Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 128 svör fundust
Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku? Þ.e.a.s. hversu hátt hlutfall orða er í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni? Hvernig er þessu háttað í öðrum tungumálum sem hafa málfræðilegt kyn, t.d. þýsku, norrænu málunum (sænsku, dönsku, norsku) eða latnesku málunum (latínu, frönsku, spæn...
Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi?
Við fornleifagröft á Bessastöðum á Álftanesi hafa fundist rottubein í mannvistarlagi sem talið er frá 17. öld, og mun þó ekki öruggt að það sé eldra en frá 18. öld. Á vissan hátt er líklegra að þessi rotta sé frá 18. öld, því að hún er brúnrotta (Rattus norvegicus), og þeirra verður tæpast vart í Evrópu fyrr en þá...
Hvað er seiðskratti?
Orðið seiðskratti hefur stundum verið notað um fjölkunnuga menn, þá sem kunnu að efla (fremja, gera eða magna) seið. Seiður er gamalt orð yfir ákveðið afbrigði fjölkynngi (forneskju). Hann er víða nefndur í íslenskum miðaldabókmenntum og hefur jafnan verið tengdur hinum heiðna guði Óðni, sem nefndur hefur verið „g...
Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar?
Upprunalega, þegar Norðmenn og Íslendingar fóru að nota ritmál, var orðið víkingur notað um norræna karlmenn sem fóru í ránsferðir á skipum. Í sögu Egils Skallagrímssonar segir frá því að sex ára gamall drap hann tíu eða ellefu ára gamlan strák. Móðir Egils brást þannig við að hún „kvað Egil vera víkingsefni ok kv...
Hver var Lorenzo Valla og hvert var hans framlag til fræðilegrar textarýni?
Lorenzo Valla fæddist árið 1407 í Róm á Ítalíu og voru foreldrar hans af virtum borgaraættum. Hann nam guðfræði og sóttist eftir því að komast í þjónustu páfa. Það gekk ekki og í nokkur ár gegndi hann stöðu prófessors í mælskufræði (retórík) við háskólann í Pavía. Hann varð snemma deilugjarn og átti í útistöðum vi...
Eru margir hestar í íslensku landslagi?
Örnefnið Hestur er víða til á Íslandi, sem bæjarnafn, fjallsheiti og heiti á klettum, hólum og hæðum. Fjórir bæir á landinu heita Hestur. Einn er í Grímsnesi í Árnessýslu, annar í Andakíl í Borgarfirði og tveir á Vestfjörðum, í Önundarfirði og við Hestfjörð í Ísafjarðardjúpi. Allir standa bæir þessir undir fjöllum...
Hvar var Jómsborg?
Í Jómsvíkinga sögu segir meðal annars frá Jómsvíkingum, alræmdu hernaðarbandalagi danskra víkinga sem hafa aðsetur í svo nefndri Jómsborg. Í sögunni segir að danskur höfðingi að nafni Pálna-Tóki hafi flúið undan Danakonungi og á náðir konungsins í Vindlandi sem gefur honum land í sínu ríki gegn því að hann verji V...
Hvaða skólar voru starfræktir á Íslandi á miðöldum?
Hér skiptir miklu máli hvaða merkingu við leggjum í orðið skóli. Almennt merkir það fastmótaða stofnun sem starfar með reglubundnum hætti í langan tíma eftir formlegri skipulagsskrá og þar sem kennarar fræða nemendur. Sé þessu hugtaki beitt er óvíst hvenær skólahald hófst hér, hversu margir skólar voru í landinu o...
Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?
Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930–1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbu...
Hvort er vorboðinn ljúfi lóa eða þröstur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvor er eiginlega vorboðinn ljúfi: Lóa eða þröstur? Er nafngiftin ekki komin frá Jónasi Hallgrímssyni? Það leikur enginn vafi á því að 'vorboðinn ljúfi' í kvæðinu Ég bið að heilsa eftir Jónas Hallgrímsson er þröstur. Í kvæðinu ávarpar ljóðmælandinn fuglinn sem vorboðann ljú...
Hver var Jón lærði Guðmundsson?
Jón lærði hét fullu nafni Jón Guðmundsson og var sjálfmenntaður alþýðumaður og náttúruskoðari sem lifði á 17. öld. Nafn hans tengist atburðum brennualdar þar eð yfirvöld sökuðu hann um kukl og galdur. Saga Jóns lærða er raunaleg lífssaga manns sem var uppi á „þeirri öld sem spillti upplagi hans og hæfileikum“ eins...
Hverjir voru helstu landnámsmenn Íslands og hvaðan komu þeir?
Fornleifar sýna að Ísland var fyrst byggt fólki á síðari hluta 9. aldar og á 10. öld. Víðs vegar um nánast alla þá hluta landsins sem töldust byggilegir á síðari öldum skildi fólk eftir sig byggingar og annað jarðrask á þessu tímabili. Nokkur ólík ráð eru til að tímasetja fornleifarnar, en nýtilegast til þess er s...
Hver var Sighvatur Þórðarson?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var Sighvatur Þórðarson? Hvað gerði hann og var hann skyldur Snorra Sturlusyni? Sighvatur Þórðarson var sonur Þórðar nokkurs sem var kallaður Sigvaldaskáld. Þórður var íslenskur maður en hafði verið með Sigvalda jarli í Noregi og komst síðan í þjónustu Ólafs konungs Harald...
Var Hrafna-Flóki til í alvöru?
Í Landnámabók kemur Flóki Vilgerðarson tvisvar við sögu. Fyrst er hann einn af þeim sem sagt er að hafi komið til Íslands áður en varanlegt landnám norrænna manna hófst með Íslandsferð Ingólfs Arnarsonar. Eftir að sagt hefur verið frá ferðum landkönnuðanna Naddodds og Garðars Svavarssonar segir svo frá í Sturlubók...
Hvaða ártöl notuðu víkingar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða ártal notuðu víkingar? Til dæmis það sem við köllum núna árið 870 hvað kölluðu landnámsmenn það ár? Kristnir menn voru ekki fyrstir til að telja ár í einni röð frá einum upphafspunkti. Í Rómaveldi voru ár talin frá stofnun Rómaborgar, sem var árið 753 fyrir Krist samkvæmt...