
Hveravellir liggja í um 600 metra hæð, mitt á milli tveggja af stærstu jökulhvelum landsins, Hofsjökuls til austurs og Langjökuls til vesturs. Í þessari hæð er gróður af skornum skammti og er svæðið heldur eyðilegt yfir að líta.

Á Hveravöllum má finna fjölbreytta flóru hvera, svo sem bæði gufu- og leirhveri þótt vatnshverir séu algengastir.
- Árni Hjartarson og Magnús Ólafsson. 2005. Hveravellir. Könnun og kortlagning háhitasvæðis. Orkustofnun, Reykjavík.
- Guðmundur Kjartansson. 1964. Ísaldarlok og eldfjöll á Kili. Náttúrufræðingurinn 34 (1), 9-38.
- Helgi Torfason. 1997. Jarðhitarannsóknir á Hveravöllum 1996 . Orkustofnun, Reykjavík.
- Sigurður Pétursson. 1961. Frá Hveravöllum. Náttúrufræðingurinn 31 (3), 117-126.
- Sinton, J. Karl Grönvold og Kristján Sæmundsson. 2005. Postglacial eruptive history of the Western Volcanic Zone, Iceland. Geochemistry, Geophysics, Geosystems 6 (12).
- Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sóttar 21.6.2018).
Hver er jarðfræðisaga Hveravalla? Hver er tilurð hverasvæðis, hrauns, fjalla og vatna í nágrenni? Hvernig er dýra- og jurtalíf?
Þetta svar er úr bókinni Vegvísir um jarðfræði Íslands og er lítillega aðlagað Vísindavefnum. Höfundur bókarinnar er Snæbjörn Guðmundsson en það er Forlagið sem gefur bókina út. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi höfundar og útgefanda.