Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7129 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvað er flatarmál?

Þetta er góð spurning og við henni má finna mörg misflókin svör. Það er sameiginlegt með mörgum hugtökum stærðfræðinnar að eiga rætur að rekja til óformlegra, hagnýtra hugmynda en miklu síðar vera gefin formlegri, stærðfræðileg merking. Til dæmis má auðveldlega útskýra hugmyndina um jákvæðar heiltölur fyrir lei...

category-iconHugvísindi

Hverjir gerðu steinstytturnar á Páskaeyju og í hvaða tilgangi?

Páskaeyja eða Rapa Nui er örlítil og einangruð eyja austarlega í Kyrrahafi. Hún er nærri 2000 km austar en austustu byggðu eyjar í Tuamotu-eyjaklasanum, en 4000 km frá ströndum Suður-Ameríku. Hún er aðeins 164 ferkílómetrar – tvöfalt stærri en Þingvallavatn. Evrópumenn komu þangað fyrst 1722 (á páskadegi, þar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru óræðar tölur og hvernig tengist kvaðratrótin af 2 þeim?

Ekki er hægt að lýsa óræðum tölum án þess að fyrir liggi vitneskja um rauntölur og ræðar tölur. Segja má að rauntala sé samheiti yfir allar tölur sem má nota til að mæla lengdir strika í venjulegri rúmfræði, töluna $0$, og tilsvarandi neikvæðar tölur. Rauntölurnar má sjá fyrir sér á svokallaðri talnalínu, þar sem ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðssyni árið 1944?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Voru gerðar litlar styttur af Jóni Sigurðsyni t.d fyrir heimili (1944)? Í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar árið 2011 og 50 ár frá stofnun Seðlabanka Íslands stóð Myntsafn Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafn í samvinnu við Myntsafnarafélag Ísl...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Sjást veirur í smásjá?

Hér er einnig að finna svar við fjölmörgum spurningum sem hafa borist Vísindavefnum um rafeindasmásjá. Hefðbundin (ljós)smásjá nýtir linsur til að stækka mynd af þeim hlutum sem verið er að skoða. Skrifa má jöfnu fyrir hámarks upplausn í slíkri smásjá, það gerði þýski eðlisfræðingurinn Ernst Abbe (1840-1905) fy...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er litblinda?

Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um litblindu. Hér er einnig svarað spurningunum:Hvernig erfist litblinda? Af hverju er sagt að litblinda sé ríkjandi eiginleiki hjá körlum en ekki konum? Er hægt að lækna litblindu? Er litblinda algeng? Hverjar eru líkurnar að einstaklingur fæðist litblindur á öðru ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef maður gerir talnarunu, til dæmis 1, 8, 30 ..., er þá alltaf einhver regla sem býr til rununa?

Í fyrstu gæti okkur þótt svarið við þessari spurningu augljóst; ef hægt er að hugsa sér einhverja runu, þá ætti að vera hægt að finna reglu sem býr hana til. En ef við veltum spurningunni aðeins betur fyrir okkur, þá kemur í ljós að svarið við henni er alls ekki ljóst. Hugmyndir stærðfræðinnar um óendanleikann og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um barrskógabeltið?

Barrskógabelti jarðar, sem gengur gjarnan undir orðinu taiga í erlendum málum, liggur aðallega á svæðum á milli 50° og 60° norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurpól. Mestir eru barrskógarnir í Rússlandi þar sem langstærstur hluti þeirra vex, auk þess sem skógarnir teygja sig suður yfir landamærin til norðurhlu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar refategundir í heiminum?

Til eru tuttugu og þrjár tegundir refa í heiminum sem flokkaðar eru í fimm ættkvíslir. Tegundaríkasta ættkvíslin nefnist vulpes, innan hennar eru 12 tegundir. Meðal þeirra er rauðrefurinn (Vulpes vulpes) sem lifir á víðlendum svæðum í Evrasíu og Norður-Ameríku og mun vera útbreiddastur allra refa. Önnur tegund inn...

category-iconÞjóðfræði

Hvað átti Grýla mörg börn og hvað heita þau öll?

Hefð er fyrir því að skipta börnum þjóðsagnaverunnar Grýlu í tvo flokka. Í öðrum þeirra eru jólasveinarnir en í hinum öll önnur börn Grýlu. Grýlubörn eru nefnd í ýmsum þulum og kvæðum frá fyrri tíð og vitað er um minnsta kosti 72 þeirra. Þekkt jólasveinanöfn eru aðeins fleiri eða 78. Heildarfjöldi barna Grýla er þ...

category-iconHagfræði

Hver eru heildarútgjöld Íslendinga til hitaveitu á ári?

Árið 1996 voru heildartekjur hitaveitna á Íslandi 5,8 milljarðar króna. Notkun hitaveitna er vitaskuld meiri í hverjum mánuði á vetrum en sumrum. Álitamál er þó hvernig skipta á rekstrarkostnaði eftir árstímum og verður ekki gerð tilraun til þess hér. Reykjanesvirkjun.Þess má geta að árið 1995 seldu hitaveitur la...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru kjarnorkusprengjur svona kraftmiklar?

Fyrst er þess að geta að það eru ekki einungis kjarnorkusprengjur mannanna sem eru kraftmiklar heldur er kjarnorka langöflugasta náttúrlega orkulindin í sólkerfinu. Margar aðrar orkumyndir eiga rætur að rekja til kjarnasamruna í sólinni, samanber svar sama höfundar við spurningunni Hvað er helst því til fyrirstöðu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er meðalhiti á Íslandi mældur í gráðum á Fahrenheit?

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er meðalhiti í Reykjavík á bilinu 0-10°C (samkvæmt upplýsingum um tímabilið 1961-1990). Kaldast er í desember og janúar, en þá fer meðalhiti rétt niður fyrir frostmark, og heitast í júlí og ágúst þegar meðalhitinn er rúmlega 10°C. Á þessari síðu Veðurstofu Íslands er að ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Þegar hellt er úr glasi eða skrúfað frá krana, af hverju mjókkar bunan er neðar dregur og svo brotnar hún upp?

Þetta er góð spurning sem varpar ljósi á mikilvæg atriði í straumfræði. Vatnið í bununni er í rauninni í frjálsu falli með vaxandi hraða. Vatn safnast hins vegar hvergi fyrir á leiðinni þannig að jafnmikið vatn fer gegnum öll þversnið bununnar. Nú er vatnsmagnið sem fer gegnum slíkt snið á tímaeiningu margfeldið a...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvert er það tungumál í heimi sem fæstir tala?

Þessari spurningu er nánast ómögulegt að svara. Mörg tungumál eru lítið eða nánast ekkert rannsökuð og oft er ekki vitað hve málhafarnir eru margir, það er að segja hve margir nota tungumálið. Þetta á til dæmis við um ýmis indíánamál í Mið- og Suður-Ameríku. Vitað er til þess að inflúensa lagði nær alla íbúa þorps...

Fleiri niðurstöður