Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1951 svör fundust
Hvað þarf él að standa lengi til að það sé orðið að snjókomu?
Tími sá sem úrkoman stendur skiptir minna máli í aðgreiningu élja og snjókomu heldur en það hvernig hún myndast, það er hver myndunarhátturinn er. Í veðurathugunum er greint á milli élja og snjókomu eftir ákveðnum reglum, þær sömu og notaðar eru til að greina á milli rigningar og skúra. Í veðurspám er aðgreini...
Get ég aukið hjartsláttinn með því að hugsa um hlaup og kæmi það þá í staðinn fyrir líkamlegu áreynsluna?
Hjartað og hjartsláttur eru að mestu leyti undir stjórn ósjálfráða taugakerfisins. Svonefnd drif- og sefkerfi (e. sympathetic and parasympthetic nervous system) sjá um þessa stjórn og það er samspil þeirra sem ræður hjartsláttartíðni. Drifkerfið eykur hjartslátt og kraftinn í slögunum en sefkerfið lækkar hjartslát...
Hvernig eru lögin á Íslandi í sambandi við litmerkibyssur og hvernig eru þau á Norðurlöndunum og hjá Evrópusambandinu?
Á Íslandi gilda reglur um litmerkibyssur (e. paintball guns eða markers) sem settar voru af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 26. júní árið 2000. Reglurnar taka meðal annars til þess hvar megi nota litmerkibyssur, hverjir megi nota þær og hvernig vörslu þeirra skuli háttað. Á hinum Norðurlöndunum er að finna svipaðar...
Hvað er bundið mál?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er munurinn á bundnu og óbundnu máli? Ég finn ekki svar á Vísindavefnum um muninn á þessu tvennu. Er það eitthvað sem væri hægt að fá svar við með góðum dæmum. Það er stundum að vefjast fyrir syni mínum sem er í leiklist, sérstaklega ef bundið mál er á ljóðformi en ekk...
Fá forsetar Íslands sérstakt skjaldarmerki? Hvernig líta þau út?
Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Skjaldarmerki Íslands er þannig auðkenni stjórnvalda ríkisins. Forseti Íslands á sitt eigið merki. Það tilheyrir embættinu en ekki persónunni sem gegnir því. Merkið hefur fylgt forsetaembættinu frá...
Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum? Af hverju hitnar manni þegar kremið er borið á mann? Algengustu gerðir hitakrema (til dæmis Deep heat™) innihalda svokölluð húðroðavaldandi efni (e. rubefacients). Þau orsaka húðertingu sem hefur í för með sér roða vegna aukins blóð...
Eru fóstur sníkjudýr?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Sumir vilja meina að þegar kona gengur með barn að fóstrið sé eins og sníkjudýr í líkama hennar. Er rétt að segja það? Er fóstur það sama og sníkjudýr? Áður en þessari spurningu er svarað er vert að rifja upp skilgreiningu á sníkjudýri. Sníkjudýr er lífvera sem lifir á annarr...
Hvernig varð lofthjúpurinn til?
Lofthjúpur jarðar er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Hann er að mestu leyti úr nitri og súrefni en inniheldur einnig aðrar gastegundir eins og argon, koltvíildi og vatnsgufu. Þessi gasblanda kallast í daglegu tali loft og myndaðist að líkindum fyrir tilstilli eldfjallagufa. Lofthjúpurinn er viðkvæma...
Getið þið sagt mér allt um eðlur? Eru einhverjar þeirra hættulegar mönnum?
Eðlur eru hópur hryggdýra innan flokks skriðdýra (Reptilia). Alls teljast til þessa hóps um 3.800 tegundir. Eðlur eru að mörgu leyti líkar ranakollum og slöngum en nokkur grundvallarmunur er á milli þessara hópa. Slöngur hafa enga útlimi og eðlur eru með yfirliggjandi hreistur en slöngur ekki. Bæði eðlur og slöngu...
Hvernig fer títrun á edikssýru með natrínhýdroxíði fram?
Áður hefur verið fjallað um títrun á Vísindavefnum, meðal annars í svari við spurningunni Getið þið útskýrt fyrir okkur hvernig títrun fer fram? Þar er farið yfir sýru-basa títrun. Það er ástæða til þess að minnast líka á títrun edikssýru með natrínhýdroxíði. Orðið römm sýra var notað í fyrra svari, en það þýði...
Hvað getur þú sagt mér um Hubblessjónaukann?
Hubble-geimsjónaukinn (e. Hubble Space Telescope, HST), eða Hubblessjónaukinn, er geimsjónauki sem skotið var á loft með geimferjunni Discovery hinn 24. apríl árið 1990 og á því 25 ára afmæli þegar þetta er skrifað í apríl 2015. Hann er spegilsjónauki og geta mælitæki hans numið vítt svið rafsegulrófsins: Nær-útfj...
Hver fann upp fyrstu prentvélina?
Þjóðverjinn Johannes Gutenberg (um 1400–1468, ýmist Johannes eða Johann í heimildum) er venjulega talinn upphafsmaður prentlistarinnar, það er að segja þeirrar aðferðar að prenta með lausaletri og í pressu. Reyndar var búið að prenta í margar aldir áður en hann Gutenberg kom til sögunnar, til dæmis í Kína og Kóreu...
Hvenær voru gallabuxur fyrst búnar til?
Upprunalega spurningin var: Hver er uppruni og saga gallabuxnanna? Gallabuxur eru síðbuxur úr þykku, þéttofnu bómullarefni, oftast bláu. Rekja má sögu gallabuxanna aftur til seinni hluta 19. aldar. Í lok árs 1870 fékk klæðskerinn Jacob Davis í Nevada-fylki í Bandaríkjunum það verkefni að útbúa sterkbyggðar ...
Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd?
Upprunalega var spurningin: Eru Íslendingar hátt á heimslista yfir tíðni hjarta- og æðasjúkdóma? Kransæðasjúkdómar sem valda blóðþurrð eru algeng birtingarmynd hjarta- og æðasjúkdóma. Nýgengi kransæðasjúkdóma á Íslandi hefur farið stöðugt lækkandi undanfarna þrjá áratugi. Samkvæmt gögnum úr Hjartaáfallaskrá...
Er Suðurskautslandið stærsta eyðimörk heims?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju er Suðurskautslandið talið vera eyðimörk? Og er það í rauninni stærsta eyðimörk heims? Sandur, sól og steikjandi hiti kann að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar eyðimerkur ber á góma. En í rauninni þarf ekkert af þessu að einkenna eyðimerkursvæði – þau g...