Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gæti gerst ef strókur gammablossa beindist að jörðinni?

Áhugavert er að skoða hver áhrif gammablossa í Vetrarbrautinni gætu orðið ef strókurinn beindist að jörðinni en slíkt var fyrst ígrundað árið 1995. Ef gert er ráð fyrir meðalblossa í 10.000 ljósára fjarlægð þá myndi aflþéttleiki hans á yfirborði jarðarinnar jafngilda aflþéttleika kjarnorkusprengingarinnar í Hirosh...

category-iconHugvísindi

Hvernig er hægt að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli?

Þessari spurningu verður best svarað í verki, það er að segja með því að útskýra í stuttu máli nokkra helstu þættina í heimspeki þýska hugsuðarins Martins Heideggers (1889–1976), en í öðru svari er fjallað nánar um hvað felist í orðinu mannamál. Í skrifum sínum og hugsun reyndi Heidegger einmitt að streitast ge...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna grána mannshár?

Hár vaxa upp frá hársrótum og í þeim eru frumur sem framleiða litarefni sem kallast melanin (pheomelanin í rauðhærðu fólki). Þegar fólk tekur að eldast byrja þessar frumur að hrörna og við það minnkar framleiðsla þeirra á áðurnefndu litarefni. Almennt má gera ráð fyrir að þessi hrörnun byrji í kringum 30 ára aldur...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til? - Myndband

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. Þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um síbíríska eskimóahunda?

Síbírískir eskimóahundar (e. Siberian husky) eru óvenju harðgerðir vinnuhundar upprunnir frá Síberíu. Þeir eru allstórir og loðnir með sperrt eyru og hringaða rófu. Þetta ræktunarafbrigði er ættað frá Chuchki-þjóðflokknum í norðaustur Síberíu sem notuðu hundana aðallega til að draga sleða. Síbírískir eskimóahundar...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju reiddist Ólafur konungur og lét handtaka alla íslenska menn sem staddir voru með konungi og hótaði að drepa þá ef þeir mundu ekki skírast?

Ólafur Tryggvason var sterkur stjórnmálamaður sem hafði einsett sér að gera allt land sitt (Noreg) kristið. – En ekki aðeins Noreg heldur öll lönd sem voru í mestum tengslum við það, þar á meðal Ísland. Þegar Íslendingar brugðust neikvætt við skipun hans greip hann til ofbeldis eins og stjórnmálamenn og margir aðr...

category-iconJarðvísindi

Eru til einhverjar neyðaráætlanir ef hraun myndi renna í átt að Reykjavík?

Til að byrja með er rétt að fjalla aðeins um jarðfræði Reykjavíkur og nágrennis. Berggrunnur á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins myndaðist í eldgosum sem urðu á hlýskeiðum ísaldar. Það þýðir að þau eru öll eldri en 11 þúsund ára gömul. Frá lokum ísaldar hafa nokkur hraun runnið um svæði á höfuðborgarsvæðinu sem nú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort stýrir sögnin að skeina, þolfalli eða þágufalli?

Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Aðalmerkingarnar eru tvær: ‘særa einhvern lítillega, veita einhverjum smásár’ og stýrir hún í því tilviki alltaf þolfalli samkvæmt dæmasafni Orðabókar Háskólans; ‘hreinsa til dæmis endaþarmsop’.Í eldra máli stýrði sögnin einnig þolfalli í seinna tilvikinu og þannig...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fá sumar konur leggangafullnægingu en ekki aðrar? Hvað er hægt að gera til að auka líkurnar á henni?

Athyglisvert er að skoða viðhorf til fullnægingar og hvernig er litið á konuna sem ýmist óvirka eða virka samkvæmt þeim. Sigmund Freud taldi að til væri tvenns konar fullnæging hjá konum; annars vegar fullnæging í leggöngum og hins vegar snípörvun. Hann hélt því fram að fullnæging í leggöngum væri merki um kynsvör...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða aðstæður urðu til þess að kona gat orðið forseti á Íslandi 1980?

Allt frá stofnun lýðveldis á Íslandi hafa konur jafnt sem karlar mátt bjóða sig fram til forseta. Það liðu þó 36 ár frá lýðveldisstofnun og þar til Vigdís Finnbogadóttir var kjörinn forseti Íslands árið 1980. Þetta þóttu mikil tíðindi, hún var ekki aðeins fyrst kvenna til að gegna embætti forseta á Íslandi heldur ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar fisktegundir í heiminum?

Hér er gert ráð fyrir að spurningin taki einungis til núlifandi tegunda sem og til eru lýsingar á. Spurningunni er ekki unnt að svara nákvæmlega og kemur þar ýmislegt til. Til dæmis eru ekki allir vísindamenn sammála um hvað geti með réttu kallast tegund eða hvað sé afbrigði sömu tegundar. Því miður er það einnig ...

category-iconHugvísindi

Hvað er nýlendustefna? Hver voru helstu nýlenduveldin og af hverju sölsuðu þau undir sig önnur lönd?

Eins og á við um mörg fræðileg hugtök er erfitt að gefa nákvæma skilgreiningu á nýlendustefnu (e. colonialism). Oft er henni ruglað saman við heimsvaldastefnuna (e. imperialism) og eru þessi hugtök gjarnan notuð jöfnum höndum um sama eða svipað fyrirbæri. Í nýlendustefnu felst að valdameira ríki (móðurlandið) l...

category-iconLífvísindi: almennt

Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?

Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni en fékk athugasemd frá aðila sem fullyrti að í því væru óæskileg efni. Því spyr ég: Er það manninum óhollt að sjóða mat upp úr hitaveituvatni? Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það e...

category-iconHugvísindi

Hver var Sir Isaac Newton?

Sir Isaac Newton (1642-1727) var breskur vísindamaður sem er talinn frumkvöðull í eðlisfræði nýaldar og hann er án vafa einn mesti hugsuður mannkynssögunnar. Ísak fæddist í Woolsthorpe á Mið-Englandi á jóladag árið 1642, en faðir hans var þá látinn. Móðir hans giftist aftur nokkrum árum síðar, manni að nafni Barna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er sement og hvenær var farið að nota það sem byggingarefni?

Sögu sementsins má rekja allt aftur til þess að menn fundu upp aðferð til þess að búa til kalk. Eins og oft gerist, þá hefur aðferðin til að búa til kalk sennilega verið hrein tilviljun eða slys. Kalksteinn er mjög algengur víða um heim, þótt hann sé ekki til í neinu magni á Íslandi. Kalksteinn myndast aðallega ú...

Fleiri niðurstöður