Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2159 svör fundust

category-iconEfnafræði

Er sameindin N2O til?

Sameindin N2O er til. Súrefni (O) og nitur (N) geta myndað nokkur tvíefna sambönd eða oxíð af frumefninu nitri. Þessi efnasambönd eru almennt táknuð sem NOX en með þeim rithætti er ekki verið að gefa samsetningu þeirra til kynna að öðru leyti en því að þau innihalda aðeins nitur og súrefni. N2O eða díniturmónoxíð ...

category-iconEfnafræði

Getur vatn frosið ef það getur ekki þanist út?

Já, vatn getur frosið þótt það hafi ekki tök á að þenjast út en til þess þurfa hita- og/eða þrýstingsskilyrði að vera með mjög sérstökum hætti eins og hér verður greint frá. Eins og alkunna er þá þenst vatn út þegar það er fryst. Þetta gerist við 0°C við staðalþrýsting sem er ein loftþyngd. Þenslan kemur til a...

category-iconNæringarfræði

Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði?

Fyrstu sólarhringana í kolvetnasvelti klárast glýkógenbirgðir líkamans sem eru í vöðvum og lifur. Eftir það fer sykurnýmyndun af stað þegar lifrin breytir prótínum/amínósýrum í glúkósa til að halda blóðsykrinum stöðugum og næra heilann sem brennir glúkósa undir eðlilegum kringumstæðum. En eftir um það bil viku fer...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér eitthvað um skarfakál?

Skarfakál (Cochlearia officinalis) er af krossblómaætt (Cruciferae). Það vex víða meðfram ströndum landsins en finnst einnig inn til sveita. Skarfakál vex best þar sem jarðvegur er þykkur eða moldríkur, til dæmis við lundaholur og við bæi við ströndina. Í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson segir að s...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?

Wernher von Braun var annar í röð þriggja sona Magnúsar von Brauns baróns og Emmy von Quistorp barónessu. Hann fæddist 23. mars árið 1912 í Wirsitz í Poznan, sem þá var hérað í Prússlandi en tilheyrir nú Póllandi. Wernher var draumóramaður frá unga aldri og hann ákvað aðeins tíu ára gamall að markmið sitt í lífinu...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð allt efnið í alheiminum til?

Þess skal getið að ítarlegt svar við náskyldri spurningu, Hvernig verða frumeindir til? frá 2013 er að finna á Vísindavefnum. Hér verður reynt að koma á framfæri viðbótum og að nýta sér myndefni og framsetningu sem litið hefur dagsins ljós frá þeim tíma, auk þess að gefa yfirlit yfir myndun efnis alheimsins frá Mi...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig veit bensíndælan hvenær tankurinn er orðinn fullur?

Bensíndæla, sem einnig er stundum nefnd bensínbyssa, er uppbyggð þannig að þegar togað er í handfang hennar opnast ventill (einnig kallaður loki) inni í handfanginu og bensínið flæðir út um stút byssunnar. Þegar handfanginu er sleppt lokast ventillinn aftur og bensínið hættir að flæða út um stútinn. Bensínið hæ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru sykrur?

Sykrur eru lífræn efni sem einnig kallast kolvetni. Efnafræðilega eru sykrur hýdröt kolefnis (hýdrat er efnasamband orðið til við samruna tiltekins efnis og vatns) með almennu formúluna (CH2O)n þar sem \(n\geq 3\). Ef sykrusameind er gerð úr einni slíkri einingu telst sykran til einsykra, ef hún er gerð úr tveimur...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Úr hverju er mannslíkaminn?

Meginuppistaða mannslíkamans eru fjögur frumefni. Fyrst má nefna súrefni (O) sem er um 65% af heildarmassa okkar. Hátt hlutfall súrefnis þarf ekki að koma á óvart þar sem um 60% af líkamsþyngd okkar er vatn en súrefni ásamt vetni mynda vatn. Næst á eftir súrefni kemur kolefni (C) en það er um 18,5% af líkamsþy...

category-iconEfnafræði

Hvað er gas?

Öll efni geta verið í þrenns konar ham: storkuham / fast form (e. solid) vökvaham (e. liquid) gasham (e. gas) Auk þess er til svonefnt rafgas sem á ekki við um venjuleg frumefni. Af þessu leiðir að gas getur verið nær hvaða efni sem er. Vatn er til dæmis í storkuham þegar það er frosið, í vökvaham...

category-iconEfnafræði

Finnst grafít á Íslandi?

Grafít (e. graphite) er annað af tveimur kristalformum kolefnis (C), hitt er demantur. Á kvarða Mohs fyrir hörku steinda er grafít mýkst, harka < 1, en demantur harðastur, harka 10. Þetta stafar af grindbyggingu steindanna tveggja, það er hvernig kolefniseindirnar raðast og tengjast saman í kristalnum (sjá mynd hé...

category-iconJarðvísindi

Hvaða viðbætur við botnskriðskenninguna komu með flekakenningunni?

Í stuttu máli Samkvæmt botnskriðskenningunni[1] gliðnar hafsbotnsskorpan um miðhafshryggi, skorpuna rekur frá hryggnum til beggja átta, basaltbráð fyllir jafnóðum upp í sprunguna. Við kólnun tekur bergið á sig segulstefnu ríkjandi segulsviðs sem gerir kleift að aldursgreina hafsbotninn og meta hraða gliðnunar. ...

category-iconLæknisfræði

Er áfengi krabbameinsvaldandi?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega „já, áfengi hefur þekkt krabbameinsvaldandi áhrif hjá mönnum.“ Áfengi inniheldur etanól sem veldur tímabundinni vímu og er þar af leiðandi vinsælt til neyslu meðal þeirra sem sækjast eftir vímuáhrifum. Eftir að hafa drukkið áfengi fær etanól greiða leið inn í ...

category-iconSálfræði

Hvað er söfnunarárátta og hverjar eru batahorfur þeirra sem þjást af henni?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Eiga hoarderar/hoardering people einhverja batavon? Er ekki um illvígan sjúkdóm að ræða? Söfnunarárátta er geðröskun sem felur í sér áráttukennda hegðun og er nátengd áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR). Þau sem eru haldin röskuninni (hér eftir nefnd safnarar) safna hlutum í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virka forritunarmál til dæmis C++?

Örgjörvar tölva ráða aðeins við að framkvæma mjög einfaldar og frumstæðar skipanir, svokallaðar vélarmálsskipanir. Með þeim er hægt að bera saman tölur sem eru í minni tölvunnar, leggja þær saman og gera aðra einfalda útreikninga á þeim. Það er mjög erfitt að forrita í vélarmáli, bæði vegna þess að það er mjög fru...

Fleiri niðurstöður