Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1944 svör fundust
Hver er uppruni fjallkonunnar og hvaða hlutverki gegnir hún?
Hugmyndin um konu sem þjóðartákn var víða á kreiki í Evrópu á 18. og 19. öld. Hún tengdist rómantísku stefnunni og hugmyndinni um móður jörð. Nefna má Germaníu hina þýsku, Marianne þá frönsku og Britanníu hina ensku. Elsta hugmynd um konu sem tákn Íslands virðist koma fram hjá Eggert Ólafssyni á myndskreytingu ...
Er það rétt að Danir hafi selt Íslendingum „maðkað mjöl“?
Sú söguskoðun að einokunarverslun Dana hafi verið Íslendingum slæm og ein helsta orsök fátæktar og vanþróunar á Íslandi hefur verið mjög lífseig. Hún á rætur að rekja til þjóðernislegrar sagnritunar sem spratt upp úr sjálfstæðisbaráttunni, í lok nítjándu aldar og á fyrri hluta tuttugustu aldar, þar sem Dönum var k...
Hvað eru rauðir eldmaurar?
Eldmaurar eru meðal alræmdustu skordýra heims enda stinga þeir bráð sína og geta drepið hana. Ef búi þeirra er raskað hópast eldmaurarnir að innrásaraðilanum og geta valdið honum miklum ama og sársauka, jafnvel þó þar sé um að ræða stór spendýr á borð við menn. Ásamt hermaurum eru eldmaurar þeir maurar sem fólk ót...
Væru risaeðlurnar enn til ef loftsteinn hefði ekki lent á jörðinni?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Ef risaeðlur hefðu ekki dáið út væru þær þá eins í dag og í fyrndinni? Fyrir um 65 milljónum ára, lenti loftsteinn á jörðinni. Þetta markaði enda krítartímabilsins í jarðsögunni og þar með miðlífsaldar. Árekstur loftsteinsins leiddi til útdauða margra tegunda lí...
Af hverju bítur mýflugan?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Af hverju bítur mýbit (mýfluga), og af hverju stundum eða sumt? Er einhver viss árstími sem flugan bítur frekar? Eru fræðirit sem ég get flett upp í?Fyrst er rétt að gera grein fyrir hvaða flugur eru flokkaðar sem mýflugur. Mýflugur eru undirættbálkur (Nematocera) í ættbálki tv...
Af hverju þyrstir okkur í sætindi, og af hverju finnast okkur þau góð?
Við mannfólkið skynjum ferns konar bragð með tungunni, sætt, salt, súrt og beiskt, og fæðumst með þann eiginleika að þykja sætt bragð gott, beiskt og súrt vont en erum hlutlaus eða með einhvern áhuga á salti. Þetta mótast síðan enn frekar af reynslu okkar og verður til þess að okkur langar eða langar ekki í hinar ...
Hvaða þjóð í heiminum veiðir mest af hvölum? Er rétt að það séu Bandaríkjamenn?
Þessi spurning er ekki alveg eins einföld og virðast kann í fyrstu. Svarið veltur meðal annars á skilgreiningum á orðunum hvalur og veiði. Á ensku og fleiri erlendum tungumálum er greint á milli hvala (whales), höfrunga (dolphins) og hnísna (porpoises) innan hvalaættbálksins (Cetacea), þótt þessi skipting fall...
Hvað er talið að olíubirgðir jarðar endist lengi?
Sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um svar við þessari spurningu. Flestir telja þó að olían í jörðinni endurnýist ekki og að sennilegast sé að olían endist ekki nema út þessa öld. Samtök olíuframleiðsluríkja OPEC (Organisation of Petroleum Exporting Countries) hafa áætlað að olían í aðildarlöndum þess munu endas...
Hverjar eru helstu kenningar í sambandi við fjöldadauða í lok tríastímabilsins?
Talið er að aðeins fjórum til fimm sinnum í sögu jarðar hafi átt sér stað jafn umfangsmikill útdauði tegunda og varð í lok tríastímabils fyrir um 208 milljónum ára. Meira en 20% af þeim 300 ættum hryggleysingja og hryggdýra sem lifðu í sjó um þetta leyti dóu út. Einnig hefur verið sýnt fram á að landdýr urðu illa ...
Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Oft heyrist alhæft að hvalir éti mikið af fiski, sem sjómenn ella gætu veitt. Skíðishvalir, svo sem langreyður, steypireyður og fleiri, sía plöntu- og dýraörverur úr sjónum, svokallað svif, og virðast því skíðishvalir hafðir fyrir rangri sök. Hvaða tannhvalategundir eru hér ...
Hvað er járnblendi og hvernig er það framleitt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er gert í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga? Hvað er járnblendi, til hvers er það notað og hvernig er það framleitt?Í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga er framleitt kísiljárn (e. ferrosilicon). Meginafurðin er svokallað 75% kísiljárn, táknað FeSi75, sem innihe...
Hvernig stendur á því að við brennum okkur á 80-100°C heitu vatni en getum setið í jafnheitu gufubaði án þess að brenna okkur?
Þetta er góð spurning og svarið snertir mörg af undirstöðuatriðum varmafræðinnar. Hiti hlutar eða hitastig (e. temperature) segir fyrst og fremst fyrir um stefnu varmaflutnings (e. heat transport) til annarra hluta í kring. Þegar hiti hlutarins A er hærri en hlutarins B segjum við að A sé heitari en B og þá fl...
Hvað getið þið sagt mér um langvinna lungnateppu?
Langvinn lungnateppa (e. chronic obstructive pulmonary disease, COPD) er samheiti yfir ýmsa sjúkdóma, meðal annars lungnaþembu, langvinna berkjubólgu og reykingalungu. Um er að ræða bólguástand sem veldur ertingu í berkjunum, aukinni slímmyndun og stækkun og eyðileggingu á lungnablöðrunum. Lungnateppa einkennist a...
Hvað getið þið sagt mér um mengun hafsins og afleiðingar hennar?
Mengunarefni geta borist til sjávar frá landi á fjóra vegu: Með lofti, frárennsli, vegna skipa eða sem úrgangsefni sem varpað er í sjóinn. Áætlað er að sú mengun sem fer í hafið á heimsvísu skiptist í þessa fjóra flokka á eftirfarandi hátt: 33% er loftborin mengun (með ryki, úrkomu eða efni eða efnasambönd sem guf...
Af hverju þyngist maður með aldri?
Eftir því sem fólk eldist hefur það meiri tilhneigingu til þess að þyngjast og byrjar það oft þegar fólk er á fertugsaldri. Aukin líkamsþyngd hjá bæði konum og körlum stafar oft af minni hreyfingu, meiri hitaeininganeyslu og minni brennslu. Hjá flestum koma allir þrír þættirnir við sögu. Erfðaþættir geta einnig ha...