Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9454 svör fundust
Hvað sendir frá sér geislun, í til dæmis röntgentækjum?
Í öllum röntgentækjum er röntgenlampi þar sem röntgengeislarnir verða til. Röntgenlampinn er lofttæmt hylki sem er tengt rafmagni. Inni í lampanum er annars vegar varmaþráður sem gefur frá sér rafeindir þegar straumi er hleypt á lampann og hins vegar málmflötur sem rafeindirnar eru látnar skella á. Málmflöturinn ...
Til hvers er rófubeinið?
Rófubeinið er gert úr 3-5 neðstu hryggjarliðunum í rófulausum prímötum sem runnið hafa saman. Þessir liðir eru fyrir neðan spjaldhrygginn og tengjast honum um trefjabrjósklið, sem gerir svolitla hreyfingu milli spjaldhryggs og rófubeins mögulega. Í mönnum og öðrum rófulausum prímötum er rófubeinið leifar af r...
Hvernig ala sniglar upp afkvæmi sín?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Sniglar ala afkvæmi sín ekki upp á nokkurn hátt. Æxlun snigla fer yfirleitt fram inni í kvendýrinu, það er innvortis frjóvgun eggfrumanna. Það þekkist þó meðal frumstæðra hópa fortálkna (sjá umfjöllun um undirhópa snigla í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...
Hvað þýðir kvazk sem kemur stundum fyrir í Íslendingasögum?
Sagnmyndin kvazk sem spurt var um væri nú rituð kvaðst. -zk er gömul miðmyndarending. Einfaldast er að skýra breytinguna með kafla úr grein Stefáns Karlssonar handritafræðings, Tungan, sem finna má í ritgerðasafni hans, Stafkrókar, frá 2000 (bls. 39): Sagnmyndin kvazk sem spurt var um væri nú rituð kvaðst. Myn...
Hvað er verið að bollaleggja þegar talað er um bollaleggingar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvort er rétt: bollalenging eða bollalegging, og hvaðan kemur orðið? Nafnorðið er bollalegging, oftast notað í fleirtölu bollaleggingar ‘getgáta, heilaspuni; lausleg ráðagerð, vangaveltur’ og er myndað með viðskeyti af sögninni bollaleggja ‘íhuga, hugleiða, velta fyrir...
Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá?
Til er fjöldinn allur af orkudrykkjum og þeir innihalda mismikinn sykur þannig að það er erfitt að gefa afdráttarlaust svar við þessari spurningu. Flestir orkudrykkir eru sætir á bragðið, en sumar tegundir þeirra eru bragðbættar með sætuefnum og innihalda engan náttúrlegan sykur. Á Netinu má finna lista yfir sy...
Hver er meginuppistaðan í kenningum Vísindakirkjunnar?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Þórólfs Sveinssonar og Gríms Garðarssonar: Hvers konar starf fer fram innan Vísindakirkjunnar?Á íslensku virðist orðið vísindakirkja notað sitt á hvað um tvær óskyldar trúarhreyfingar. Önnur kallast á ensku Church of Scientology og verða henni gerð skil í þessu svari. Hin ...
Hvað eru samlokur?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Hvað er fisktegundin samlokur og hvar get ég fengið myndir og upplýsingar um þær?Latneska fræðiheitið á samlokum er Bivalvia, á ensku heita þær bivalves eða mussels en á dönsku muslinger. Samlokur eru ekki fisktegund heldur hópur hryggleysingja innan fylkingar lindýra (Mollusca...
Plast er unnið úr olíu en er hægt að snúa þessu við og vinna olíu úr plasti?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega já: Það er vel hægt að búa til olíu úr plasti. Úr einu kílói af plasti verður til um einn lítri af olíu. Flest plastefni eru búin til úr jarðolíu eða jarðgasi. Ekki þó öll því það eru líka til plastefni sem eru búin til úr endurnýjanlegum lífmassa, svo sem sell...
Hvernig virkar hugræn atferlismeðferð og hvernig framkvæmir maður hana?
Í þessu svari er leitast við að útskýra hugræna atferlismeðferð sem meðferð við ofsakvíða. Hugræn atferlimeðferð er hins vegar gagnlegt meðferðarúrræði við hinum ýmsu kvillum svo sem almennum kvíða, þunglyndi og fælni. Hugræn atferlismeðferð er tvíþætt. Annars vegar er leitast við að breyta hugarfari sem stuðla...
Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans?
Spurningi í fullri lengd hljóðar svona: Hvers vegna styrkist gengi íslensku krónunnar við aukið innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands? Gjaldeyrir kemur inn í landið þegar erlendir aðilar kaupa vöru eða þjónustu af innlendum aðilum. Hinir erlendu aðilar greiða með gjaldeyri. Ísle...
Hvaða dýr er mestri útrýmingarhættu af öllum dýrum?
Margar dýrategundir standa mjög höllum fæti og geta í fyrirsjáanlegri framtíð horfið af yfirborði jarðar, eða að minnsta kosti úr villtri náttúru. Það er hins vegar afar erfitt að ætla að tilgreina hvaða dýr er í mestri hættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Á Vísindavefnum er þegar að finn...
Hvað er usli?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Slatti af orðum koma aðeins fyrir í afmörkuðum orðasamböndum þar sem merking heildar kann að vera nokkuð ljós en staka orðsins annars ekki. Jafnvel ekki á hreinu hvernig orðin eru í öðrum kennimyndum. Hvað er t.d. "usli"? Nafnorðið usli hefur fleiri en eina merkingu. A...
Er þórðargleði siðferðislega ámælisverð?
Í stóráhugaverðu svari hér á Vísindavefnum er sagt frá því hvernig orðið þórðargleði kom inn í íslenskt mál. Íslendingar eru ákaflega heppnir að eiga svo skemmtilegt heiti yfir þetta sérstaka hugafar. Að gleðjast yfir óförum annarra hefur þó vafalaust þekkst áður en orðið var viðurkennt í málinu. Mann-, mál og þjó...
Er hægt að virkja sjávarföll í Hornafjarðarósi?
Mismunandi aðferðir eru notaðar við virkjun sjávarfalla. Gróflega má flokka sjávarfallavirkjanir í tvo flokka, virkjanir sem nýta fallhæð og virkjanir sem nýta straumhraða. Meira má lesa um þessar tegundir virkjana í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir? Einn af ú...