Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3913 svör fundust
Er starinn í húsinu mínu byrjaður að verpa?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er starinn byrjaður að verpa? Í dag er 15. apríl og það er mikið að gerast í hreiðurgerð í húsinu mínu. Við viljum gjarnan losa okkur við hreiðrin áður en það koma egg/ungar í þau - er það of seint? Varptími starans (Sturnus vulgaris) er frá seinni hluta apríl og fram eft...
Getur þú raðað 9 peningum í 10 raðir en í hverri röð verða að vera 3 peningar?
Vilborg lenti í smá vandræðum í stærðfræði í dag. Hún var að raða níu 100 kr. peningum sem hún ætlaði að fara með í verslunarmiðstöðina eftir skóla, en missti þá alla á gólfið með ópum, skarkala og miklum látum. Þetta olli töluverðri truflun í tíma og kennarinn varð afar ósáttur. Hann lét Vilborgu því sitja inni í...
Hvar eru mestar líkur á því að finna demanta á Íslandi?
Demantar finnast ekki í náttúru Íslands, þannig að þeir sem hafa í hyggju að grafa eftir demöntum þurfa að leita annað. Demantar finnast helst í mjög fornu, basísku storkubergi og myndbreyttu bergi, en einnig í sand- og malarlögum, en þar sitja þeir eftir þegar mýkra berg eyðist. Á kortinu hér fyrir neðan sjást...
Hvers konar hraun kemur úr Fimmvörðuhálsi?
Hraunið, sem nú rennur á Fimmvörðuhálsi, er svonefnt alkalí-ólivín-basalt. Þessi basaltsamsetning er ríkjandi í basaltgosum utan rekbelta landsins og er uppistaðan í basalthraunum í Vestmannaeyjum, Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. Alkalí-ólivín-basalt hefur oft þrjár einkennissteindir, ólivín, plagíoklas og pýroxen....
Hvenær voru bananar fyrst ræktaðir á Íslandi?
Bananar eru ræktaðir í hitabeltisumhverfi en þess utan er unnt að rækta banana í þar til gerðum gróðurhúsum. Í júlímánuði árið 1939 flutti Hlín Eiríksdóttir fyrst allra Íslendinga bananaplöntur til Íslands frá Englandi. Bananana ræktaði hún í Laugardal í Reykjavík í garðyrkjustöð sem hún átti með föður sínum. Á...
Hvert er stærsta þekkta liðdýrið?
Við höfum áður skrifað um stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar, en það er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi) sem finnst á grunnsævi umhverfis Japanseyjar. Á fyrri skeiðum jarðstögunnar voru hins vegar til mun stærri liðdýr en þau sem lifa í dag. Það sýnir steingervingasagan okkur. Eitt s...
Eru þeir sem vinna „að heiman“ heima hjá sér?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þýðir að vinna að heiman? Margir segjast nú á dögum vera að vinna að heiman og eiga við að þeir séu að vinna heima hjá sér. Er þetta rétt? Getur ekki verið að „að heiman“ þýði fjarri heimili. Ég er að vinna fjarri heimili mínu. Í atviksorðinu heiman er fólgin hreyf...
Hvaða suðu- er þetta í suðusúkkulaði?
Fyrsti samsetningarliður orðsins suðusúkkulaði er myndaður af þriðju kennimynd sagnarinnar að sjóða (samanber sjóða – sauð – suðum – soðið). Á Tímarit.is má finna eftirfarandi tilvitnun úr Morgunblaðinu í júlí 2004: Samkvæmt gildandi reglum Evrópusambandsins (tilskipun 2000/ 36) þarf vara að innihalda minnst 3...
Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?
Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta ób...
Við hvað er Fahrenheit-kvarðinn miðaður, hvar er hann notaður og af hverju er hann notaður þar en ekki til dæmis Selsíus-kvarðinn?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Arnars Sigurðar Ellertssonar: Hvað eru -40°C mörg stig á Fahrenheit? Fahrenheit-kvarðinn er núna aðeins notaður í Bandaríkjunum, annars staðar í heiminum notast menn við Selsíus-kvarðann í daglegu lífi en Kelvin-kvarðann í vísindum, sjá lok svarsins. Erfitt er að segja...
Hvað hefur talan pí marga aukastafi og hverjir eru þeir?
Talan pí (π) er óræð tala eins og það er kallað í stærðfræði, en það merkir að hún verður ekki skrifuð sem brot þar sem heilli tölu er deilt í aðra heila tölu. Þegar pí er skrifað sem tugabrot verða aukastafirnir óendanlega margir. Margir tengja pí sjálfsagt við brotið 22/7 en það er ekki "sama sem" pí í...
Hvernig myndast svarthol í geimnum?
Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Slík svarthol verða til er kjarnar stjarnanna, sem eru orðnir geysiþéttir, falla saman undan eigin massa. Stór svarthol geta einnig myndast á svipaðan hátt í miðjum vetrarbrauta og dulstirna. Í þriðja lagi kunna lítil svarthol að hafa orðið til í Mi...
Hvað er erfðafræði?
Eins og nafnið bendir til er erfðafræðin fræðigrein þar sem fengist er við rannsóknir á því hvernig eiginleikar erfast frá kynslóð til kynslóðar. Upphaf nútíma erfðafræði má rekja til tilrauna austurríska munksins Gregors Mendel (1822-1884). Mendel birti niðurstöður sínar árið 1866 en þær vöktu þá litla sem enga a...
Væri hlutur látinn detta um holu sem næði gegnum jörðina, gæti hann komið upp hinum megin? Hvaða massa þyrfti hluturinn að hafa til þess?
Svarið er já: Hlutur sem fellur án núnings niður í ímyndaða holu sem nær gegnum miðju jarðar og upp hinum megin kemur upp þar, snýr síðan við og heldur áfram í einfaldri hreinni sveiflu. Massi hlutarins skiptir ekki máli í þessu. Fyrst skulum við hafa alveg á hreinu að með þeirri tækni sem við búum yfir núna er...
Hvað er nanótækni?
Forskeytið nanó- vísar til hluta sem eru nokkrir nanómetrar að stærð. Einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra. Þvermál vetnisatóms er einn tíundi úr nanómetra og fjarlægð milli atóma í kristalli er á bilinu 0,2-0,6 nanómetrar. Því er talað um að hlutir gerðir úr nokkrum atómum, til dæmis 10-10.000, séu á nanó...