Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1625 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Stefán Hrafn Jónsson stundað?
Unglingar, lýðfræði, vinnumarkaðsrannsóknir, lýðheilsa og félagslegir áhrifaþættir heilsu og heilsutengdrar hegðunar er það sem einkennir rannsóknir Stefáns Hrafns Jónssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stefán Hrafn hefur tekið þátt í og stjórnað fjölmörgum innlendum rannsóknarverkefnum og þátttö...
Af hverju notum við Norðmenn en ekki Normenn um fólk frá Noregi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvers vegna íslenska orðið yfir fólk frá Noregi ritað með ð-i, Norðmaður, en ekki Normaður. Hvaðan kemur ð-ið? Skýringin á Noregur í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, sem aðgengileg er nú á málið.is hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er...
Hvað felst í útlenda orðinu parkour og er til einhver íslensk þýðing á parkour-hlaupi?
Parkour er upprunnið í Frakklandi og er heitið komið af franska orðinu „parcours“ sem merkir leið. Í stuttu máli snýst parkour um að komast á milli staða eins fljótt og hægt er, nota hindranir og skemmta sér í leiðinni. Parkour má stunda hvar sem er og algengast er að leikvöllurinn sé borgarumhverfi, svo sem veggi...
Hvernig á að láta til skarar skríða?
Hér er einnig svarað spurningunum:Út á hvað gengur þetta með að láta til skarar skríða? Hver er uppruni máltækisins „að láta til skarar skríða“? Nafnorðið skör hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘rönd, brún, kantur, pallbrún, sköruð súð á bát ... ’. Orðasambandið að láta til skarar skríða ‘leggja til atlö...
Hvað eru til margar bjöllutegundir á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað eru til margar bjöllutegundir á Íslandi og hvar er þær helst að finna? Í heiminum öllum eru þekktar um 400 þúsund bjöllutegundir (Coleoptera) en bjöllur eru tegundaríkasti ættbálkur lífvera. Á Íslandi hafa fundist tæplega 200 tegundir af bjöllum. Auk þess hafa verið nafngrei...
Hver eru lágmarkslaun á Íslandi?
Upphaflega spurningin var í tvennu lagi. Hér er fyrri hlutanum svarað. Öll spurningin var þessi: Hver eru lágmarkslaun á Íslandi? Hver er talin lágmarks upphæð í krónum til framfærslu einstaklings? Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega það að lágmarkslaun á Íslandi eru þau sem tiltekin eru í kjaras...
Hvað verða blakkahraun stór og hver er rennslishraði þeirra?
Blakkahraun eru ein helsta byggingareining eldkeila. Þau myndast aðallega í gosum sem framleiða kísilrík íslandít (56-64% SiO2) og kísilrýr dasít (64-67% SiO2). Í stórum dráttum er lögun blakkahrauna og uppbygging svipuð apalhraunum, en þó eru þau að jafnaði mun þykkari. Dæmigerð lengd fyrir blakkahraun er á bi...
Hver var Gunnar sem majónesið er kennt við?
Gunnar sem Gunnars-majónes er kennt við, hét fullu nafni Gunnar Jónsson. Hann fæddist í Reykjavík 3. september 1920 og lést 6. júlí 1998. Gunnar var búfræðingur að mennt og lauk síðan prófi í viðskipta- og hagfræði frá háskólanum í Minneapolis í Bandaríkjunum. Eftir búfræðinámið á Hvanneyri rak hann meðal annars e...
Geta tæki sem framleiða hátíðnihljóð fælt flugur eins og lúsmý?
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Ég tek eftir því að fyrirtæki eru að auglýsa tæki sem framkalla hátíðnihljóð sem eiga að fæla m.a. lúsmý frá mannabústöðum. Er vísindalega sannað að slíkt virki? Stutta svarið við spurningunni er nei. Lúsmý, moskítóflugur og aðrar mýflugur (Diptera: Nematocera...
Hvernig er nýyrðið hlaðvarp hugsað?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta fyrir mér til hvers er verið að vísa í orðinu hlaðvarp. Er verið að vísa í hlað líkt og bæjarstæði eða er verið að vísa í hleðslu líkt og hlaðinn vegg og garð í kringum hús? Íslenska orðið hlaðvarp er myndað sem samsvörun við enska orðið podcast. Fyrri hlutinn...
Hvaða keisara er átt við þegar verið er að deila um keisarans skegg?
Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Er hægt að rekja orðasambandið 'deila um keisarans skegg', til einhvers tiltekins keisara - og hvað er átt við með þessu? Var það einhver sérstakur keisari, sem var með skeggið sem olli deilum? Orðasambandið að deila um keisarans skegg merkir ‘að deila um eitthvað sem ek...
Hvað eignast hvítabirnir marga húna?
Samkvæmt rannsóknum sem gerðar voru á hvítabjörnum (Ursus maritimus) í Norður-Ameríku á seinni hluta síðustu aldar var gotstærðin að meðaltali 1,58 – 1,82 húnar í goti. Langalgengast er að birna gjóti tveimur húnum, stundum er húnninn einn en sjaldan eru þeir þrír þótt dæmi séu um slíkt. Birnur verða kynþroska...
Skoða vísindin hlutina þverfaglega til að leita svara í samsvörun?
Spyrjandi lætur eftirfarandi hugleiðingar fylgja spurningu sinni:Mín spurning er hvort vísindin skoði hluti almennt þverfaglega til að leita svara í gegnum lögmál samsvörunnar. Til að mynda þá skoða ég yfirleitt myndir frá Hubble sjónaukanum með augum heimspekings og líffræðinnar. Stjarna sem er að deyja hefur t...
Hver var Louis Pasteur og hvað gerði hann merkilegt?
Louis Pasteur fæddist þann 27. desember 1822 í Dole, litlum bæ í austurhluta Frakklands. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum til nágrannabæjarins Arbois þar sem hann gekk í barna- og unglingaskóla. Þótt Pasteur væri iðinn við námið þótti hann ekki framúrskarandi námsmaður á sínum yngri árum og útskrifa...
Hvers konar rit er Konungsskuggsjá?
Konungsskuggsjá er norskt rit frá árunum 1250-1260 eða svo. Það er varðveitt í íslenskum og norskum handritum en höfundur þess er ekki kunnur. Lengi vel var talið að Konungsskuggsjá tilheyrði svokallaðri Fürstenspiegel-bókmenntagrein en fræðimaðurinn Einar Már Jónsson sýndi fram á að það stæðist ekki. Fürstensp...