Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5690 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna fá íslenskir hestar erlendis sumarexem og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það?

Sumarexem er ofnæmi í hrossum gegn biti mýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Sjúkdómurinn finnst ekki á Íslandi enda lifir flugan sem veldur ofnæminu ekki hér á landi. Öll hrossakyn geta fengið sjúkdóminn en íslenskir hestar fæddir á Íslandi virðast vera næmari (20-30%) en flest önnur hrossakyn (3-7%) og næmari en...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað heita 3 minnstu beinin í líkamanum?

Almennt er talað um að í mannslíkamanum séu 206 bein. Þar af mynda 80 bein sjálfa beinagrindina en 126 bein eru eins konar fylgihlutir eða viðhengi út frá beinagrindinni. Lærleggurinn er lengsta, þyngsta, sterkasta og stærsta bein beinagrindarinnar. Minnsta beinið er ístaðið, sem er eitt þriggja smábeina í miðeyra...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vatnshöfuð og hverjar eru afleiðingar þess?

Miðtaugakerfið (það er heili og mæna) er umlukið tærum vökva, svokölluðum mænuvökva, sem verndar það fyrir ytri áverkum. Inni í heilanum eru fjögur vökvafyllt hólf, svokölluð heilahólf, sem eru samtengd og opnast út á yfirborð heilans. Mænuvökvinn myndast inni í heilahófunum þaðan sem hann rennur út á yfirborð hei...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um frelsisstríð Bandaríkjanna?

Aðdragandi frelsistríðsins voru miklar tolla- og skattaálögur Breta á þrettán nýlendur í Bandaríkjunum. Íbúar nýlendanna í Norðurríkjunum voru ósáttir við stjórnunarhætti Breta og mikil óánægja var vegna þess að nýlendurnar áttu engan fulltrúa á breska þinginu. Nýlendurnar stóðu vel efnahagslega og mótmæltu háum t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum?

Þetta er góð spurning og gæti vel verið að Darwin hafi velt henni fyrir sér þegar hann var að vinna að þróunarkenningunni á árunum 1830-1858. Það er rétt að fiskategundir eru miklu fleiri en tegundir spendýra. Meginskýringin á þessu er sú að fiskarnir hafa verið til miklu lengur en spendýrin og því hafa miklu f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er sólin heit?

Sólin er heit vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Í svari við spurningunni Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar? segir: Í kjarna sólar er hitinn um 15.000.000°C og þrýstingurinn er 340 þúsund milljón sinnum meiri en við yfirborð sjávar hér á jörðinni. Við þessar aðst...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hættulegt við að eignast barn 14-17 ára?

Þegar konur eru orðnar kynþroska geta þær orðið óléttar við samfarir. Fyrsta egglos hjá stúlkum verður að meðaltali um 13 ára aldur, en það er þá sem sagt er að stelpan sé kynþroska. Þó að stúlkur séu orðnar kynþroska er ekki þar með sagt að þær séu fullvaxta og því eðlilegt að líkaminn eigi eftir að taka út talsv...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er það í jörðinni sem hefur aðdráttarafl í rauninni? Værum við ekki útdauð ef aðdráttaraflið væri ekki því að aðdráttarafl jarðar heldur okkur hjá sér og það heldur líka súrefninu?!

Ef aðdráttarafl eða þyngdarkraftur væri ekki til og hefði aldrei verið til þá værum við ekki heldur til. Sólir og reikistjörnur væru ekki til því að þær hafa myndast með því að rykský í geimnum hafa dregist sama fyrir áhrif þyngdarinnar. Ef við hugsum okkur að þyngdarkrafturinn mundi allt í einu hætta að verka ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera á skjön?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Að vera á skjön við eitthvað, t.d. stefnu eða stjórnvöld. Ég veit hvað það merkir en hvaðan kemur orðið "skjön"? Orðið skjön merkir ‘skakki, skái’. Orðasambandið á skjön merkir ‘á ská, út á hlið’. Það er þekkt í málinu frá 18. öld og er líklega tökuorð úr dönsku på skjøns ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.

Þetta er mikil og merkileg spurning sem menn hafa velt fyrir sér frá alda öðli, en kannski ekki vitað neitt að marki um svarið fyrr en á seinni helmingi tuttugustu aldar. Svarið er fólgið djúpt inni í stjörnunum. Efnið er þar gífurlega heitt sem þýðir að eindir þess eru á mikilli hreyfingu og rekast harkalega h...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru baugar undir augum, og fá allir þá, líka blindir?

Baugar undir augum eru algengt fyrirbæri sem á sér nokkrar orsakir. Húðin undir augunum er sérstaklega þunn, og með aldrinum þynnist hún enn meir. Við það koma í ljós smáar blóðæðar undir og í húðinni sem gefa henni dökkan blæ. Þegar fólk þreytist geta æðarnar tútnað út og baugarnir verða meira áberandi. Me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til margar gerðir af marglyttum? Eru þær miseitraðar og hvers vegna svíður okkur í hörundið undan þeim?

Til eru fjölmargar tegundir af marglyttum, sennilega um 200. Sumar tegundir geta orðið allt að 2 metrar í þvermál. Brennihvelja (Cyanea capillata) er ein stærsta marglyttutegund heims, getur orðið allt að 2 metrar í þvermál. Þessi tegund finnst við Ísland en ekki svona stórir einstaklingar. Ástæðan fyrir þv...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað heitir listamaðurinn sem málaði mynd mánaðarins (nóvember)?

Listasafn Íslands hefur tekið upp á því að velja eitt verk úr sölum safnsins sem mynd hvers mánaðar. Mynd nóvembermánaðar er ekki málverk heldur skúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson myndlistarmann. Verkið heitir 'Female with ball'. Þetta hefur listamaðurinn sjálfur um verkið að segja:"Female with ball", sem ekki er h...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvaða hita er eðlismassi mældur? Hann hlýtur að vera breytilegur vegna hitaþenslu?

Það er rétt að eðlismassi fer eftir hita. Flest efni þenjast út við hitun, það er að segja að rúmmálið eykst. Þar sem eðlismassi er massi deilt með rúmmáli og massinn breytist ekki, þá þýðir þetta að eðlismassinn minnkar yfirleitt við hitun. Engu að síður er hægt að mæla eðlismassa við hvaða hita sem vera skal....

category-iconStærðfræði

Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?

Í teningaspilinu Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Það er kallað Yatsý ef keppandi hefur fengið sömu tölu á alla teningana eftir þrú köst. Hugsum okkur að við höldum alltaf eftir þeim teningum sem hæs...

Fleiri niðurstöður