whitetip shark, lat. Carcharhinus longimanus) er stór uppsjávarhákarl sem finnst í hlýjum sjó við miðbaug. Hvítugginn lifir á opnum hafsvæðum þar sem sjávarhiti er á bilinu 20-28°C en hann virðist forðast kaldari hafsvæði. Útbreiðslusvæði hans er á milli 43° norðlægrar og 45° suðlægrar breiddargráðu en fjölmörg dæmi eru um að hvítuggar hafi þvælst langt út fyrir áður þekkt útbreiðslusvæði sitt. Meðal annars fannst hvítuggi við strendur Svíþjóðar í Eystrasalti sumarið 2004.

Fyrir fáeinum áratugum var hvítugginn algengur víða um heim. Hann var meðal algengustu hákarla á stórum svæðum. Því miður er mikið sótt í hann vegna ugganna sem eru vinsælir í súpur í Austur-Asíu. Stofnar hvítuggans hafa þess vegna hrunið á stórum svæðum. Bandarísk rannsókn hefur til að mynda leitt í ljós hnignun upp á rúmlega 70% í Kyrrahafi.

Vaxtarlag

Helstu einkenni hvítugga eru hlutfallslega lengri eyruggar en á flestum öðrum hákörlum og eru þeir ekki hvassir yst heldur nokkuð ávalir. Hvítuggar eru flatvaxnir en að öðru leyti svipaðir flestum öðrum hákörlum að vaxtarlagi. Hvítuggar geta orðið allt að fjögurra metra langir en flestir verða ekki lengri en þrír metrar. Þyngstu dýrin eru um 170 kg að þyngd.

Þessi hvítuggi var myndaður í Rauðahafi við Egyptaland.

Fæða

Út frá greiningu á magainnihaldi hefur komið í ljós að helsta fæða hvítuggans eru beinfiskar sem halda til í efstu lögum sjávar og höfuðfætlingar (Cephalopoda). Fæðuval hvítuggans er þó afar fjölbreytt því ótal tegundir og hópar dýra hafa fundist í maga hvítugga, svo sem smávaxnir torfufiskar, sæskjaldbökur, skötur, krabbadýr, fuglar og spendýrshræ. Einnig hefur sést til hvítugga synda á eftir stórhvölum og éta saurinn úr þeim.

Hvítuggar ráðast stundum með miklum látum á torfur túnfiska og smokkfiska. Þá synda þeir með miklum bægslagangi í torfurnar með kjaftinn opinn. Þeir eru einnig þekktir fyrir að fylgja höfrungum eftir og hirða upp hræ sem þeir skilja eftir sig. Þegar hvalveiðar voru stundaðar fyrr á öldum gátu þeir valdið miklum skaða á hvalskrokkunum sem voru hengdir utan á skipskrokkanna.

Atferli

Hvítuggi heldur sig oftast í efstu lögum sjávar þar sem hann syndir hægt og letilega um. Hvítuggar eiga það til að synda á eftir skipum og fyrr á öldum voru þeir, og eflaust fleiri hákarlar sem sýndu svipað háttalag, kallaðir sjóhundar. Hvítugginn er ekki hraðsyndur en getur sýnt óvenjusnögg viðbrögð.

Hér áttu hákarlaárásirnar sér stað í desember 2010, við Naama Bay í borginni Sharm el-Sheikh í Egyptalandi.

Æxlun

Æxlunartíminn er snemma á sumrin í NV-Atlantshafi og í SV-Indlandshafi en virðist vera allt árið um kring í Kyrrahafi, þar hafa hákarlar fundist með ungviði allan ársins hring. Hvítuggar hrygna lifandi ungum en ekki eggjum eða pétursskipum eins og flestir brjóskfiskar. Ungviðið klekst út í legi móður sinnar og eitthvað sem minnir á legköku, en á sér ólíkan þróunarfræðilegan uppruna, nærir ungviðið. Meðalhrygningarfjöldi hvítuggans er um 15 dýr og er meðallengd ungviðis um 60 cm.

Tengsl við menn

Hvítugginn er efnahagslega mikilvæg tegund í Austur-Asíu vegna ugganna sem notaðir eru í súpur. Hvítháfar voru áður fyrr ákaflega mannskæðir þegar sjóskaði varð á opnu hafi en slíkir atburðir eru mjög sjaldgæfir á 20. og 21. öld. Þetta veldur því að hvítuggar eru ekki meðal mannskæðustu hákarla síðustu 100 ára. Þó eru tilvik þekkt, meðal annars frá seinni heimsstyrjöld, þar sem hvítuggar réðust á skipverja, til dæmis þegar bandaríska herskipið SS Indianapolis sökk í lok júlí 1945. Fleiri tilvik úr seinni heimsstyrjöldinni eru þekkt.

Hvítugginn heldur til á opnu hafi en hvítháfur (Carcharodon carcharias), nautháfur (Carcharhinus leucas) og skyldir hákarlar eru hættulegir á grunnsævi. Þangað fer meðal annars hvítháfurinn í fæðuleit. Líffræðingar eru því undrandi á því að hvítuggi hafi gert árás á baðgesti undan ströndum Egyptalands í Rauðahafi í desember 2010. Þá urðu fimm árásir hákarla og ein árásin leiddi til dauða þýskrar konu. Líklegast er talið að um hvítugga hafi verið að ræða.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Bass, A.J., J.D. D'Aubrey og N. Kistnasamy. 1973. "Sharks of the east coast of southern Africa. 1. The genus Carcharhinus (Carcharhinidae)." Invest. Rep. Oceanogr. Res. Inst., Durban, no. 33, p. 168.
  • Leonard J. V. Compagno. 1984. Sharks of the World: An annotated and illustrated catalogue of shark species known to date. Food and Agriculture Organization of the United Nations. pp. 484-86, 555-61, 588.
  • ISAF Statistics on Attacking Species of Shark.

Myndir:...