Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvers vegna er kalda vatnið alltaf kaldara inni á baði en í eldhúsinu?
Þetta stafar sennilega af því að kalda vatnið á baðinu er meira notað en í eldhúsinu, bæði oftar og meira í einu. Kannski hagar auk þess svo til hjá spyrjanda að vatnið í eldhúsið fer langa leið eftir að það greinist frá vatninu sem fer í baðherbergið. Vatn sem stendur kyrrt í leiðslum lagar sig að hitastiginu...
Af hverju fá leikarar í Ameríku hærri laun en hér?
Það er rétt að kvikmyndastjörnur í Hollywood fá margfalt hærri laun en starfsystkin þeirra á Íslandi, jafnvel meira fyrir eina kvikmynd en bílfarmur af íslenskum leikurum fær fyrir alla starfsævina. Hins vegar er ekki þar með sagt að leikarar í Ameríku fái almennt hærri laun en hérlendis. Það eru ekki allir stjörn...
Hvernig eru stýrikerfi búin til og hvernig virka þau?
Stýrikerfi eru yfirleitt gríðarlega flókin og margþættur hugbúnaður. Þess vegna er ekki auðvelt að svara því í stuttu máli hvernig þau eru búin til. Stýrikerfi koma alls staðar við sögu í notkun á tölvunni. Til að útskýra hversu margt stýrikerfið þarf að sjá um þá skulum við taka sem dæmi þegar notandi keyrir upp ...
Af hverju þarf maður að læra að lesa ef maður kann að lesa?
Palli sem var einn í heiminum hefði ekki þurft að spyrja svona; hann gat bara lært að lesa þegar honum sýndist. Hins vegar er því ekki svarað í sögunni af honum, hvernig bækurnar urðu til!? En þetta sem spurt er um er sennilega af því að maður er ekki orðinn nógu gamall til þess að maður eigi að vera búinn að l...
Getur kynlíf fyrir kynþroska leitt til ófrjósemi?
Hér er spurning um hvaða merking er lögð í hugtakið kynlíf. Það hefur í raun ákaflega víða merkingu og er hið kynferðislega nána samband tveggja einstaklinga. Kynmökin eru aðeins hluti þess (Forliti, Kapp, Naughton og Young, 1986). Ef átt er við kynlíf almennt þá leiðir það ekki til ófrjósemi. Að verða hrifinn...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í janúar 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör janúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvort bráðnar snjór og ís betur í roki og rigningu eða roki og sterku sólskini? Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi? Hver er sterkasti vöðvinn í líkama manns, hver er sá stærsti og hvað eru vö...
Hvaða hlutabréf er best að kaupa?
Spyrjandi spyr í raun tveggja nær óskyldra spurninga, eins og sést hér neðst í svarinu. Annars vegar er spurt hvaða fyrirtæki best sé að kaupa á hlutabréfamarkaðinum. Hins vegar er spurt hvaða fyrirtæki sé best að kaupa í leik þar sem sigurvegarinn er sá sem nær hæstri ávöxtun á ákveðnu tímabili á þau bréf sem han...
Af hverju er fólk hrætt við köngulær?
Hér er einnig svarað spurningu Bjargar Jónsdóttur: Af hverju er fólk haldið fælni gagnvart ýmsu, til dæmis skordýrum? Hræðsla við köngulær og önnur smádýr er oftast ástæðulaus. Hún er þó furðu algeng, sem gæti stafað af því að náttúruval hafi í árdaga verið þeim hliðhollt sem kunnu að forðast smádýr. Einnig er ...
Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings og er hægt að svindla?
Í kosningum til stjórnlagaþings verður notað kosningakerfi sem aldrei hefur verið notað á Íslandi áður. Kerfið er flókið og ýmislegt rangt og ónákvæmt hefur verið sagt um það. Hér fyrir neðan verður fjallað ýtarlega um kerfið en í örstuttu máli eru skilaboðin sem mikilvægast er að komist til kjósenda eftirfarandi:...
Er hægt að finna út hvort tiltekið ár er hlaupár eða ekki, án þess að fletta upp í dagatali?
Já, það er vel hægt. Hlaupár samkvæmt okkar tímatali eru alltaf þegar 4 ganga upp í ártalinu, að undanskildum aldamótaárum þegar 4 ganga ekki upp í öldinni. Þannig eru árin 1700, 1800 og 1900 ekki hlaupár en árið 2000 er hlaupár. Árin 2100, 2200 og 2300 verða ekki hlaupár en árið 2400 verður það aftur á móti. M...
Hvernig er hægt að lofa að minnsta kosti 10% ávöxtun á mánuði?
Það er út af fyrir sig ekkert mál að lofa 10% ávöxtun á mánuði. Vandinn er að standa við loforðið! Þessi vefsíða [hlekkur óvirkur, 30.10.2010] sem spyrjandi benti okkur á og þau loforð um ávöxtun sem á henni er að finna eru gott dæmi um að ef eitthvað hljómar of vel til að vera satt, þá er það mjög ólíklega satt....
Hversu smátt má smáaletrið vera í samningum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hversu smátt má smáaletrið vera í samningum? Mætti hafa það svo lítið að smásjá þyrfti til að lesa það?Það er meginregla í íslenskum samningarétti að samningafrelsi ríkir. Það felur í sér að þeir sem gera samning hafa frelsi um efni hans og gerð svo fremi sem þeir gangi ekk...
Hvað gerist ef maður sem ekki er ofvirkur tekur rítalín? Getur hann dáið?
Rítalín er í raun aðeins ein tegund lyfja sem innihalda virka efnið metýlfenídat (enska methylphenidate). Það örvar miðtaugakerfið og svipar því til efna á borð við koffín, sem meðal annars er í kaffi, súkkulaði og mörgum gosdrykkjum, og ólöglegra vímuefna eins og amfetamíns og kókaíns. Efnasamsetning metýlfen...
Getur vetnisperoxíð og C-vítamín losað líkamann við veiruna sem veldur COVID-19?
Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingi er gefið vetnisperoxíð (H2O2) og C-vítamín hverjar eru líkurnar á því að manneskjan losni við veiru úr líkamanum eins og t.d. COVID-19? Stutta svarið við spurningunni er að samkvæmt núverandi þekkingu eru líkurnar engar á því að vetnisperoxíð eða C-vítamín gagnist...
Er bragð af vatni? Sé svo, þá hvernig bragð?
Svar okkar er já; við vitum ekki betur en það sé bragð af vatni og að það sé kallað vatnsbragð (hvað annað?). Við sjáum til dæmis ekki eðlismun á því að stundum er vatnsbragð af hafragrautnum og stundum kannski saltbragð eða bara haframjölsbragð. (Svo getur grauturinn reyndar líka verið sangur, það er að segja við...