Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað er heimsframleiðslan mikil, mæld í krónum?

Árið 1996 var áætlað að samanlögð þjóðarframleiðsla allra þjóða heims hefði verið um tvö þúsund billjónir króna. Það eru 2.000.000.000.000.000 sem líka mætti kalla tvær milljónir milljarða króna. Íslendingar áttu ekki mjög mikið af þessu, einungis um 500 milljarða króna eða eina krónu af hverjum fjögur þúsund...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?

Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta ób...

category-iconLandafræði

Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?

Í ensk-íslenskri orðabók er orðið Britain (eða Great Britain) þýtt sem Bretland eða Stóra-Bretland. Þar er átt við eyjuna Bretland sem er stærsta eyjan í Bretlandseyjaklasanum og í raun stærsta eyja Evrópu. Þegar orðið Bretland er notað í þessari merkingu er svarið við spurningunni að eyjan Bretland skiptist í þr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á PHP, ASP og JSP þar sem öll eiga víst að gera sama hlutinn?

PHP (PHP: Hypertext Preprocessor), ASP (Active Server Pages) og JSP (Java Server Pages) eru allt forritunarmál fyrir kvikar (e. dynamic) vefsíður. Fleiri forritunarmál, til dæmis Perl, eru einnig notuð í þessum tilgangi auk nýrrar útgáfu af ASP - ASP.net. Muninum á forritunarmálunum er hægt að líkja við muninn á b...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á AMD- og Intel-örgjörvum?

Fyrirtækin AMD og Intel framleiða bæði nokkuð marga mismunandi örgjörva, þannig að það er líklega réttara að tala um "örgjörvafjölskyldur" AMD og Intel. Þessar örgjörvafjölskyldur hafa samt nokkur sérkenni, þannig að það er hægt að bera þær saman. Á undanförnum árum hafa fyrirtækin skipst á að vera með forystuna...

category-iconVerkfræði og tækni

Er hægt að skyggnast inn í framtíðina?

Er ekki í raun ómögulegt að spá fyrir um tækniframfarir? Ekki er gerlegt að spá fyrir um breytingar á mjög afmörkuðum sviðum eða í einstökum tilvikum. Hins vegar má spá fyrir um heildarútkomu flókinnar þróunar í tæknimálum. Fólk gerir óafvitandi ráð fyrir að núverandi hraði framfara haldist um alla framtíð....

category-iconHeimspeki

Myndu vísindin staðna ef háskólanemar þyrftu ekki að læra um 2400 ára gamla heimspekinga?

Ef til vill er það útbreidd skoðun að háskólanemar þurfi að kunna skil á 2400 ára gamalli heimspeki, það er heimspeki Forngrikkja. Í Háskóla Íslands þarf þó einungis lítill hluti nemenda að lesa svo gamla heimspeki – og enn færri við aðra íslenska háskóla. Þeir sem stunda nám við hugvísindadeild Háskóla Ísland...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann?

Ekki er með öllu ljóst hvaðan hugmyndin um að sálin hafi massa er upprunnin. Því er hins vegar fljótsvarað að sálin, hvernig sem við skilgreinum hana og hvort hún er til í raun og veru, hefur ekki massa í eiginlegum skilningi. Þaðan af síður er hægt að segja að hún hafi ákveðna mælanlega þyngd, eins og 21 g. Mý...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hverjir hafa verið fánaberar Íslands á Ólympíuleikum?

Setningarathöfn Ólympíuleika er mikið sjónarspil. Hluti af athöfninni felst í að þátttakendur ganga fylktu liði inn á leikvanginn undir fána sinnar þjóðar. Hver þjóð velur fánabera sem gengur fremstur í flokki. Grikkir ganga fyrstir inn á leikvanginn, sem forfeður nútímaólympíuleikana, en þar á eftir ganga aðrar þ...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju er karlinn að hrópa á myndinni "Ópið"? Hvað gerðist svona hræðilegt?

Margt hefur verið sagt um Ópið (1893) eftir Norðmanninn Edvard Munch (1863-1944) en fátt nýtt hefur komið fram um verkið í áratugi. Flestir tyggja einfaldlega upp það sem allir vita: "Málverkið táknar angist nútímamannsins í veröld firringar þar sem Guð er dauður". Þetta segir okkur hins vegar lítið um það af hver...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er afstaða vísindanna til tilvistar hraðeinda (tachyons), er hún sönnuð eða bara kenning? Eru til einhverjar kenningar um beislun orkunnar sem þær eru sagðar búa yfir?

Í þessu svari eftir Þorstein Vilhjálmsson er afstaða vísindanna til tachyon-einda, eða hraðeinda, útskýrð. Þorsteinn bendir á að hraðeindir víxlverka ekki við annað efni ef þær eru til á annað borð og við verðum þeirra því ekki vör. Þetta þýðir einnig að ekki er hægt að nota þær til orkuvinnslu því engin leið er a...

category-iconHeimspeki

Hvað er samfélagsábyrgð?

Hugtökin „samfélagsábyrgð“ eða „samfélagsleg ábyrgð“ geta haft margvíslegar og ólíkar merkingar. Í sinni einföldustu mynd vísa þau til þess að manni ber að taka ákvarðanir sem snúast ekki einungis um eigin nærtækustu hagsmuni. Ein birtingarmynd þessa viðhorfs er að maður horfi til framtíðar í ákvarðanatöku og ígru...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var fyrsta skáldsagan?

Þessi spurning er erfið og verður svarið því óhjákvæmilega bæði flókið og ófullkomið. Listina að segja sögu hefur mannkynið stundað frá örófi alda en hvenær tekur þessi list á sér það form sem við köllum skáldsögu? Þetta veltur auðvitað á því hvernig við skilgreinum skáldsöguna. Ef við skilgreinum hana sem frás...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Tapa lög eða önnur gögn gæðum við geymslu á hörðum diski eða við flutning milli tölva?

Nei, harðir diskar og disklingar eiga að geyma gögnin alveg nákvæmlega eins og þau eru, bita fyrir bita. Sama gildir um flutning gagna yfir net. Gögnin eiga ekki að breytast við að fara á milli tölva. Auðvitað geta komið upp villur, skemmd í diskinum eða truflun á netsambandinu. Slíkar villur koma þó mjög sjald...

category-iconUnga fólkið svarar

Er hægt að finna svar við öllu milli himins og jarðar?

Að sjálfsögðu er hægt að finna svar við öllu á milli himins og jarðar. Ef einhver spyr til að mynda hvernig sólin sé á litinn er hægt að gefa mörg svör, til að mynda "sólin er gul", "sólin er græn", "sólin hefur ekki lit heldur eru litir einungis til í huga skynjandans" eða jafnvel bara "42" (en 42 var samkvæmt bó...

Fleiri niðurstöður