Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1114 svör fundust

category-iconHagfræði

Hvað kostar tonn af kolefnisígildum?

Hagfræðingar, sem ritað hafa um loftslagsmál, hafa lengi verið á einu máli um nauðsyn þess að taka upp „gegnsætt og sambærilegt kolefnisgjald um allan heim“.[1] Sanngjarnt gjald ræðst af tjóninu sem losunin veldur. Tjónið leggst á alla heimsbyggðina – og fyrst og fremst á aðra en þá sem valda því. Þess vegna taka ...

category-iconVísindi almennt

Er einhver árstími á Íslandi þar sem sólin hefur engin áhrif á húðina og óþarfi að nota sólarvörn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er einhver viss tími á Íslandi sem sólin hefur engin áhrif á húðina og óþarfi að vera með sólarvörn? Sá hluti sólarljóssins sem skaðar húðina kallast útfjólublá geislun. Þessi geislun er einnig til staðar þegar farið er í ljósabekki og getur valdið margvíslegum áhrifu...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um gosvirkni í Geysi og hvenær gaus hann líklega fyrst?

Goshverinn Geysir er líklegast þekktasta jarðfræðifyrirbæri Íslands. Um aldir var hann nánast eini þekkti goshverinn í hinum vestræna heimi og hefur nafn hans ratað inn í flest erlend mál sem almennt heiti á goshverum. Að vísu eru fjölmargir aðrir goshverir virkir hér á landi en Geysir er þeirra mestur og hefur ha...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Bláa lónið til?

Bláa lónið er fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands en þangað koma um 90% allra erlendra ferðamanna sem heimsækja landið. Lónið er þekkt víða um heim fyrir fegurð sína þar sem það liggur furðublátt í kolsvörtu hrauninu við Svartsengi. Orðstír Bláa lónsins er þó ekki síður tilkominn vegna eiginleika baðvatnsins, se...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað veldur vindgangi?

Vindgangur og ropi virðast vekja forvitni margra. Hér er einnig svarað öðrum spurningum sem borist hafa um þetta efni, en þær eru:Af hverju prumpar maður?Hvað veldur lyktinni sem fylgir vindgangi?Hvað er hægt að gera til að stoppa vindgang?Hversu oft á dag leysir manneskja vind?Hvaða leið fer prumpið?Af hverju rop...

category-iconHugvísindi

Var „íslenska byltingin“ að öllu leyti markleysa?

Spyrjandi á greinilega við „byltinguna“ 1809 þegar breskur sápukaupmaður, Samuel Phelps að nafni, rændi hér völdum meðan Napóleonsstyrjaldirnar geisuðu um Evrópu. Vissulega átti þessi atburður margt sameiginlegt með lýðræðisbyltingum 18. og 19. aldar. Á spyrjandi við hvort hún hafi verið fáránleg uppákoma og ekki ...

category-iconHugvísindi

Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?

Hugtakið menningarbylting er oft notað sem samheiti yfir ólguskeið í Kína á árunum 1966-1969, sem einkenndist af uppgangi róttækra stefna. Þær áttu það sammerkt að vera stefnt gegn viðteknum menningarlegum og pólitískum gildum og var mikil áhersla lögð á virkni alþýðunnar í að varpa af sér oki yfirstéttar. Að loku...

category-iconFélagsvísindi

Gátu neanderdalsmenn talað?

Það er mörgum vandkvæðum bundið að grafast fyrir um upphaf eins hverfuls og huglægs fyrirbæris og tungumáls, einkum og sér í lagi talaðs máls. Talmál kemur á undan ritmáli og er upphaf þess því, eðli málsins samkvæmt, hluti af forsögulegum tíma mannsins. Einnig tilheyrir talið, eða öllu heldur hljóðbylgjurnar, líð...

category-iconFélagsvísindi

Er samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið barn síns tíma?

Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) varð til stærsta samræmda markaðssvæði heims sem nú telur um 450 milljónir íbúa í 28 ríkjum. Frá gildistöku hans árið 1994 hafa þó orðið miklar hræringar í evrópsku samstarfi og rekstrarumhverfi EES-samningsins er gjörbreytt frá því sem áður var. Mestu munar að Evróp...

category-iconHeimspeki

Hver er munurinn á raunhyggju og rökhyggju?

Raunhyggja og rökhyggja eru meginstraumar í þekkingarfræði, fremur en tilteknar kenningar. Ýmis afbrigði eru til að hvorri tveggja. Reyndar eru afbrigðin jafn mörg og heimspekingarnir. Raunhyggja er í hnotskurn hver sú kenning sem leggur megináherslu á hlutverk reynslunnar í öflun þekkingar. Rökhyggja er á hinn bó...

category-iconHeimspeki

Hver var Jacques Derrida og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Um franska heimspekinginn Jacques Derrida (1930-2004) er óhætt að fullyrða að hann hafi verið býsna umdeild persóna sem öðru fremur helgaði sig linnulausri gagnrýni á hvers kyns ríkjandi valdhafa og kennivald. Enda þótt menntun hans hafi að mörgu leyti verið dæmigerð fyrir franska heimspekinga var samband hans við...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi?

Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður. Hann var sonur hins konunglega úrsmiðs og ólst upp í Kaupmannahöfn. Það kom fljótt í ljós að hann var afar greindur, en engu að síður erfiður drengur og ódæll, prakkari og stríðnispúki. Úr varð að hann fór á sjó ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver skrifaði fyrstu biblíuna í kristinni trú?

Þessari spurningu er vart hægt að svara þar sem ekki er hægt að tala um fyrstu, aðra eða þriðju Biblíu. Ef við hins vegar spyrjum „Hver skrifaði Biblíuna“, þá má svara því á þann veg að ekki er um einn höfund að ræða heldur eru hin mörgu og mismunandi rit Biblíunnar rituð af fjölmörgum höfundum sem flestir eru óþe...

category-iconHagfræði

Hvaða langtímaáhrif hafa innflytjendur á hagkerfi þjóða?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða langtímaáhrif hefur aðflutningur fólks á hagkerfi? Í svari við spurningunni Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum? er aðeins litið til samtímatekna og samtímaútgjalda en ekki reynt að meta langtímaáhrif aðflutnings fólks á fjármál hins opin...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er hagstætt fyrir sundmenn að synda í kafi og nota jafnvel ekki handleggina til að knýja sig áfram?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Sundmenn ferðast hraðar undir yfirborði vatns er þeir hreyfa fótleggi sína (eingöngu), líkt og sporður fisks, heldur en þegar þeir synda notandi bæði hendur og fótleggi. Þegar menn synda, þá geta þeir myndað meiri kraft með bæði höndum og fótum. Er mótstaðan eða núningskrafturi...

Fleiri niðurstöður