Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHagfræði

Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?

Þetta er góð spurning! Það er alveg rétt hjá spyrjanda að til að fá að taka upp evru þarf að uppfylla tiltekin skilyrði sem fela í sér að ná þarf góðum tökum á peningamálum og ríkisfjármálum áður. Skilyrðin nefnast Maastricht-skilyrðin og lesendum er bent á að kynna sér þau. Evrumyntir. Benda má þó á að ákvörð...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Zaraþústra?

Zaraþústra var spámaður í Persíu, þar sem nú er Íran. Hann var upphafsmaður þeirra trúarbragða sem kennd eru við hann, Zaraþústratrúar. Ekki er með öllu ljóst hvenær Zaraþústra var uppi og hafa ártöl allt frá 6000 til 600 fyrir okkar tímatal verið nefnd. Líklegast þykir að hann hafi verið uppi einhvern tíma milli ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?

Þessi spurning kemur oft upp þegar fólk byrjar að efast um að NASA hafi farið til tunglsins. Margir samsæriskenningasmiðir hafa notað þetta sem vísbendingu um að fyrsta tunglferðin hafi jafnvel öll verið fölsuð í myndveri. En eins og svo oft áður byggja þeir rök sín á mjög ótraustum grunni og þegar allt kemur til ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Um hvað er Íslendingabók Ara fróða?

Íslendingabók er yfirlit yfir sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til ársins 1118. Hún var samin á árunum 1122–32 af prestinum Ara Þorgilssyni (1068–1148) sem hlaut síðar viðurnefnið hinn fróði. Sagt er frá helstu landnámsmönnum, fyrstu lagaskipan, setningu Alþingis, skiptingu landsins í fjórðunga og fundi Græn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað þýða bæjarnöfnin Saurbær og Saurar? Hvað þýðir Ballará?

Ballará rennur eftir Ballarárdal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Bærinn Ballará dregur nafn sitt af ánni. Líklegt er að orðið böllur merki hér „kúla, hnöttur“ eins og var í fornu máli. Hugsanlegt er að fjallið fyrir ofan bæinn hafi borið nafnið Böllur, samanber mynd í Árbók Ferðafélagsins 1947 (bls. 87). Til samanbu...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvaða ár urðu símar til?

Talsíminn var fundinn upp um eða eftir miðja 19. öld. Ekki er fullkomið samkomulag um hver eigi heiðurinn að þessari uppfinningu. Þó er ljóst að Alexander Graham Bell (1847-1922) fékk einkaleyfi fyrir símtæki 7. mars árið 1876. Lesa má nánar um Bell í svari Ulriku Anderson við spurningunni Hver fann upp símann...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er eðlismassi vatns?

Eðlismassi ferskvatns við 4 °C og einnar loftþyngdar þrýsting er 1,00 kg/l eða 1,00 g/ml. Þetta þýðir til dæmis að einn lítri af vatni við þessar aðstæður hefur massann 1 kg. Vatn þenst lítillega út þegar það er kælt úr 4 °C niður í frostmark. Rúmmálsbreytingin er um 0,15 af þúsundi og eðlismassinn minnkar sem ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina?

Eins og kemur fram í öðru svari hér er sólin um 5 milljarða ára gömul og talið er að æviskeið hennar sé um það bil hálfnað. Ekki er því ástæða til að ætla að við þurfum að hafa áhyggjur af eyðingu lífs á jörðinni í bráð. Undanfarna mánuði hefur hins vegar sú kviksaga gengið á veraldarvefnum að sólin muni spring...

category-iconStærðfræði

Er 1 prímtala? Ef ekki, þá hvers vegna?

Svarið við fyrri spurningunni er nei sem sést af eftirfarandi skilgreiningu:Heil tala sem er stærri en einn kallast prímtala eða frumtala ef og aðeins ef engar aðrar heilar plústölur en 1 og talan sjálf ganga upp í henni.Þetta svarar hins vegar að sjálfsögðu ekki þeirri spurningu hvers vegna þessi skilgreining er ...

category-iconMálvísindi: almennt

Um hvað snýst kenning Chomskys um allsherjarmálfræði (universal grammar)?

Upphafleg spurning var: Hafa kenningar Chomskys um universal grammar verið notaðar á íslensku og eru þær kenndar í íslenskri málfræði við HÍ? Hugtakið universal grammar hefur á íslensku verið nefnt algildamálfræði og allsherjarmálfræði. Það er oftast tengt nafni málfræðingsins Noams Chomskys (f. 1928) þótt hugmy...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig fer rjúpan að því að rembast við staurinn?

Orðasambandið rembast eins og rjúpa við staurinn þekkist að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Í Safni af íslenskum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson gaf út 1830 er gefið upp sambandið: „Hann rembist í kút og kvartil (eins og rjúpan við staurinn).“ „ … eins og rjúpan við staurinn“ er reyndar viðbót í sviga en...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað merkir 'halló' eiginlega?

Orðið halló til dæmis notað þegar menn svara í síma og þá til að athuga hvort einhver sé hinumegin á línunni þegar símanum er svarað. Orðið er einnig notað þegar sambandið er slæmt, til dæmis í millilandasímtölum. Þá getur verið þörf á því að kanna sambandið í miðju samtali með því að segja til dæmis: "Halló, heyr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða typpi er uppi á honum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er uppruni orðatiltækisins „það er uppi á honum typpið“ og er hér verið að vísa til karlskyns kynfæra eða hefur orðið typpi aðra merkingu í þessu samhengi? Orðið typpi hefur fleiri en eina merkingu: 'toppur, nabbi, bóla, húnn á siglutré, snerill, getnaðarlimur...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað gerist þegar 240 V rafmagnstæki er sett í samband við 220 V? En þegar 110 V tæki er sett í samband við 220 V?

Í grundvallaratriðum er lítill munur á 220 og 240 voltum. Tæki sem gert er fyrir 240 V má stinga í samband við 220 V án nokkurra vandkvæða fyrir raftækið. Þó má búast við að tækið skili ekki fullum afköstum. Sem dæmi má taka hraðsuðuketil keyptan í Bretlandi. Bretar eru með 240 V spennu og ketillinn því gefinn upp...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um óperur Mozarts?

Mozart (1756-1791) var tvímælalaust eitt helsta óperutónskáld sögunnar. Hæfileikar hans fólust ekki síst í óvenjulegu næmi á innra líf sögupersónanna, sem gerði honum kleift að semja tónlist sem speglar hræringar sálarinnar hverju sinni. Hann greinir persónur sínar að hvað stíl snertir og gefur þannig persónusköpu...

Fleiri niðurstöður