Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3617 svör fundust
Hafa fundist ný kvæði eftir forngrísku skáldkonuna Saffó?
Saffó frá Lesbos (6. öld f. Kr.) var eitt ástsælasta skáld forn-gríska menningarheimsins. Til voru níu víðlesnar bækur með kvæðum hennar sem Bókasafnið í Alexandríu bjó til útgáfu í fornöld. Þrátt fyrir þessar vinsældir hafa kvæðin varðveist afar illa til okkar tíma. Í heildarútgáfu kvæða Saffóar frá 19901 birtast...
Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað af innflytjendum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig er hægt að meta ávinning og kostnað íbúa aðflutningslands þegar innflytjendur á vinnualdri flytja til landsins? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag? eru áhrif aðflutnings fólks á vinnufærum aldri ...
Hver var Trausti Einarsson og hvert var framlag hans til jarðvísinda?
Trausti Einarsson (1907–1984)[1] fæddist í Reykjavík en ólst upp í Vestmannaeyjum. Stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík lauk hann 1927 með þeim árangri að hann hlaut einn af fjórum „stóru styrkjum“ menntamálaráðuneytisins til framhaldsnáms. Doktorsgráðu í stjörnufræði hlaut hann 1934 frá háskólanum í Götti...
Hvert er hlutfall launakostnaðar af heildarútgjöldum fyrirtækja annars vegar og opinberra stofnana hins vegar, að meðaltali?
Þjóðhagsstofnun hefur áætlað að árið 1998 hafi útgjöld vegna launa verið 69% af útgjöldum hins opinbera til þess sem kallað er samneysla. Samneysla er í grófum dráttum kaup hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) á vörum og þjónustu þannig að í þessu eru ekki öll ríkisútgjöld. Skiptir mestu að útgjöld vegna ýmiss k...
Hverjir byggðu píramídana og hversu gamlir eru þeir?
Píramídi í Giza í Norður-Egyptalandi. Píramídar hafa fundist í Mið- og Suður-Ameríku, Súdan, Eþíópíu, Grikklandi, Kýpur, Ítalíu, Indlandi, Tælandi og á nokkrum eyjum í Kyrrahafi. Frægustu píramídarnir eru þó í Giza í Norður-Egyptalandi (sjá mynd). Þeir eru meðal sjö undra veraldar og voru reistir á árunum 2575-2...
Hvernig er best að skýra muninn á framlegð og álagningu. Er línulegt samband á milli þessara þátta?
Framlegð og álagning eru náskyld fyrirbrigði og einfalt að skýra með dæmi. Gerum ráð fyrir að verslun kaupi vöru á 100 krónur og selji á 125 og sleppum virðisaukaskatti til að einfalda málið (við svíkjumst þó auðvitað ekki undan því að greiða virðisaukaskatt!). Þá eru bæði álagning á vöruna og framlegð af henni 25...
Hvað er framhjáhlaup í skák og í hvaða tilfellum má grípa til þess?
Flestir sem læra að tefla lenda einhvern tímann í því að andstæðingurinn (sem þá er augljóslega búinn að læra meira) framkvæmir furðulegt bragð þegar framsækið peð hans drepur á einkennilega hátt aðalpeðið á miðborðinu. Þetta getur verið sár lífsreynsla þegar búið er að leika peðinu tvo reiti fram og koma því í ák...
Er Stefán J. Stefánsson talinn fyrsti utanríkisráðherra Íslands þrátt fyrir að utanríkismál hafi áður heyrt undir forsætisráðherra?
Hér er best að vísa á vefsetur Utanríkisráðuneytisins Sögulegt yfirlit um utanríkisþjónustuna. Við skulum þó stikla á stóru í þeirri sögu í þessu svari, eftir upplýsingum af fyrrgreindri vefsíðu. Talið frá hægri: Jakob Möller, Stefán Jóhann Stefánsson, Hermann Jónasson, Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson, Vigfús Ein...
Er nokkuð vitað um hvers vegna Herkonuklettur í Þórðarhöfða í Skagafirði heitir þessu nafni?
Á vefsíðunni skagafjordur.com má lesa eftirfarandi um Þórðarhöfða, unnið upp úr Íslandshandbókinni: Þórðarhöfði gengur út í sjó við austanverðan Skagafjörð, norðan Hofsóss. Hann er landfastur en lítur út eins og eyja. Þórðarhöfði er forn eldfjallarúst og í toppi hans er gígskál. Höfðinn er hæstur 202 m.y.s. þar ...
Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims?
Í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvað eru margar stjörnur í geimnum? kemur fram að almennt er talið að í Vetrarbrautinni okkar séu um 100-400 milljarðar stjarna. Ef við gefum okkur að vetrarbrautir séu alls 100 milljarðar og að meðaltali séu um 200 milljarðar stjarna í ...
Hvar hafa rúnasteinar helst fundist?
Eins og fram kemur í Íslensku alfræðiorðabókinni hafa um 3000 rúnasteinar fundist á Norðurlöndunum, þar af 2000 í Svíþjóð. Flestir rúnasteinar hafa þess vegna fundist í Svíþjóð. Elstu rúnasteinarnir voru reistir í Noregi og Svíþjóð á þjóðflutningstímanum. Lengsta áletrunin sem fundist hefur er um 170 orð en han...
Hvert er bræðslumark demants?
Demantur hefur hæsta bræðslumark allra þekktra efna, 3547°C. Það þýðir að við það hitastig og staðalþrýstingsskilyrði (1 bars þrýsting) umbreytist demantur úr föstu formi í vökvaform. Demantur er annað tveggja meginforma kolefnis á föstu formi (C(s)). Hitt formið er grafít, sem hefur gjörólíka eiginleika, eins ...
Hvernig varð Grímsey til?
Grímsey er gerð úr blágrýtislögum sem halla um 3° til suð-vesturs. Það bendir til þess að hraunin hafi runnið úr gosbelti þar sem nú er Eyjafjarðaráll og síðar varð óvirkt er gosvirknin fluttist til norð-austurs. Eyjan (bergið) er um 1 milljón ára, nefnilega frá ísöld. Hraunin eru holufyllt, í kabasít-zeólítabe...
Hvaða árgangur Íslendinga er stærstur?
Á vef Hagstofunnar má sjá að árið 2009 fæddust 5.026 lifandi börn á Íslandi og er það fjölmennasti árgangur Íslandssögunnar, að minnsta kosti til þessa. Næstflest fæddust árið 1960 eða 4.916. Nýfætt barn. Talsverðar sveiflur eru í barnsfæðingum en þeim hefur heldur fækkað undanfarin ár. Árin 2008-2010 fæddu...
Hvers vegna heitir Barnafoss í Hvítá þessu nafni?
Upphaflega hét fossinn í Hvítá í Borgarfirði Bjarnafoss (Heiðarvíga saga, Íslenzk fornrit III:297) en ekki er vitað hvenær nafnið breyttist í Barnafoss. Bjarnafoss er enn til á sömu slóðum í Borgarfirði, í Norðlingafljóti í landi Kalmanstungu ofan við Núpdælavað, nærri alfaraleið, Núpdælagötum, upp til Arnarva...