Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3370 svör fundust
Hver er uppruni atviksorðsins alveg?
Atviksorðið alveg er meðal algengustu orða í íslensku, í Íslenskri orðtíðnibók (1991) er það til að mynda talið meðal 200 algengustu orðmynda málsins. Notkun þess og merking er nokkuð fjölbreytt eins og títt er um atviksorð en helstu afbrigðin eru þessi (dæmin eru sótt í nýleg dagblöð og vefsíður): 1. Notað með...
Hvar komust miðaldamenn í tæri við Biblíuna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við yfirferð á Egils sögu hjá Endurmenntun HÍ kemur fram að í Egils sögu sé sótt samlíking í Biblíuna. Nú er talið að Egils saga sé rituð um 1220. Þá kemur spurningin, hver var staða Bíblíunnar þá? Ekki var prentun kominn til sögunar var hún þá til eins og við þekkjum han...
Eru eddukvæði áreiðanlegri heimild um heiðinn sið en Snorra-Edda?
Eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hvaðan kemur vitneskja okkar um norræna goðafræði? eru íslensk rit frá 13. og 14. öld, aðallega eddukvæðin og Edda Snorra Sturlusonar, helstu ritheimildir um norræna goðafræði. Löngum hefur verið litið til eddukvæðanna sem nær hinum heiðna uppruna en Snorra-Edda og...
Hvaða merkir orðið edda í eddukvæðum og hvað eru til mörg þannig kvæði?
Hugtakið eddukvæði er notað um fornnorrænan kveðskap sem yfirleitt er ortur undir fornyrðislagi og ekki eignaður höfundum. Það nær aðeins til um 50 kvæða sem flest eru varðveitt í íslenska handritinu Konungsbók eddukvæða (GKS 2365) frá því um 1270. Eddukvæði eru einnig í skáldskaparriti Snorra Sturlusonar (1179-12...
Hvað er franska upplýsingin?
Þegar rætt er um frönsku upplýsinguna er vísað í tímabil á átjándu öld og líf og skriftir hóps franskra menntamanna á þessum tíma. Spurningin um hvað franska upplýsingin fól í sér er hins vegar flóknari og í raun ómögulegt að svara í stuttu máli. Það má með nokkrum sanni halda því fram að hún sé eitt mest rannsaka...
Hvað hétu lærisveinar Jesú?
Hugtakið „lærisveinar Jesú“ er víðtækt og tekur til hins stóra hóps fylgjenda Jesú sem allir voru nefndir lærisveinar. Hinn stóri hópur lærisveina taldi bæði konur og karla og eru nokkrir einstaklingar innan hans nafngreindir í guðspjöllunum. Lúkasarguðspjall nefnir í áttunda kaflanum nokkrar konur sem hafi hjálpa...
Hver er sagan á bak við Gvendarbrunna og hversu gamalt er vatnið sem kemur úr þeim?
Hér er einnig svarað spurningu Leifs:Hver er aldur drykkjarvatns úr Gvendarbrunnum? Fyrir þjóð eins og Íslendinga, sem ávallt virðist eiga nóg af góðu og heilnæmu vatni, hljómar sparneytni í vatnsmálum ef til vill furðulega. Nánast hvar sem er á landinu er hægt að drekka vatn í ám og lækjum án þess að hreinsa þ...
Átti Jesús einhver systkini og gætu því núlifandi menn verið skyldir Kristi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Það er sagt frá því í guðspjöllunum að Jesús hafi átt systkini. Er hægt, og hefur verið reynt að rekja ættir núlifandi manna til Maríu meyjar. Er möguleiki á því að einhverjir séu skyldir Kristi? Í Markúsarguðspjalli, sem ritað um 40 árum eftir krossfestinguna, er eftirfa...
Hver er merking máltækisins "Að lifa eins og blóm í eggi"?
Orðatiltækið að lifa eins og blóm í eggi er notað um að ganga allt í haginn, njóta lífsins, lifa í vellystingum. Blóm merkir í þessu sambandi ‘eggjarauða’ en hún er einnig nefnd blómi (kk.). Blóm í merkingunni ‘eggjarauða’ er líklegast tökumerking úr dönsku, æggeblomme. Eggjarauða, eða blóm. Annað orðtak sem...
Á hvaða þönum er fólk alltaf?
Upprunalega spurningin var: Hvaða þanir eru þetta sem fólk er endalaust á og hvers vegna alltaf fleirtalan? Orðið þön þekkist allt frá fornu máli. Það hefur fleiri en eina merkingu: ‘spjálk eða teinn til að þenja e-ð út með; tálkn, tálknbogi; beintindur í ugga; fjaðurgeisli eða fön á fjöðurstaf, …’. Orð...
Af hverju heitir gróft bygg bankabygg og hvað er þetta „banka“?
Spurning Magnúsar hljóðaði svona:Mig langar að vita hvað er bankabygg, og af hverju heitir það bankabygg? Orðið bankabygg er tökuorð úr dönsku sem heiti á grófu byggi. Það þekkist í íslensku máli að minnsta kosti frá miðri 19. öld, samanber til dæmi timarit.is. Samkvæmt Ordbog over det danske sprog, sem nál...
Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?
Umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, ganga að minnsta kosti 39 tungl. Þau stærstu, sem spyrjandi spyr sérstaklega um, nefnast einu nafni Galíleóstungl og draga heiti sitt af ítalska stjörnufræðingnum Galíleó Galílei sem uppgötvaði þau í janúarmánuði 1610. Frá því að Galíleó uppgötvaði tunglin 4 ha...
Af hverju er stafurinn x svo mikið notaður hér á Íslandi?
Spyrjandi benti ennfremur á að Danir nota ks í staðinn fyrir x. Fyrsta tilraun til að gera Íslendingum stafróf var gerð um miðja 12. öld. Hún birtist í ritgerð sem nefnist Fyrsta málfræðiritgerðin, er eftir nafnlausan höfund og er varðveitt í einu handriti Snorra-Eddu. Höfundurinn setti sér það markmið að koma ...
Hvernig í ósköpunum hefur Mongólía getað haldið landamærum í öll þessi ár á móti Rússlandi í norðri og Kína í suðri?
Hér er átt við það landsvæði sem myndar nú ríkið Mongólíu. En Mongólíu er – og einkum var – að finna á miklu stærra svæði. Núverandi Mongólía hét í upphafi Ytri Mongólía. Hún kom undir vernd Rússakeisara seint á 19. öld. Fyrir sunnan og austan Ytri Mongólíu er Innri Mongólía sem hélt áfram að njóta verndar keisara...
Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir?
Fyrr á öldum voru úlfar (Canis lupus) sennilega útbreiddasta rándýrið á þurrlendi jarðar. Í Norður-Ameríku lifðu þeir allt frá Grænlandi og heimskautasvæðum Kanada og Alaska suður til Mexíkó. Í Evrasíu voru úlfar um alla Evrópu og Asíu, nema á hitabeltissvæðunum. Með fólksfjölgun voru skógar ruddir og þá gekk á l...