Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7615 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Eru fordómar til staðar á Íslandi?

Orðið fordómur lýsir afstöðu til manna og málefna. Þrátt fyrir mikla notkun er merking hugtaksins þó ekki alltaf ljós. Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs (1985) og Íslenskri samheitaorðabók (1985) merkir orðið fordómur það sama og hleypidómur, sleggjudómur eða ógrundaður dómur. Í sömu bókum kemur einnig fram að orðið...

category-iconSálfræði

Eru „skilnaðarbörn” líklegri en hin til að lenda í erfiðleikum eða skilnaði í sínu eigin sambandi?

Í félagsvísindum jafnt sem á klínískum vettvangi ber mönnum saman um að ekki sé hægt að skoða skilnaðaráfallið sem einn einstakan atburð heldur sé um langtímaferli að ræða. Því hafa skilnaðarrannsóknir í vaxandi mæli byggt á greiningu langtímaáhrifa á börnin sérstaklega og orsakavalda sem tengjast þeim. Þær hafa m...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru mennirnir rándýr?

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar má finna tvær mismunandi skilgreiningar á rándýrum. Annars vegar eru dýr sem nærast einkum á kjöti annarra dýra, það er að segja kjötætur, oft nefnd rándýr. Hins vegar er rándýr íslenskt heiti fjölbreytts ættbálks spendýra sem kallast á fræðimáli Carnivora. Tennur ljón...

category-iconHugvísindi

Hvað er lýðræði?

Orðið lýðræði getur annars vegar snúið að því hvernig grunnstofnunum er fyrir komið í samfélaginu og hvernig fólk velur valdhafa eða skiptir um þá. Einnig getur lýðræði snúist um það hvernig taka skuli ákvarðanir í hópi fólks. Í svarinu er einnig fjallað um svonefnt fulltrúalýðræði í samanburði við beint lýðræði. ...

category-iconEfnafræði

Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri?

Fyrsta framleiðslustig á einfaldasta formi á glæru gleri er blöndun á sandi og efnum sem innihalda frumeindirnar kalsín og natrín auk súrefnis og kolefnis, til dæmis kalsínkarbónat (CaCO3) og natrínkarbonat (Na2CO3) við hátt hitastig. Meginuppistaðan í sandi er blanda af frumeindum kísils og súrefnis í hlutföllun...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er mannskæðasti sjúkdómur á jörðinni?

Sjúkdómar leggjast misjafnlega á jarðarbúa eftir því hvar menn búa og hvernig efnahag þeirra er háttað. Alþjóðlega heilsustofnunin hefur gert lista yfir sjúkdóma eftir því hve há dánartíðni þeirra er. Þeir sjúkdómar sem valda hæstri dánartíðni í heiminum um þessar mundir eru hjarta- og æðasjúkdómar. Þar næst k...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig eru svokallaðir lavalampar búnir til?

Arnar Ellertsson spurði 'Hvernig verka lava lampar? Af hverju flýtur vaxið upp og af hverju sýður olían ekki?' og Mattías Páll spurði 'Hvaða efni er í 'peace lamp'?' Svokallaður lavalampi er glært plastílát með tveimur mismunandi vökvum í og peru fyrir neðan. Yfirleitt er annar glær og hinn litaður, til...

category-iconBókmenntir og listir

Hve margar tegundir og gerðir eru til af gítar?

Ómögulegt er að segja hversu margar tegundir og gerðir eru til af gítar, en hér verða taldar upp nokkrar og munurinn útskýrður. Gítarinn hefur þróast í 2500 ár. Í Grikklandi til forna var til hljóðfæri sem hét kithara og svipaði að vissu leyti til nútímagítars. Það hafði strengi sem voru festir í ramma ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er sakramenti, hver eru þau og hver fann þau upp?

Orðið sakramenti er latneskt og þýðir „leyndardómur” eða „helgur dómur”. Í kirkjunni er orðið notað um ákveðnar athafnir og hefur sakramenti verið skýrgreint á þennan hátt: Sakramenti er heilög athöfn, sem Kristur stofnsetti sjálfur, þar sem hann veitir ósýnilegum, himneskum náðargjöfum gegnum sýnilegt, jarð...

category-iconJarðvísindi

Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi?

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er vatnsrof? má lesa almenna skýringu á því hvað felst í orðunum veðrun og rof en orðið jökulrof vísar til þess náttúrufyrirbæris sem rofinu veldur, það er að segja skriðjökla. Skriðjöklar eru stórvirkastir allra rofvalda á landi og merki um jökulrof sjást h...

category-iconBókmenntir og listir

Fyrir hvað stendur JRR í nafni Tolkiens?

Tolkien hét fullu nafni John Ronald Reuel Tolkien en af þessum nöfnum var Ronald oftast notað. Reuel var eins konar ættarnafn: Faðir hans hét Arthur Reuel og synir hans báru einnig þetta nafn. Eftirnafn hans er þýskættað en föðurfjölskylda hans mun hafa flutt frá Saxlandi (Sachsen) til Englands á 18. öld. Sjálfur ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna eru ekki allir málmar seglanlegir?

Fullyrðingin sem felst í spurningunni er ekki nákvæmlega rétt: Allir málmar verða fyrir áhrifum af segulsviði en á þessum áhrifum er hins vegar bæði eðlismunur og stigmunur eftir því hver málmurinn er. Hjá flestum málmum hverfa áhrifin um leið og ytra segulsvið verður að engu, en hjá sumum er seglunin varanleg, óh...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju komu fótspor þegar menn stigu á tunglið en ekki gígur þegar geimfarið lenti?

Á myndum sem tunglfarar tóku af geimferjunni á tunglinu sést enginn gígur fyrir neðan hana. Geimfarar mynda hins vegar greinileg fótspor á tunglinu og því ætti stór eldflaug sem þar lendir að mynda stóran gíg á yfirborðinu. En hvar er hann? Hönnun lendingarbúnaðar fyrir geimferjuna var á sínum tíma afar vandasö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er sjón laxa?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvernig er sjón laxa? Sjá þeir liti? Sjá þeir aftur, fram, upp og niður fyrir sig? Rannsóknir hafa staðfest að laxfiskar notast aðallega við sjónskynjun þegar þeir veiða og virðast flestir þættir í sjón þeirra vera vel þróaðir. Almennt er litasjónskynjun sæmilega vel þróu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fiskar eru barrakúðar?

Barrakúðar eru fiskar af ættbálki borra (Perciformes) og tilheyra ættinni Sphyraenidae. Alls eru tegundir barrakúða um 18 og teljast þær allar til Sphyraena-ættkvíslarinnar. Kunnasta tegundin er líklega stóri barrakúði (Sphyraena barracuda), en aðrar tegundir eru til dæmis:miðjarðarhafs-barrakúðinn (Sphyraena sphy...

Fleiri niðurstöður